Innlent

Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kópavogs og Hafnarfjarðar 727 milljónir króna.

Mynd/Róbert Reynisson
Tilboð voru opnuð í dag í tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kópavogs og Hafnarfjarðar og reyndist lægsta boð 727 milljónir króna. Til stendur að sporna gegn hægri umferð á þessum kafla með fjölgun akreina milli Fífuhvammsvegar og Kaplakrika úr tveimur í fjórar.

 

 

Kostnaðaráætlun við framkvæmdina hljóðar upp á 949 milljónir króna en lægsta boð reyndist vera frá Klæðningu hf. og Verktakafélaginu Glaumi, upp á 727 milljónir króna, sem var um 77 prósent af áætlun. Næstlægsta boð átti Ístak en öll tilboðin fimm voru undir kostnaðaráætlun. Það hæsta var frá Háfelli. Vegagerðin vinnur verkið í samráði við bæjaryfirvöld í Kópavogi og Garðabæ. Auk þess að fjölga akreinum á að breyta gatnamótum við Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg og Álftanesveg. Þá verða gerð ný undirgöng fyrir gangandi vegfarendur við Bæjargil og Vífilsstaðalæk. Verkinu á að vera að fullu lokið í október í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×