Fleiri fréttir Tvö fíkniefnamál á Akureyri Tvö fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Piltur um tvítugt var stöðvaður við venjubundið eftirlit á bíl sínum og fannst lítilræði af kannabisefnum í bílnum. Piltinum var sleppt eftir yfirheyrslur. Þá var ekið á ljósastaur á Akureyri í nótt og fannst lítilræði af kannabisefnum á ökumanninum. Enginn slasaðist við áreksturinn. 21.8.2005 00:01 Bitinn í nefið í slagsmálum Maður var bitinn í nefið á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Tveimur mönnum hafði orðið sundurorða og slógust þeir í kjölfarið. Maðurinn sem var bitinn var fluttur á slysadeild og þurfti að sauma nokkur spor í nef hans. Hann hefur ekki enn kært árásina. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur. 21.8.2005 00:01 Íbúar í Júrafjöllum grunaðir Unspunnenstein, sögulegu áttatíu kílóa tákni um einingu svissnesku þjóðarinnar hefur verið stolið. Lögregla telur hóp frönskumælandi íbúa Júrafjalla vera að verki. 21.8.2005 00:01 Fjórum sleppt eftir yfirheyrslur Þremur piltum og stúlku sem urðu vitni að morðinu á Hverfisgötu í gærkvöldi var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Fjórði maðurinn var handtekinn í gærkvöldi þar sem talið var að hann gæti varpað frekari ljósi á atburðinn og verður hann yfirheyrður í dag. Hinn grunaði var í gær dæmdur í tíu daga gæsluvarðhald. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni hvort hinn grunaði hafi játað verknaðinn. 21.8.2005 00:01 Ísraelsher mætir mótstöðu Ísraelski herinn er nú að brjóta sér leið inn í síðustu landnemabyggðirnar á Gaza-ströndinni og á Vesturbakkanum sem á að rýma. Hann hefur mætt töluverðri mótstöðu sums staðar og hefur þurft að nota jarðýtur til að ryðja frá brennandi haugum af dekkjum og heyi sem íbúar hafa hlaðið fyrir framan hliðin að byggðunum. 21.8.2005 00:01 Hátt í milljón við messu páfa Allt að ein milljón ungmenna frá tæplega tvö hundruð löndum hlýddi á útimessu Benedikts sextánda páfa í Marienfeld í Þýskalandi í dag. Messan var lokapunktur fyrstu heimsóknar Benedikts til annars lands og brýndi hann fyrir ungdómnum að í trúnni sé ekki hægt að velja og hafna. 21.8.2005 00:01 Þyrla hafi ekki verið skotin niður Rannsókn á tildrögum þess að þyrla með sautján spænska friðargæsluliða innanborðs hrapaði í Afganistan á þriðjudaginn hefur leitt í ljós að útilokað er að hún hafi verið skotin niður. Allir sem um borð voru létust og var útför þeirra gerð í Madríd í gær. Háttsettur talibanaleiðtogi hafði áður lýst því yfir að skæruliðar talibana hefðu grandað þyrlunni en gat ekkert sýnt því til sönnunar. 21.8.2005 00:01 Á gjörgæslu eftir hnífsstungu Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. 21.8.2005 00:01 Ljón drápu konu í Zimbabwe Japönsk kona lést eftir að hópur ljóna réðst á hana í dýrargarði nærri Harare, höfuðborg Zimbabwe, í dag. Konan, sem starfaði í sendiráði Japana í landinu, var í garðinum ásamt fimm samstarfsmönnum og hafði farið inn fyrir ljónagirðingu ásamt starfsmanni garðsins. Þegar konan hugðist svo fara út fyrir girðinguna aftur réðst eitt ljónanna á hana og nokkur önnur fylgdu svo í kjölfarið. 