Innlent

Álftanesvegur boðinn út í haust

Um það bil hálfum milljarði króna verður varið í endurbyggingu Álftanesvegar frá Engidal að vegamótum Bessastaðavegar. Verkið verður boðið út seint á þessu ári en ekki er þó gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en á næsta ári.

Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið sumarið 2008. Kostnaðaráætlun hljómar upp á 528 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra við fyrirspurn Söndru Franks, varaþingmanns Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×