Fleiri fréttir

Kanna hvort sjónvarpsstöðvar hafi brotið lög

Lýðheilsustöð, talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa bréflega farið fram á það við útvarpsréttarnefnd að hún kanni formlega hvort íslenskar sjónvarpsstöðvar hafi brotið gegn tilgreindum ákvæðum útvarps- og áfengislaga með því að heimila birtingu bjórauglýsinga, kostun tiltekinna dagskrárliða af hálfu bjórframleiðenda og að áfengi og tengd vörumerki séu áberandi í ákveðnum dagskrárliðum. Í erindi sem sent var útvarpsréttarnefnd 10. janúar sl. eru nefnd dæmi sem varða Ríkisútvarpið, Sirkus, SkjáEinn og Stöð 2.

Steingrími óskað skjóts bata af þingheimi

Sólveg Pétursdóttir, forseti Alþingis, sendi Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, óskir um skjótan bata, við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Ritstýrir ekki fjölmiðlum

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs segir ritstjórn fjölmiðla í eigu fyrirtækja hans ekki á sinni könnu. Hann komi einungis að rekstri fjölmiðla út frá arðsemissjónarmiðum. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Flugvél fórst í Ölpunum

Lík þriggja Frakka og eins Króata hafa fundist eftir að flugvél fórst í Ölpunum seint í gærkvöld. Talið er að ekki hafi verið fleiri um borð í vélinni. Mikil snjókoma var á þessu svæði þegar flugvélin fórst.

Ritstjórar DV fóru af brautinni

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um 365 fjölmiðla.

Forval hjá VG á Akureyri 28. janúar

Forval hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar fer fram laugardaginn 28. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn að kosið verði um sex efstu sætin á framboðslista VG á Akureyri fyrir kosningarnar.

Borgarstjórn leggst gegn Norðlingaölduveitu

Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur lýstu þeim vilja sínu á fundi borgastjórnar sem nú stendur yfir að hætt verði við öll virkjunaráform á Þjórsársvæðinu og þar með áformum um Norðlingaölduveitu. Ólafur F. Magnússon borgarstjórnarfulltrúi F-listans lagði fram tillögu þessa efnis í borgarstjórn.

Fjórtán þúsund lóðum úthlutað

Stærstu sveitarfélög landsins úthlutuðu lóðum undir nær fjórtán þúsund íbúðir síðustu sex árin. Þar af var rúmlega helmingi lóðanna úthlutað síðustu tvö árin. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns.

Bjóða fram saman undir nafninu Í-listinn

Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndir og óháðir hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista til bæjarstjórnar Ísafjarðar í vor undir nafninu Í-listinn Ísafjarðarbæ. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Prófkjör vegna framboðsins verður haldið laugardaginn 25. febrúar.

Kosið um sameiningu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu

Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu á laugardaginn kemur, en íbúar þeirra samþykktu sameiningu sjö sveitarfélaga í sýslunni í sameiningarkosningum í október síðastliðnum. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Húsavíkurbær, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur en íbúar þeirra eru rúmlega þrjú þúsund.

Tveir snarpir skjálftar á Reykjaneshrygg í nótt

Skjáltahrina var úti á Reykjaneshrygg á milli eitt og tvö í nótt, þar af voru tveir skjálftar allsnarpir. Sá fyrri varð um hálftvö og mældist 3,6 á Richter en hinn varð laust fyrir klukkan tvö og mældist hann 4,5. Skjálftanna varð ekki vart á landi þar sem upptök þeirra eru nokkuð langt úti á Reykjaneshrygg, eða um 100 kílómetra suðvestur af Reykjanestá.

Sirleaf hvetur landa sína til að snúa aftur heim

Ellen Johnson-Sirleaf, nýkjörinn forseti Líberíu, hefur hvatt um 200 þúsund landa sína sem dreifðir eru um ýmis lönd Vestur-Afríku til að snúa aftur heim. Fólkið flýði landið vegna borgarastyrjaldar sem stóð frá 1989 til 2003 og kostaði hátt í 250 þúsund manns lífið en um milljón manns flýði heimili sín vegna ástandsins.

