Fleiri fréttir

Best að sitja sem fastast

Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku.

Fækkar sveitarfélögum enn?

Atkvæðagreiðsla um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag fer fram næstkomandi laugardag. Íbúar sveitarfélaganna tveggja samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð í október 2005 og því verður kosið aftur í sveitarfélögunum tveimur. Samþykki íbúar þeirra sameiningu verður til nýtt sveitarfélag með 2.300 íbúa. Við það mun sveitarfélögum í landinu enn fækka og verða þau þá 85 er gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor.

Þoka á Hellisheiði og í Þrengslum og víða hálka

Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis kemur fram að þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum og ýmist hálka eða hálkublettir á milli Kvískerja og Víkur í Mýrdal, á Sunnanverðum Vestfjörðum, á Eyrarfjalli, Steingrímsfjarðarheiði, Vatnsskarði, Öxnadalsheiði, Lágheiði og víða á Norðausturlandi.

Refsingar krafist vegna einkadans í Goldfinger

Fyrirtaka var í dag í máli sem sýslumaðurinn í Kópavogi rekur á hendur rekstraraðila og tveggja dansmeyja næturklúbbsins Goldfinger fyrir brot á lögreglusamþykkt. Dansmeyjarnar tvær eru sakaðar um að hafa sýnt nektardans í lokuðu rými með viðskiptamanni í næturklúbbnum að kvöldi föstudagsins 7. október 2005. Rekstraraðili klúbbsins er sakaður um að hafa staðið fyrir sýningunni og krefst ákærandi þess að öll þrjú verði dæmd til refsingar.

Fljúga tvisvar í viku frá Akureyri

Iceland Express flýgur tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar. Flugið hefst 30. maí næstkomandi og kostar flugið hvora leið tæpar átta þúsund krónur auk flugvallarskatta. Flogið verður á þriðjudögum og fimmtudögum en farmiðasala hefst í næstu viku.

Leitarsveit SOS-barnaþorpanna hefur uppi á börnum í Pakistan

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, látlausar rigningar og snjókomu, umhverfis skjálftasvæðið í Pakistan hefur leitar- og hjálparsveit SOS-barnaþorpanna haldið áfram uppteknum hætti við að finna og skrá börn sem eru ein á báti eftir jarðskjálftana. Nú eru 129 slík börn í umsjá SOS-barnaþorpanna og hefur þeim verið komið fyrir í barnaþorpum eða í neyðarskýlum SOS til bráðabirgða.

Auglýsa gæslu án gjalds

Foreldravefurinn Barnanet.is hefur opnað svæði þar sem dagforeldrar og aðrir þeir sem bjóða barnagæslu geta auglýst þjónustu sína án gjalds. Þetta er að sögn gert vegna þess ástands sem skapast hefur á leikskólum að undanförnuj vegna manneklu. Aðstandendur vefsins hvetja foreldra til að nýta sér þjónustuna.

Fákeppni um sólarlandaferðir

Með kaupum Sumarferða á Ferðaskrifstofu Íslands í gær bítast aðeins tvær ferðaskrifstofur um sólar- og orlofsferðir Íslendinga til útlanda. Rétt er að árétta að eins og staðan er á ferðamarkaðnum þá sjá flugfélögin Icelandair og Iceland Express um þrjá fjórðu hluta þeirra ferða sem Íslendingar fara. Ferðaskrifstofurnar bítast því aðeins um fjórðung markaðarins. Auk þess hefur sænska ferðaskrifstofan Appolo nýhafið sölu ferða hérlendis og er enn óþekkt stærð á markaði.

Kristinn kommi og María mey

Fulltrúi í miðstjórn og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar vill að Kristinn H. Gunnarsson, samflokksmaður hans, segi af sér þingmennsku. Mælirinn sé einfaldlega fullur. Sveitarstjórnarfulltrúinn kallar Kristin komma, en líkir honum jafnframt við Maríu mey.

Klámtölvuveira herjar á tölvuheiminn

Klámtengd tölvuveira sem ber nafnið Kamasútra ræðst nú á tölvukerfi um allan heim og er þegar búinn að gera usla hérlendis. Að sögn sérfræðinga er langt síðan að fram hefur komið svo skæð veira sem valdið geti eins miklum skaða og Kamasútra.

