Innlent

Kona ákærð fyrir að aka á kærasta sinn

Ríkissaksóknari hefur ákært tvítuga konu fyrir alvarlega líkamsárás fyrir að aka ölvuð og af ásetningi á unnusta sinn og slasa hann. Atvikið varð á Flúðum í Árnssýslu í fyrrasumar, þegar unnustinn ætlaði að koma í veg fyrir að konan æki ölvuð. Þegar hún ók á hann kastaðist hann fyrst í framrúðuna, braut hana, þeyttist svo yfir bílinn og hafnaði í roti aftan við hann. Konan er einnig ákærð fyrir umferðarlagabrot enda reyndist áfengismagn í blóði hennar þrefalt yfir leyfilegum mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×