21.8.2005 00:01 Hafna tillögu um Löngusker Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna því sem þeir kalla málamiðlunartillögu um að færa Reykjavíkurflugvöll út á Löngusker í Skerjafirði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér vegna umræðu um hugsanlegan flutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni. 21.8.2005 00:01 Portúgal leitar til ESB vegna elda Portúgalar hafa beðið Evrópusambandið um aðstoð vegna skógarelda sem eyðilagt hafa á annað hundrað þúsund hektara landsvæðis á síðustu vikum. Yfirvöld í Portúgal glíma nú við mestu þurrka sem um getur í landinu frá því að skráningar hófust og hafa þeir gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir. 21.8.2005 00:01 Full þjónusta hjá Strætó á morgun Strætó mun veita fulla þjónustu í nýju leiðakerfi frá og með morgundeginum, en fresta þurfti tímabundið akstri á svokölluðum stofnleiðum á tíu mínútna fresti á álagstímum á virkum dögum vegna skorts á starfsfólki. Nú hafa forsvarsmenn Strætós ráðið bót á þessum vanda og mannað allar vaktir þannig að ekið verður á stofnleiðunum á tíu mínútna fresti frá klukkan sjö til hálfníu á morgnana og hálffjögur til sex í eftirmiðdaginn frá og með morgundeginum. 21.8.2005 00:01 Sprengja sprakk nærri sendiráðsbíl Tveir starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Afganistan særðust lítillega þegar vegsprengja sprakk nærri bílalest þeirra við höfuðborgina Kabúl í dag. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki greina frá því hverjir hefðu særst og neitaði að svara því hvor sendiherrann sjálfur, Ronald Neumann, hefði verið í bílalestinni. 21.8.2005 00:01 Óbreyttir borgarar falla í valinn Nokkur fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum í Írak síðasta sólarhringinn. Í gærkvöld myrtu byssumenn fimm manna fjölskyldu í bænum Samarra, en heimilisfaðirinn mun hafa starfað sem vörður hjá lyfjaverksmiðju í bænum. Þá lést sex ára barn þegar flugskeyti lenti á heimili þessi í bænum Seeniya og einn óbreyttur borgari lést þegar vegsprengja sprakk nærri bíl hans í bæ suður af Bagdad. 21.8.2005 00:01 Saka BBC um nornaveiðar Múslímaráð Bretlands, stærstu samtök múlíma í Bretlandi, saka breska ríkissjónvarpið um að standa fyrir nornaveiðum gegn múlímum í fréttaskýringarþættinum <em>Panorama</em> sem sýna á í kvöld. Þar er vilji Múslímaráðsins til að takast á við öfgasinna í samfélögum múslíma dreginn í efa. 21.8.2005 00:01 Discovery loks til Flórída Geimferjan Discovery er nú loks komin aftur til Flórída þaðan sem hún lagði af stað síðla júlímánaðar áleiðis til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Eins og kunnugt er lenti ferjan í allnokkrum vandræðum við flugtak á Canarveral-höfða á Flórída þegar gat kom á einangrun hennar og var jafnvel óttast að hún myndi farast þegar hún kæmi aftur til jarðar. 21.8.2005 00:01 Segist hafa heimild til gjaldtöku Lögreglan á Seyðisfirði segir einhliða fréttir hafa borist af máli tengdu gjaldtöku lögreglustjórans á Seyðisfirði af dansleik í tengslum við LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Í tilkynningu á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að DV og fréttastofa RUV hafi fjallað um málið þar sem haft hafi verið eftir bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar og látið að því liggja að engin heimild hafi verið til slíkrar gjaldtöku m.a. vegna þess að ekki hafi verið um útihátið að ræða. 21.8.2005 00:01 Fundu lík við leit að strák Breska lögreglan, sem leitað hefur 11 ára skosks drengs síðustu daga, greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík án þess þó að tilgreina hvort það væri af drengnum. Rory Blackhall hvarf á fimmtudagsmorgun eftir að móðir hans hafði keyrt hann í skólann og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit á því svæði sem hann sást síðast, en hann býr í Livingstone. Ekki liggur fyrir hvort einhver liggur undir grun um að hafa numið Blackhall á brott. 