Athugasemdir við stækkun álvers

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur gert athugasemdir við umhverfismat vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík um helming. Deiliskipulag fyrir svæðið liggur ekki fyrir og bæjarstjórnin fellst ekki á að mengun aukist við stækkunina.

Essó lækkar bensínverð

Bensínverð lækkar um eina og hálfa krónu líterinn á afgreiðslustöðvum Essó í dag og líterinn af dísil- og gasolíu lækkar um krónu. Eftir þessa breytingu verður algengt verð í sjálfsafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu 111,70 krónúr.

Góð kjörsókn í Palestínu

Kjörsókn í Palestínu hefur verið góð það sem af er degi en þar kjósa landsmenn nýtt þing, í fyrsta sinn í tíu ár. Útlit er fyrir að Hamas-hreyfingin fái nánast jafnmikið fylgi og Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta heimastjórnarinnar.

„Fráleit byggðastefna“

Það er fráleit byggðastefna að ráðast í stórfellda uppbyggingu áliðnaðar á Suðvesturlandi á undan uppbyggingu álvers á Norðurlandi. Þetta segir í nýrri ályktun bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar.

Walt Disney kaupir Pixar

Walt Disney hefur gert samning um kaup á teiknimyndafyrirtækinu Pixar á 7, 4 milljarða dollara eða sem samsvarar 455 milljörðum íslenskra króna og er áhætlað að öll hlutabréf Pixar verði komin í eigu Disney um mitt þetta ár. Ed Catmull verður forstjóri hins nýja sameinaða fyrirtækis Disney og Pixar. Steve Jobs einn af stofnendum Apple verður framkvæmdastjóri og formaður.

Fylgi Fata og Hamas flokkanna hnífjafnt

Kannanir benda til að fylgi Fata, flokks Abbasar forseta Palestínu, og Hamas, sem Ísraelsmenn telja hryðjuverkasamtök, sé hníf jafnt, en ellefu flokkar eru í framboði í þingkosningunum í Palestínu í dag.Sumir óttast að þar með verði friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs enn óljósari en aðrir benda á kosti þess að Hamas berjist fyrir markmiðum sínum á stjórnmálasviðinu í stað þess að grípa til hermdarverka.

Chris Penn fannst látinn

Leikarinn Chris Penn fannst látinn við fjölbýlishús í Santa Monica í Kaliforníu síðdegis í gær. Chris Penn er bróðir hins þekkta leikara Sean Penn. Ekki er enn vitað hvernig hann lést. Í dag átti að frumsýna síðustu mynd Chris sem hann lék í ,The Darwin Awards á Sundance kvikmyndahátíðinni.

Fjöldi manns mótmælti áætlun ráðamanna á Hahítí

Um fjögur hundruð mótmælendur gengu um götur fátækrahverfisins Cæt Solei á Haítí í gær til að mótmæla þeirri áætlun ráðamanna að flytja kjörstaði í forsetakosningunum sem fram undan eru í landinu út fyrir hverfið. Skotbardagar eru nánast daglegt brauð í hverfinu, og þá oftast á milli glæpaklíka og friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem mannrán eru afar tíð.

Mannleg mistök orsökuðu hrun byggingarinnar

Stjórnvöld í Kenýa greindu frá því í gær að eigandi nýbyggingarinnar, sem hrundi til grunna í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, á mánudag, hafi legið svo mikið á að koma húsinu upp að hann hafi skipað verkamönnunum að byrja á nýrri hæð, áður en steypan hafi þornað á hæðunum fyrir neðan.

Ísraelar verða að gefa eftir hluta af Vesturbakkanum

Ísraelar verða að gefa eftir hluta af Vesturbakkanum til að tryggja meirihlutasamfélag gyðinga á svæðinu. Þetta sagði sitjandi forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, í fyrstu opinberu ræðu sinni eftir að hann tók við embætti á hinni árlegu Herzliya-ráðstefnu í Ísrael í gær.

Tveir teknir vegna ölvunaraksturs

Lögreglan í Kópavogi stöðvaði tvo ölvaða ökumenn í nótt og munu þeir báðir missa ökuréttindin. Svo stöðvaði hún tvo til viðbótar, báða blá edrú, en báða réttindalausa, eftir að hafa misst ökuskírteinin vegna ölvunaraksturs.Það dregst því eitthvað á langinn að þeir fái ökuréttindi á ný, því þeir höfðu ekki fengis syndaaflausn.