Airbus segist hafa haft betur en Boeing í fyrra

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus virðist hafa haft sigur í baráttu sinni við bandaríska framleiðandann Boeing á markaði ef marka má sölutölur og pantanir á síðasta ári. Airbus-menn segjast hafa fengið 1055 pantanir á nýjum flugvélum í fyrra á móti 1002 hjá Boeing og þá afhenti Airbus 378 vélar í fyrra en Boeing 290.

Miklar tafir á umferð í morgun

Þúsundir manna komu of seint til vinnu sinnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna mikillar ófærðar. Miklar tafir voru í umferðinni og langar raðir bíla voru á öllum helstu stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Engin óhöpp urðu þó í Reykjavík og aðeins þrír minniháttar árekstrar urðu í Hafnarfirði en ekki er hægt að rekja umferðartafirnar til þeirra. Dæmi eru um að fólk hafi verið allt að eina og hálfa klukkustundu á leiðinni frá Hafnarfirði til Reykjavíkur.

ESB leggur til 7,4 milljarða í baráttuna gegn fuglaflensu

Evrópusambandið mun setja 7,4 milljarða króna í baráttuna gegn fuglaflensu. Markos Kypriano, sem fer með heilbrigðismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á fundi í dag að fuglaflensutilvikin í Tyrklandi nýverið hafi aukið á áhyggjur af því að fuglaflensa væri að breiðast út en þrír hafa látist af völdum veirunnar í landinu.

Lagt til að Hótel Valhöll verði rifin

Sérfræðingar, sem forsætisráðherra fól að taka út ástand húsnæðis Hótel Valhallar á Þingvöllum, leggja til að það verði rifið, annaðhvort allt eða að hluta til. Ríkisstjórnin féllst í morgun á að ráðist yrði í þarfalýsinu um framtíðarskipan Valhallar og efnt til opinnar samkeppni um nýja hönnun.

Alcan gerir ekki ráð fyrir rafmagni frá Norðlingaölduveitu

Álfyrirtækið Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, gerilr ekki ráð fyrir rafmagni frá Norðlingaölduveitu þótt álverið í Staumsvík verði stækkað. Halldór Ásgrímsson forsætisráðhera gerir ekki ráð fyrir að virkjað verði þar á næstu árum.

Kallaði sjálfur eftir aðstoð

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, slasaðist alvarlega í bílveltu á ellefta tímanum í gærkvöldi og liggur á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann er ekki í lífshættu.

Norðmenn segja Rússa stela úr Barentshafi

Norðmenn staðhæfa að fiski sé stolið í Barentshafi fyrir um tíu milljarða íslenskra króna á ári hverju. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarspins. Þar segir einnig að rússneskir bátar veiði um eina milljón kílóa af þorski í Barentshafi fram hjá kvóta.

Búið að opna Siglufjarðarveg

Búið er að opna Siglufjarðarveg og veginnn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en stórhríð og hálka er á Víkurskarði, óveður og ófært um Tjörnes til Vopnafjarðar um Melrakkasléttu og ófært er á Mývatnsöræfum. Á Austurlandi er ófært og óveður um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði, stórhríð og ófært er á Oddsskarði, ófært um Breiðdalsheiði og Öxi, hálka og snjóþekja á öðrum leiðum.

Íranar handtaka írakska strandgæslumenn

Írakar hafa farið fram á að nágrannar þeirra Íranar sleppi níu strandgæslumönnum sem teknir voru höndum eftir að þeir réðust um borð í skip á ánni Shatta al-Arab sem þeir grunuðu um að væri notað til að smygla olíu.