21.8.2005 00:01 Ungt fólk fái tækifæri í kosningum Samband ungra framsóknarmanna hvetur flokksmenn um allt land að leggja áherslu á sem öflugasta aðkomu ungra að framboðum á vegum flokksins í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Í tilkynningu frá SUF segir að ungt fólk í Framsóknarflokknum sé tilbúið að taka að sér ábyrgðarmikið starf við að byggja upp flokkinn til framtíðar og standa að hugsjónum flokksmanna. 21.8.2005 00:01 Úr öndunarvél eftir hnífsstungu Piltur um tvítug sem var stunginn tvívegis í bakið í Hafnarstræti í miðborginni í nótt er enn á gjörgæsludeild en þó ekki lengur í öndunarvél. Við stungurnar féll annað lungað í honum saman og var hann um tíma í lífshættu en það varð honum til lífs hversu fljótt honum var komið undir læknishendur. 21.8.2005 00:01 Hafi 48 stundir til að leysa deilu Breska flugfélagið British Airways hefur fengið frest fram á þriðjudagskvöld til að leysa deilu sína Gate Gourmet, flugeldhúsfélagið sem sér flugfélaginu fyrir mat, að öðrum kosti verður Gate Gourmet gjaldþrota. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan flugeldhúsfélagsins í dag. 21.8.2005 00:01 Vilja flytja dýr frá Afríku Vísindamenn við Cornell-háskóla í New York hafa komið fram með nýja hugmynd til þess að bjarga dýrategundum í Afríku sem eru í útrýmingarhættu. Þeir leggja til að t.d. ljón, fílar og kameldýr verði flutt til Bandaríkjanna og komið fyrir á sléttum landsins. 21.8.2005 00:01 Sneru aftur og stálu rifflum Tveir ísraelskir landnemar, sem fluttir höfðu verið á brott frá Shirat Hayam landnemabyggðinni á Gaza-svæðinu, sneru þangað aftur í dag, stálu rifflum af ísraelskum hermönnum og hafa nú lokað sig af inni í byggingu í landnemabyggðinni. Samkvæmt ísraelsku sjónvarpi höfðu mennirnir fengið leyfi hjá hernum til að snúa aftur til heimilis síns til að sækja föggur sínar en gripu þá tækifærið og rændu rifflunum. 21.8.2005 00:01 Tugþúsundir í bænum allan daginn Talið er að um 90 þúsund manns hafi fylgst með flugeldasýningunni í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Menningarhátíðin yfir daginn gekk mjög vel og voru tugþúsundir manna í miðborginni frá morgni til kvölds. 21.8.2005 00:01 Átök á Gasaströndinni í dag Til nokkurra átaka kom milli landnema og ísraelskra hermanna í dag, þegar þeir síðarnefndu hófu að rýma síðustu landnemabyggðir gyðinga á Gasaströndinni og Vesturbakkanum, sem ríkisstjórn Ariels Sharons hefur ákveðið að skuli víkja. Húsin verða rifin áður en Palestínumenn fá yfirráð yfir landinu en þeir mega nýta byggingarefnið sem eftir verður. 21.8.2005 00:01 Fimm í röð hjá Hannesi Hlífari <font face="Helv"> Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni. </font> 21.8.2005 00:01 Prammar fluttir vegna mikils brims Flytja þurfti landgönguprammana sem notaðir eru í Hollywood-kvikmyndina <em>Flags of Our Fathers</em> í var í gær vegna mikils brims við ströndina í Sandvík. Prammarnir og flotbryggja sem notuð hefur verið var komið fyrir í var við Ósa rétt við Hafnir á Reykjanesi. Prammarnir skemmdust ekki í briminu og urðu engar tafir á tökum kvikmyndarinnar þrátt fyrir þetta. 21.8.2005 00:01 Strætó í góðum gír Strætó ætlar að standa við stóru orðin frá því fyrir tveimur vikum og því verður akstur á tíu mínútna fresti á álagstímum á stofnleiðunum sex alla virka daga. 21.8.2005 00:01 Ástandið slæmt eftir Menningarnótt Piltur á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið í nótt. