Innlent

Varaformaður fjárlaganefndar vill að launahækkun ráðamanna og embættismanna verði afturkölluð

Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis vill að forsætisráðherra kalli saman þing eða setji bráðabirgðalög til að afturkalla launahækkun sem Kjaradómur úrskurðaði ráðamönnum og æðstu embættismönnum ríkisins. Hann segir að launahækkunin ríði efnahagslífinu á slig og að hann er ekki einn um að gagnrýna hana.

Þeir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi,hafa gagnrýntnýgerða kjarasamninga Reykjavíkurborgar sem fela í sér umtalsverðar launahækkanir. Kjaradómur hefur nú ákveðið að laun forseta Íslands hækki um 6% frá áramótum og laun ráðherra og annarra alþingismanna hækki um rúm 8%. Laun þeirra hækkuðu síðast í júlí um 2% og í byrjun ársins hækkuðu þau um 3%. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að efnahagslífið geti ekki staðið undir svona miklum kauphækkunum og það megi ekki gerast. Það verði því að beyta öllum ráðum til að koma í veg fyrir að úrskurðurinn fái framgang.Einarsegir það mikilvægt að ógilda úrskurðinn um launahækkanirnar og koma í veg fyrir að hann nái fram að ganga.

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir það vera lítilræði sem launin séu að hækka um og það eigi ekki bara viðstarfsmannafélagið Eflingu,heldurumalla bæði verkfræðinga og tæknifræðinga ogþáhæstlaunuðusem fáisömu prósentuhækkun eins og þeir lægstlaunuðu.Hann telur þessa 8% hækkun vega of háa. Gunnar segir að menn geti litið í eigin barm en ef þeir vilji ekki launahækkunina þá þurfi þeir ekki að þiggja hana. Sjálfur segist hann ekki vera viss hvort hann muni þiggja launahækkunina þegar hann kemur aftur til starfa.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri vill koma því að vegna ummæla Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, að tæknifræðingar og aðrir hálaunamenn fái ekki sömu prósentuhækkun og Eflingarfólk heldur sé hækkunin til þeirra mun lægri. Það séu rangfærslur hjá Gunnari að hækkunin sé sú sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×