Innlent

Símasamband aftur komið á við Landhelgisgæsluna

MYND/Róbert

Símasamband er aftur komið á við Landhelgisgæsluna eftir að það var símasambandslaust seinni part dags í gær. Ástæða þessa var sú að símastrengur inn á aðalskrifstofur á Seljavegi 32 slitnaði við vegaframkvæmdir í Holtsgötu. Strax var hafist handa við viðgerð og tókst að koma á símasambandi kl. 5 í morgun.

Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir sambandsleysið því Landhelgisgæslan var með aukanúmer virk sem Neyðarlínan og aðrir viðbragðsaðilar höfðu upplýsingar um auk þess sem samband við skip úti á sjó fara að mestu leyti fram með öðrum fjarskiptum. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að v ið boðun þyrluáhafnar notað tvöfalt útkallskerfi, annars vegar fjarskiptakerfi neyðar- og viðbragðsaðila , svokallað TETRA-kerf i, sem nýverið var tekið í notkun og hins vegar boðun í farsíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×