Innlent

Landsmenn að verða 300 þúsund

Fólk á ferli í göngugötunni á Akureyri. Landsmönnum hefur fjölgað mjög síðustu mánuði, einkum vegna aukinnar skráningar útlendinga sem eru hér tímabundið.
Fólk á ferli í göngugötunni á Akureyri. Landsmönnum hefur fjölgað mjög síðustu mánuði, einkum vegna aukinnar skráningar útlendinga sem eru hér tímabundið. MYND/KK

Landsmenn verða að öllum líkindum orðnir 300 þúsund talsins innan tveggja mánaða. Landsmenn voru orðnir 299.404 1. desember og hafði þá fjölgað um rúmlega sex þúsund á einu ári samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Þar fengust þær upplýsingar að gera megi ráð fyrir að Íslendingar verði orðnir 300 þúsund talsins 18. til 19. febrúar næstkomandi en það ræðst mikið af skráningu búferlaflutninga milli landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×