Innlent

Viðskiptahalli við útlönd áætluð 13% í ár

Gert er ráð fyrir að vöruskiptahallinn við útlönd verði 13% í ár, í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Það er aðeins tveimur prósentustigum minni halli en á nýliðnu ári, sem var met ár á þessu sviði,en svo á hallinn að minnka hratt á þarnæsta ári, eða niður í 6%. Ráðuneytið gerir ráð fyrir tæplega fjögurra prósenta verðbólgu í ár og álíka mikilli á þar næsta ári, meðal annars vegna lækkandi gengi krónunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×