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir ástandið í miðborginni hafa verið mjög slæmt eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. 21.8.2005 00:01 Unnið verði að endurskoðun Það þarf að skoða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ástand eins og skapaðist í miðborginni eftir flugeldasýninguna í gærkvöldi. Þetta segja borgarstjóri og yfirlögregluþjónn í Reykjavík. 21.8.2005 00:01 Ísland jafnhreint og S-Argentína Ísland er jafnhreint og Suður-Argentína þegar kemur að gin- og klaufaveiki, segir dýralæknir í stjórn Dýralæknafélags Íslands. Þrátt fyrir það telur landbúnaðarráðherra áhættuna of mikla við að flytja inn argentínskt nautakjöt til landsins. 21.8.2005 00:01 Mun líklegri til sjálfsmorðs Sam- og tvíkynhneigðir eru sex sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð en gagnkynheigðir. Aukin fræðsla og stuðningur gæti dregið úr þessu að mati sérfræðings á Akureyri sem flytur erindi á ráðstefnu í Færeyjum á morgun en ráðstefnan er undanfari fyrstu Gay Pride hátíðarinnar þar í landi. 21.8.2005 00:01 Á brattann að sækja fyrir Benedikt Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Þýskalands lauk í dag með útimessu fyrir framan um eina milljón ungmenna sem komin voru alls staðar að úr heiminum til að berja nýja páfann augum. Honum þótti takast ágætlega upp, en það er mál manna að það sé á brattann að sækja fyrir Benedikt að ávinna sér viðlíka vinsældir meðal æskunnar og forveri hans Jóhannes Páll annar naut. 21.8.2005 00:01 Kynslóðaskipti í skipulagsmálum Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum má þakka kynslóðaskiptum í skipulagsmálum borgarinnar. Þetta segir Trausti Valsson sem kynnti hugmyndir að flugvelli á þessum stað fyrir nákvæmlega 30 árum. 21.8.2005 00:01 Tóku öflugan jarðbor í gagnið Öflugur jarðbor var tekinn í notkun við Miðfellsvatn í dag, en tryllitækið getur borað 150 metra á klukkustund í gegnum urð og grjót án þess að raska yfirborðinu. 21.8.2005 00:01 Fimmti sigurinn í röð Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font /> 21.8.2005 00:01 Ástarvikan hafin í Bolungarvík Ástarvikan hófst í Bolungarvík í dag. Megintilgangurinn er að fjölga Bolvíkingum og það er að mörgu að huga. Bolvíkingar hvetja nú hvern annan til að borða egg og sjávarfang, náttúruleg frjósemislyf. 21.8.2005 00:01 Landhelgisgæslan skömmuð "Þeir voru víst alveg foxillir yfir þessu í Warnes Bros," segir Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni en hann tók myndir af Óðni og Tý á tökustað myndarinnar Flags of our fathers við Stór-Sandvík á Reykjanesi. Morgunblaðið birti myndirnar á forsíðu sinni 13. ágúst síðastliðinn og voru aðstandendur myndarinnar afar ósáttir við það. 21.8.2005 00:01 Synti yfir þrjá firði Listamaðurinn og sundkappinn Benedikt Sigurðsson, betur þekkktur með eftirnafninu Lafleur, hóf Vestfjarðasund sitt í gær þegar hann synti yfir þrjá firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann tók daginn snemma og lagði yfir Gilsfjörð, Króksfjörð og því næst Berufjörð og lauk hann sundinu fyrir klukkan þrjú í gærdag. </font /> 21.8.2005 00:01 Fjárhundarnir slógu í gegn Landbúnaðarsýningin í Svaðastaðahöll í Skagafirði tókst frábærlega, að sögn Ingimars Ingimarssonar umsjónarmanns hennar. "Sýningagestir hafa líklega verið um 1.500 yfir helgina ef allt er talið og veðrið lék við okkur," segir hann. 21.8.2005 00:01 Seljum landið ekki bröskurum "Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. 