Búið skipa fulltrúa í matarverðsnefnd

Forsætisráðherra hefur skipað fulltrúa í nefnd sem fjalla á um helsty orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjunum.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 80 ára í dag

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnar í dag 80 ára afmæli sínu. Fram kemur á heimasíðu BSRB að stjórn og fulltrúaráð félagsins hafi ákveðið að minnast þessara merku tímamóta með ýmsum hætti. Viðamesta framtak félagsins í tilefni afmælisins verði að styðja við bakið á starfsemi í þágu barna og ungs fólks með fjárframlögum.

Íranar aflétta banni af CNN

Írönsk stjórnvöld hafa dregið til baka bann um að fréttamenn CNN starfi í landinu. Banninu var komið á í gær vegna þess að fréttastöðin þýddi rangt orð Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sem sagði Írana hafa rétt til þess að nýta sér kjarnorkutækni. CNN þýddi orð hans hins vegar svo að Íranar hefðu rétt á að nota kjarnorkuvopn.

Allen tekinn af lífi í Kaliforníu

Hæstiréttur Bandaríkjanna varð ekki við beiðni Clarence Ray Allen, fanga í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu, um að hnekkja dauðadómi yfir honum og því var hann tekinn af lífi í morgun. Allen biðlaði til Hæstaréttar á þeirri forsendu að það teldist grimmilegt að taka af lífi aldraðan og lasburða mann, en Allen, sem var 76 ára, var blindur, í hjólastól og þjáðist af sykursýki.

Ísraelsher skaut Hamas-liða til bana

Ísraelskir hermenn skutu félaga í Hamas-samtökunum til bana í átökum í bænum Tulkarem á Vesturbakkanum í nótt. Ísraelsher segir manninn hafa komið út úr húsi í bænum og hafið skothríð á hermennina með tveimur vélbyssum en hermennirnir hafi svarað skothríðinni og drepið hann.

Mikil ásókn í sjóstangveiði á Vestfjörðum

Það stefnir í mikla ásókn í sjóstangveiði á Vestfjörðum næsta sumar hjá hinu nýstofnaða fyrirrtæki Fjord Fishing. Eftir því sem greint er frá á vef Bæjarins besta á Ísafirði hafa um 700 manns bókað sig í sjóstangveiðiferðir á vegum fyrirtækisins frá Súðavík og Tálknafirði og eru maí, júní og ágúst nú þegar uppbókaðir.

Bachelet lofar jafnrétti í ríkisstjórn sinn

Michelle Bachelet, nýkjörinn forseti Chile, hefur heitið því að skipa jafnmargar konur og karla í ríkisstjórn sína. Bachelet fór með sigur af hólmi í forsetakosningum á sunnudag en hún er þriðja konan í Suður-Ameríku til þess að verða kjörin forseti.

Símasamband aftur komið á við Landhelgisgæsluna

Símasamband er aftur komið á við Landhelgisgæsluna eftir að það var símasambandslaust seinni part dags í gær. Ástæða þessa var sú að símastrengur inn á aðalskrifstofur á Seljavegi 32 slitnaði við vegaframkvæmdir í Holtsgötu. Strax var hafist handa við viðgerð og tókst að koma á símasambandi kl. 5 í morgun.

Drengur í Danmörku barinn til dauða

Lögrelgan Brönshöj í Kaupmannahöfn hefur handtekið konu vegna gruns um að hún hafi barið átta ára son sinn til dauða í gærkvöld. Neyðarlínan í Danmörku fékk tilkynningu seint í gærkvöld um að barn ætti í erfiðleikum með andardrátt.

Alþingi kemur aftur saman

Alþingi kemur saman til fundar í dag eftir 38 daga fundahlé í kringum jól og áramót. Fyrsta málið sem verður tekið fyrir á þingfundi sem hefst klukkan hálftvö verður frumvarp um að draga til baka launahækkanir Kjaradóms og ákvarða mönnum þess í stað tveggja og hálfs prósents launahækkun frá og með næstu mánaðamótum.

