Erlent

Eyðileggja raddbönd hundanna

Þótt hundar séu á hverju strái í kínversku borginni Gvansú heyrist þar varla lengur gelt. Borgaryfirvöld hafa nefnilega ákveðið að rukka hundaeigendur um tugi þúsunda króna fyrir að taka að sér þennan besta vin mannsins.

Því grípa margir til þess úrræðis að láta eyðileggja raddbönd dýranna svo að þau geti ekki gelt lengur og þannig vakið athygli embættismanna. Dýraverndunarsamtök eru æf yfir þessari óhugnanlegu tísku sem þau telja í meira lagi ómannúðlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×