Innlent

Vill endurskoða gjaldskrá presta

Fermingarbörn með presti sínum við fermingarundirbúning.
Fermingarbörn með presti sínum við fermingarundirbúning. MYND/Hari

Umboðsmaður Alþingis vill að dóms- og kirkjumálaráðuneytið taki gjaldskrá fyrir aukaverk presta til endurskoðunar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns í máli manns sem leitaði til hans vegna gjalds sem hann var rukkaður um fyrir fermingu barns síns.

Maðurinn taldi að hann væri þegar búinn að greiða fyrir ferminguna með sköttum sínum og sóknargjaldi sem rennur til þjóðkirkjunnar. Umboðsmaður sagði að þrátt fyrir óvissu um hvort fermingin félli undir aðalstörf presta sem þeir þæðu laun fyrir væri hefð fyrir að líta á hana sem aukaverk. Hins vegar væri ekki sýnt fram á að gjaldskráin væri rétt ákvörðuð og vill umboðsmaður að bætt verði úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×