Innlent

Athugasemdir við stækkun álvers

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur gert athugasemdir við umhverfismat vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík um helming. Deiliskipulag fyrir svæðið liggur ekki fyrir og bæjarstjórnin fellst ekki á að mengun aukist við stækkunina.

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir varðandi mengunina, að nú þegar sé til tækni til að koma í veg fyrir aukna mengun, en það sé spurning um kostnað. Álfyrirtækið vilji hinsvegar fá að stækka svonefnt þynningarsvæði, eða svæði þar sem takmarkaðarar mengunar má verða vart. Á slíkum svæðum má ekki vera íbúabyggð, er þar mega hinsvegar vera iðnaðarhverfi og útivistarsvæði. Núverandi mengunarsvæði álversins nær til dæmis inn á syðstu brautir gollvallarins á Hvaleyrarholti og í iðnaðarhverfið austan Reykjanessbrautarinnar. Það virðast því mörg vandasöm mál óleyst við bæjarfélagið þótt opinber fyrirtæki seu þegar farin að ræða við álfyrirtækið um hugsanlega orkusölu til stækkunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×