21.8.2005 00:01 Fjórða manninum sleppt úr haldi Maður sem handtekinn var síðdegis í fyrradag, vegna rannsóknar á tildrögum þess að tvítugur maður var stunginn til bana á Hverfisgötu 58 á laugardagsmorgun, var látinn laus síðdegis í gær. 21.8.2005 00:01 Kínverjar ná stjórn á svínaveiki Yfirvöld í Kína segjast hafa náð stjórn á sjúkdómi sem dregið hefur 38 til dauða í suðvesturhluta landsins. 21.8.2005 00:01 Dönum fer að fækka Danir eru deyjandi þjóð ef marka má niðurstöður rannsóknar Kaupmannahafnarháskóla. Útreikningarnir sem taka mið af nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur sýna að fjöldi Dana nái að öllum líkindum hámarki þegar á næsta ári 21.8.2005 00:01 Breskra hermanna minnst Karl Bretaprins fór í gær fyrir hátíðlegri athöfn til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í síðari heimsstyrjöldinni en það markaði einnig lok hennar. Athöfnin var tileinkuð þeim hermönnum sem börðust fyrir hönd Breta í Austurlöndum fjær. 21.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tvö fíkniefnamál á Akureyri Tvö fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Piltur um tvítugt var stöðvaður við venjubundið eftirlit á bíl sínum og fannst lítilræði af kannabisefnum í bílnum. Piltinum var sleppt eftir yfirheyrslur. Þá var ekið á ljósastaur á Akureyri í nótt og fannst lítilræði af kannabisefnum á ökumanninum. Enginn slasaðist við áreksturinn. 21.8.2005 00:01
Bitinn í nefið í slagsmálum Maður var bitinn í nefið á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Tveimur mönnum hafði orðið sundurorða og slógust þeir í kjölfarið. Maðurinn sem var bitinn var fluttur á slysadeild og þurfti að sauma nokkur spor í nef hans. Hann hefur ekki enn kært árásina. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur. 21.8.2005 00:01
Íbúar í Júrafjöllum grunaðir Unspunnenstein, sögulegu áttatíu kílóa tákni um einingu svissnesku þjóðarinnar hefur verið stolið. Lögregla telur hóp frönskumælandi íbúa Júrafjalla vera að verki. 21.8.2005 00:01
Fjórum sleppt eftir yfirheyrslur Þremur piltum og stúlku sem urðu vitni að morðinu á Hverfisgötu í gærkvöldi var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Fjórði maðurinn var handtekinn í gærkvöldi þar sem talið var að hann gæti varpað frekari ljósi á atburðinn og verður hann yfirheyrður í dag. Hinn grunaði var í gær dæmdur í tíu daga gæsluvarðhald. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni hvort hinn grunaði hafi játað verknaðinn. 21.8.2005 00:01
Ísraelsher mætir mótstöðu Ísraelski herinn er nú að brjóta sér leið inn í síðustu landnemabyggðirnar á Gaza-ströndinni og á Vesturbakkanum sem á að rýma. Hann hefur mætt töluverðri mótstöðu sums staðar og hefur þurft að nota jarðýtur til að ryðja frá brennandi haugum af dekkjum og heyi sem íbúar hafa hlaðið fyrir framan hliðin að byggðunum. 21.8.2005 00:01
Hátt í milljón við messu páfa Allt að ein milljón ungmenna frá tæplega tvö hundruð löndum hlýddi á útimessu Benedikts sextánda páfa í Marienfeld í Þýskalandi í dag. Messan var lokapunktur fyrstu heimsóknar Benedikts til annars lands og brýndi hann fyrir ungdómnum að í trúnni sé ekki hægt að velja og hafna. 21.8.2005 00:01
