Innlent

Sífellt fleiri vilja skötu

Það hefur færst í aukana síðastliðin ár að fólk borði skötu á Þorláksmessu og er þessi vestfirski siður einna langlífastur allra íslenskra jólasiða. Vestfirðingar vilja skötuna vel kæsta og borða með henni hnoðmör en vinsælust er millikæst skata, jafnvel söltuð með hamsatólg og kartöflum.

Í fiskbúðinni Hafrúnu var margt um manninn í morgun og flestir voru komnir til að kaupa skötu. Jón Ægir Pétursson fisksali segir mikla aukningu hafa orðið á skötusölu og að flestir vilji hana milli kæsta og þá með hamsatólgi og kartöflum. Þó segir Jón Ægir að Vestfirðingar séu undantekning þar á því þeir vilji sína skötu vel kæsta og helst þannig að þeir tárist við átið. Þeir borða þá skötuna með hnoðmör sem helst er kælt og skorið niður í sneiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×