Búið að aflýsa 315 ferðum á vegum SAS

Danski armur SAS flugfélagsins hefur aflýst öllu flugi, eða 315 ferðum samtals í dag vegna launadeilu flugmanna og félagsins, en flug félagsins var að mestu lamað í gær af sömu orsökum. Tugir þúsunda farþega, þeirra á meðal margir Íslendingar, hafa lent í umtalsverðum erfiðleikum vegna verkfallsins og ekki er séð fyrir endan á því.

Viðskiptahalli við útlönd áætluð 13% í ár

Gert er ráð fyrir að vöruskiptahallinn við útlönd verði 13% í ár, í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Það er aðeins tveimur prósentustigum minni halli en á nýliðnu ári, sem var met ár á þessu sviði,en svo á hallinn að minnka hratt á þarnæsta ári, eða niður í 6%.

Útgjöld aukast um sex prósent umfram ráðstöfunartekjur

Útgjöld heimilanna hafa aukist um sex prósent umfram ráðstöfunartekjur þeirra frá tímabilinu 2001-2003 til tímabilsins 2002-2004 samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar. Þær leiða enn fremur í ljós að um gæludýr eru á þriðjungi heimila í landinu.

Til Íslands fyrir aðeins 987 krónur með Iceland Express

Ískalt tilboð til Reykjavíkur er fyrirsögn á vefnum Chep Flights en þar er Iceland Express að bjóða flugfar til íslands frá Stansted flugvelli í London á aðeins 9 pund aðra leiðina sem samsvarar um 987 íslenskum krónum. .

Flughált á Steingrímsfjarðarheiði

Vegagerðin varar við flughálku á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka og hálkublettir eru einnig á sunnanverðum Vestfjörðum og á Eyrarfjalli. Hálka er á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði og þá er einnig hálka og hálkublettir víða á Norðausturlandi. Hálkublettir eru á milli Kvískers og Víkur í Mýrdal. Þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Bærinn ætlar ekki að greiða niður vændiskaup

Fatlaður karlmaður í Árósum í Danmörku lagði nýverið fram kvörtun til félagsmálayfirvalda þar í bæ vegna þess að honum þótti sjálfsagt að bærinn myndi greiða niður kostnað hans fyrir vændisþjónustu. Maðurinn fór fram á fjárhagslega aðstoð á þeim forsendum að kaup á vændi væru einfaldlega of dýr fyrir mann í hans stöðu og því ætti bærinn að koma til móts við þau útgjöld hans.

Ekki riðið út frá Glaðheimum ef skipulagi verður breytt

Formaður hestamannafélagsins Gusts segir ljóst að ekki verði riðið út frá félagssvæði þess í Glaðheimum í framtíðinni ef ný tillaga bæjaryfirvalda að deiliskipulagi á reitum nærri svæðinu verður samþykkt. Formaðurinn er þó vongóður um að tekið verði tillit til athugasemda félagsins.

Kona ákærð fyrir að aka á kærasta sinn

Ríkissaksóknari hefur ákært tvítuga konu fyrir alvarlega líkamsárás fyrir að aka ölvuð og af ásetningi á unnusta sinn og slasa hann. Atvikið varð á Flúðum í Árnssýslu í fyrrasumar, þegar unnustinn ætlaði að koma í veg fyrir að konan æki ölvuð. Þegar hún ók á hann kastaðist hann fyrst í framrúðuna, braut hana, þeyttist svo yfir bílinn og hafnaði í roti aftan við hann.

Stefnt að mikilli uppbyggingu umhverfis Hlemm

Íbúum á svæðum umhverfis Hlemm gæti fjölgað um allt að þrjú þúsund á næstu árum ef nýtt deiliskipulag verður að veruleika. Fyrstu reitirnir koma að öllum líkindum til uppbyggingar strax á þessu ári.