Þyrla hafi ekki verið skotin niður Rannsókn á tildrögum þess að þyrla með sautján spænska friðargæsluliða innanborðs hrapaði í Afganistan á þriðjudaginn hefur leitt í ljós að útilokað er að hún hafi verið skotin niður. Allir sem um borð voru létust og var útför þeirra gerð í Madríd í gær. Háttsettur talibanaleiðtogi hafði áður lýst því yfir að skæruliðar talibana hefðu grandað þyrlunni en gat ekkert sýnt því til sönnunar. 21.8.2005 00:01
Á gjörgæslu eftir hnífsstungu Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. 21.8.2005 00:01
Ljón drápu konu í Zimbabwe Japönsk kona lést eftir að hópur ljóna réðst á hana í dýrargarði nærri Harare, höfuðborg Zimbabwe, í dag. Konan, sem starfaði í sendiráði Japana í landinu, var í garðinum ásamt fimm samstarfsmönnum og hafði farið inn fyrir ljónagirðingu ásamt starfsmanni garðsins. Þegar konan hugðist svo fara út fyrir girðinguna aftur réðst eitt ljónanna á hana og nokkur önnur fylgdu svo í kjölfarið. 21.8.2005 00:01
Hafna tillögu um Löngusker Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna því sem þeir kalla málamiðlunartillögu um að færa Reykjavíkurflugvöll út á Löngusker í Skerjafirði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér vegna umræðu um hugsanlegan flutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni. 21.8.2005 00:01
Portúgal leitar til ESB vegna elda Portúgalar hafa beðið Evrópusambandið um aðstoð vegna skógarelda sem eyðilagt hafa á annað hundrað þúsund hektara landsvæðis á síðustu vikum. Yfirvöld í Portúgal glíma nú við mestu þurrka sem um getur í landinu frá því að skráningar hófust og hafa þeir gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir. 21.8.2005 00:01
Full þjónusta hjá Strætó á morgun Strætó mun veita fulla þjónustu í nýju leiðakerfi frá og með morgundeginum, en fresta þurfti tímabundið akstri á svokölluðum stofnleiðum á tíu mínútna fresti á álagstímum á virkum dögum vegna skorts á starfsfólki. Nú hafa forsvarsmenn Strætós ráðið bót á þessum vanda og mannað allar vaktir þannig að ekið verður á stofnleiðunum á tíu mínútna fresti frá klukkan sjö til hálfníu á morgnana og hálffjögur til sex í eftirmiðdaginn frá og með morgundeginum. 21.8.2005 00:01
Sprengja sprakk nærri sendiráðsbíl Tveir starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Afganistan særðust lítillega þegar vegsprengja sprakk nærri bílalest þeirra við höfuðborgina Kabúl í dag. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki greina frá því hverjir hefðu særst og neitaði að svara því hvor sendiherrann sjálfur, Ronald Neumann, hefði verið í bílalestinni. 21.8.2005 00:01
Óbreyttir borgarar falla í valinn Nokkur fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum í Írak síðasta sólarhringinn. Í gærkvöld myrtu byssumenn fimm manna fjölskyldu í bænum Samarra, en heimilisfaðirinn mun hafa starfað sem vörður hjá lyfjaverksmiðju í bænum. Þá lést sex ára barn þegar flugskeyti lenti á heimili þessi í bænum Seeniya og einn óbreyttur borgari lést þegar vegsprengja sprakk nærri bíl hans í bæ suður af Bagdad. 21.8.2005 00:01
Saka BBC um nornaveiðar Múslímaráð Bretlands, stærstu samtök múlíma í Bretlandi, saka breska ríkissjónvarpið um að standa fyrir nornaveiðum gegn múlímum í fréttaskýringarþættinum <em>Panorama</em> sem sýna á í kvöld. Þar er vilji Múslímaráðsins til að takast á við öfgasinna í samfélögum múslíma dreginn í efa. 21.8.2005 00:01
Discovery loks til Flórída Geimferjan Discovery er nú loks komin aftur til Flórída þaðan sem hún lagði af stað síðla júlímánaðar áleiðis til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Eins og kunnugt er lenti ferjan í allnokkrum vandræðum við flugtak á Canarveral-höfða á Flórída þegar gat kom á einangrun hennar og var jafnvel óttast að hún myndi farast þegar hún kæmi aftur til jarðar. 21.8.2005 00:01
