Innlent

Stóriðjufyrirtæki borga meira

Samtök Atvinnulífsins gagnrýna harðlega að kostnaður fyrirtækja vegna eftirlits við stóriðjuframkvæmdir, á Kárahnjúkum og á Reyðarfirði, sé 30% hærri en kostnaður annarra fyrirtækja. Pétur Reimarsson, verkefnastjóri hjá SA, segir það rökleysu hjá Heilbriðigðiseftirlitinu eystra að rukka eitt eftirlita á landinu hærra fyrir fyrirtæki í stóriðju. Hann spyr einnig hvers vegna til dæmis jarðgangaframkvæmdirnar hinum megin fjarðar við framkvæmdir Bechtel á Reyðarfirði skuli ekki þurfa að greiða hærra verð.

Pétur bendir á að fyrirtæki í næsta nágrenni við vinnubúðir Bechtel á Reyðarfirði borgi minna en Bechtel og fyrirtæki á þeirra svæði, slíkt gangi einfaldlega ekki. Hann segir þær fullyrðingar að ferðir til og frá til dæmis Kárahnjúkum geti einar og sér hækkað kostnaðinn, ekki halda vatni enda sé sá kostnaður inni í tímagjaldinu. Helga Hreinsdóttir, framskæmdastjóri heilbrigðiseftilits Austurlands, furðar sig á gagnrýni Samtaka Atvinnulífsins. Sérstaklega í ljósi þess að Samtök Atvinnulífs hafi verið með í ráðum þegar gjaldskráin var samþykkt auk þess sem fyrirtæki eigi fulltrúa í öllum heilbrigðisnefndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×