Setbergsskóli stækkaður

Hafnarfjarðarbær tók formlega í notkun nýbyggingu við Setbergsskóla. Fánar blöktu við hún við skólann enda verið að taka í notkun nýja viðbyggingu við hann. Í henni er tvískiptanlegur íþróttasalur ásamt búning- og baðaðstöðu, fyrirlestrarsalur, þrjár kennslustofur, hópherbergi ásamt tilheyrandi rýmum. Með byggingunni er síðasta áfanganum að einsetningu grunnskólanna í Hafnarfirði lokið.

Mengun vegna stækkunar álvers má ekki aukast

Mengun vegna álvers í Straumsvík má ekki aukast að mati Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Afstaða bæjarstjórnar er skýr hvað þetta varðar. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan telur óhjákvæmilegt að einhver mengunaraukning verði við stækkunina.

Íslensk stjórnvöld höfðu ekki vitund um mannrán og fangaflug

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft neina vitneskju um fangaflug á vegum Bandaríkjastjórnar en segist ekki geta fullyrt neitt um hvort slíkt hafi átt sér stað án þeirra vitneskju. Hann segir að íslensk stjórnvöld muni ekki leita frekari svara Bandaríkjamanna og telur ekki ástæðu til þess að þau sendi sjálfstæða fyrirspurn um málið til bandarískra stjórnvalda.

Enn fleiri uppsagnir á leikskólum í Kópavogi

Tugir ófaglærðra starfsmanna á leikskólum Kópavogs hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Átta starfsmenn leikskólans Dals skiluðu inn uppsagnarbréfum í dag. Myndmenntarkennari í skólanum fær um það bil sextíu þúsund krónum hærri laun í Reykjavík.

Tíunda hvert barn í leikskólum Reykjavíkur af erlendum uppruna

Tíunda hvert barn í leikskólum Reykjavíkur er af erlendum uppruna. Þessi börn eiga rætur að rekja til áttatíu og tveggja þjóða í öllum heimsálfum. Reykjavíkurborg kynnti fjölmenningarstefnu leikskóla Reykjavíkur í dag, en vonir eru bundnar við að þetta átak dragi úr brottfalli þessara barna úr skóla síðar á lífsleiðinni.

Nýr líkbrennsluofn ekki keyptur fyrr en eftir tíu ár

Kirkjugarðar Reykjavíkur telja ekki ástæðu til að kaupa nýjan líkbrennsluofn, fyrr en eftir tíu ár, þrátt fyrir að sá gamli sé að verða sextugur. Á síðustu árum hefur tekist að draga verulega úr brunalykt í nágrenni líkbrennslunnar með endurbótum á ofninum og með því að byrja líkbrennslu fyrr á daginn þegar flestir eru í fastasvefni.

Líknardráp leyfð á Íslandi?

Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi.

Mengunarkvótinn uppurinn

Stækkun álversins í Straumsvík klárar það sem eftir er af mengunarkvóta Íslands, samkvæmt Kyoto-samningnum. Til að byggja fleiri álver þarf Ísland því annaðhvort að biðja um frekari undanþágur við endurskoðun samningsins eða kaupa mengunarkvóta frá öðrum ríkjum.

Álver í Straumsvík tekið fram yfir álver í Helguvík

Stjórn Landsvirkjunar tók stækkun álversins í Straumsvík fram yfir nýtt álver í Helguvík þar sem Alcan bauðst til að greiða hærra verð fyrir raforkuna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við sig. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þetta hins vegar hafa verið pólitíska ákvörðun.

Fyrirhugaðar framkvæmdir umfangsmeiri en þær yfirstandandi

Í hálffimm fréttum KB banka kemur fram að allt bendi til þess að álversframkvæmdir muni áfram knýja hagvöxt á næstu árum og gengi krónunnar haldist því hærri en ella. Þá sé efnahagslegt umfang fyrirhugaðra álversframkvæmda eftir árið 2008 að öllum líkindum meiri en af yfirstandandi byggingu Fjarðaráls og stækkunar Norðuráls.

Ekki vegið að starfsheiðri umferðareftirlitsmanna

Landssamband lögreglumanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fullyrðing Vegagerðarinnar þess eðlis að landssambandið hafi vegið að starfsheiðri og trúverðugleika umferðareftirlitsmanna sé með öllu órökstudd. Landssambandið neitar því að málflutningur þess, um framkomið frumvarp til breytinga á umferðarlögum, byggist á misskilningi en því hélt talsmaður Vegagerðarinnar fram í gær.

Sjá næstu 50 fréttir