Erlent

Abbas vill að Hamas-samtökin myndi stjórn

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu,
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar að fela Hamas-samtökunum stjórnarmyndun í landinu eftir sigur samtakanna í þingkosningunum í fyrradag. Hamas hefur ljáð máls á því að mynda samsteypustjórn með Fata, flokki Abbas, en því hafnar Fata-flokkurinn. Fulltrúar bandarískra stjórnvalda, Evrópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu að loknum símafundi í gærkvöldi þar sem þess er krafist að Hamas fordæmi allt ofbeldi, afvopnist og viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis. Að öðrum kosti eigi Hamas á hættu að einangrast á alþjóðavettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×