Innlent

Mengun vegna stækkunar álvers má ekki aukast

Mengun vegna álvers í Straumsvík má ekki aukast að mati Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Afstaða bæjarstjórnar er skýr hvað þetta varðar. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan telur óhjákvæmilegt að einhver mengunaraukning verði við stækkunina.

Mikil umræða hefur verið um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Enn á þó eftir að ganga frá ýmsum lausum endum að mati Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi segist vonast til að sátt náist um stækkunina en óhjákvæmilega muni mengun aukast eitthvað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×