Innlent

Vetrarsólstöðuhátíð Ásatrúarfólks haldin í Öskjuhlíð

Vetrarsólstöðuhátíð Ásatrúarfélagsins var haldin í Öskjuhlíðinni í kvöld . Hátíðin er ein helsta hátíð Ásatrúarfólks og að venju var fjöldi fólks samankominn til að fagna því að nú fer daginn að lengja á ný.

Hátíðin hófst með blysför frá Kaffi Nauthól í Nauthólsvík. Það voru svo Hilmar Örn Hilmarsson alsherjagoði og Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði sem settu hátíðina. Tilefni vetrarsólstöðuhátíðarinnar er að fagna endurfæðingu sólar en 21. desember er stysti dagur ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×