Á vélsleðum á götum Grindavíkur

Lögreglunni í Keflavík bárust í gærkvöldi kvartanir um það að vélsleðaeigendur í Grindavík væru að þeysa þar um götur og stíga, sem er bannað. Þegar til kom reyndust sleðaför vera víða um bæinn og fimmtán ára unglingur reyndist vera í hópi sleðamanna, réttindalaus og á óskráðum sleða.

Steingrímur slasaðist töluvert í veltu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, liggur slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann er ekki í lífshættu en töluvert slasaður eftir að bíll sem hann ók valt í Bólstaðahlíðarbrekku ofan við Húnaver í gærkvöldi.

Eldur í olíuflutningabíl á hraðbraut í New York

Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar olíuflutningabíll með þúsundir lítra af olíu valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á hraðbraut í New York í gær. Bílstjórinn náði að koma sér í burtu áður en sprengingar hófust og lagði gríðarlegan reyk frá bílnum.

Aldraður maður reynir að fá dauðadómi hnekkt

Sjötíu og sex ára gamall Bandaríkjamaður, Clarence Ray Allen, sem taka á af lífi í Kaliforníu í dag hefur beðið hæstarétt að hnekkja dauðadómnum á þeirri forsendu að það teljist grimmileg að taka af lífi aldraðan og lasburða mann. Allen er blindur, næstum því heyrnarlaus og bundinn við hjólastól.

Tveir hópar segjast hafa grandað herþyrlu

Tveir herskáir hópar andspyrnumanna í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á að hafa grandað bandarískri þyrlu sem fórst skammt norður af Bagdad í gær með þeim afleiðingum að tveir hermenn féllu. Er þetta þriðja bandaríska þyrlan sem ferst í Írak á tíu dögum.

Flutningaskip til móts við dráttarbát

Flutningaskipið, sem hefur verið á reki norðaustur af landinu síðan í fyrradag, siglir nú löturhægt til móts við dráttarbát, sem er á leið frá Noregi til að sækja skipið, en það var á leið til Grundartanga þegar aðalvélin bilaði.

Tuttugu gefa kost á sér

Tuttugu manns gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, en prófkjörið verður ellefta febrúar.

Stórhríð á Norður- og Norðausturlandi

Stórhríð geysar víða á Norður- og Norðausturlandi og ýmist er ekkert ferðaveður eða þá orðið ófært vegna snjóa. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær, sömuleiðis á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, stórhríð í Víkurskarði og sömuleiðis á Tjörnesi og ófært til Vopnafjarðar og um Melrakkasléttu. Þá er óveður á Mörðudalsöræfum og ófært um Breiðdalsheiði og Öxi.

Hjálparflug til Pakistans liggur niðri

Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparflug til Pakistans vegna vonskuveðurs og hefur því engin hjálp borist eftirlifendum jarðskjálftans sem varð í október á síðast ári, síðan um helgina. Aðstæður þúsunda manna eru vægast sagt hörmulega eins og þessar myndir sýna og er matur og lyf af skornum skammti.

Rússar vonast enn eftir samkomulagi við Írana

Íranar hafa ekki endanlega hafnað boði Rússa um að auðga fyrir sig úran til kjarnorkuvinnslu og því er enn von um að hægt sé að ná samkomulagi við þá. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í gær og bætti við að málið þyrfti því ekki að fara fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Sendiherra Írans í Moskvu hrósaði í gærkvöld tillögu Rússa.

Maður sóttur eftir veltu í Bólstaðarhlíðarbrekku

Karlmaður, sem var einn í bíl sínum slasaðist alvarlega þegar bíllinn valt í Bólstaðahlíðarbrekku ofan við Húnaver seint í gærkvöldi og valt nokkarar veltur. Björgunarmenn þurftu að klippa flakið utan af manninum og var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún braust norður í éljagangi og afar slæmu skygni og gat loks lent á Blönduósi, þangað sem maðurinn var fluttur.

Sjá næstu 50 fréttir