Erlent

Ráðamenn kallðir fyrir þingnefnd

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gæti þurft að svara spurningum rannsóknarnefndar Evrópuþingsins um möguleg leynifangelsi CIA í Evrópu.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gæti þurft að svara spurningum rannsóknarnefndar Evrópuþingsins um möguleg leynifangelsi CIA í Evrópu. MYND/AP

Svo gæti farið að Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra, verði kallaðir fyrir nefnd Evrópuþingsins sem rannsakar ásakanir um að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi starfrækt leynifangelsi í ríkjum Evrópusambandsins.

Evrópuþingiið ákvað fyrir hálfum mánuði að hefja eigin rannsókn á ásökununum. Rannsóknarnefndin kom fyrst saman í dag og kaus sér formann og þrjá varaformenn.

Svo gæti farið að háttsettir embættismenn yrðu kallaðir fyrir nefndina og látnir svara spurningum hennar. Auk Cheney og Rumsfeld gæti komið til greina að kalla Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Porter Goss, yfirmann CIA, fyrir nefndinna.

Ljóst er að ráðamenn hjá Evrópusambandinu verða kallaðir fyrir nefndina, þar á meðal Franco Fratini, sem ferð með dómsmál í Framkvæmdastjórn sambandsins, Javier Solana, utanríkismálastjóri sambandsins, og Gijs de Vries, sem leiðir baráttu sambandsins gegn hryðjuverkum. Rannsóknarnefndin hefur þó enga lagalega heimild til að stefna fólki fyrir nefndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×