Segist hafa heimild til gjaldtöku Lögreglan á Seyðisfirði segir einhliða fréttir hafa borist af máli tengdu gjaldtöku lögreglustjórans á Seyðisfirði af dansleik í tengslum við LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Í tilkynningu á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að DV og fréttastofa RUV hafi fjallað um málið þar sem haft hafi verið eftir bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar og látið að því liggja að engin heimild hafi verið til slíkrar gjaldtöku m.a. vegna þess að ekki hafi verið um útihátið að ræða. 21.8.2005 00:01
Fundu lík við leit að strák Breska lögreglan, sem leitað hefur 11 ára skosks drengs síðustu daga, greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík án þess þó að tilgreina hvort það væri af drengnum. Rory Blackhall hvarf á fimmtudagsmorgun eftir að móðir hans hafði keyrt hann í skólann og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit á því svæði sem hann sást síðast, en hann býr í Livingstone. Ekki liggur fyrir hvort einhver liggur undir grun um að hafa numið Blackhall á brott. 21.8.2005 00:01
Ungt fólk fái tækifæri í kosningum Samband ungra framsóknarmanna hvetur flokksmenn um allt land að leggja áherslu á sem öflugasta aðkomu ungra að framboðum á vegum flokksins í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Í tilkynningu frá SUF segir að ungt fólk í Framsóknarflokknum sé tilbúið að taka að sér ábyrgðarmikið starf við að byggja upp flokkinn til framtíðar og standa að hugsjónum flokksmanna. 21.8.2005 00:01
Úr öndunarvél eftir hnífsstungu Piltur um tvítug sem var stunginn tvívegis í bakið í Hafnarstræti í miðborginni í nótt er enn á gjörgæsludeild en þó ekki lengur í öndunarvél. Við stungurnar féll annað lungað í honum saman og var hann um tíma í lífshættu en það varð honum til lífs hversu fljótt honum var komið undir læknishendur. 21.8.2005 00:01
Hafi 48 stundir til að leysa deilu Breska flugfélagið British Airways hefur fengið frest fram á þriðjudagskvöld til að leysa deilu sína Gate Gourmet, flugeldhúsfélagið sem sér flugfélaginu fyrir mat, að öðrum kosti verður Gate Gourmet gjaldþrota. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan flugeldhúsfélagsins í dag. 21.8.2005 00:01
Vilja flytja dýr frá Afríku Vísindamenn við Cornell-háskóla í New York hafa komið fram með nýja hugmynd til þess að bjarga dýrategundum í Afríku sem eru í útrýmingarhættu. Þeir leggja til að t.d. ljón, fílar og kameldýr verði flutt til Bandaríkjanna og komið fyrir á sléttum landsins. 21.8.2005 00:01
Sneru aftur og stálu rifflum Tveir ísraelskir landnemar, sem fluttir höfðu verið á brott frá Shirat Hayam landnemabyggðinni á Gaza-svæðinu, sneru þangað aftur í dag, stálu rifflum af ísraelskum hermönnum og hafa nú lokað sig af inni í byggingu í landnemabyggðinni. Samkvæmt ísraelsku sjónvarpi höfðu mennirnir fengið leyfi hjá hernum til að snúa aftur til heimilis síns til að sækja föggur sínar en gripu þá tækifærið og rændu rifflunum. 21.8.2005 00:01
Tugþúsundir í bænum allan daginn Talið er að um 90 þúsund manns hafi fylgst með flugeldasýningunni í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Menningarhátíðin yfir daginn gekk mjög vel og voru tugþúsundir manna í miðborginni frá morgni til kvölds. 21.8.2005 00:01
Átök á Gasaströndinni í dag Til nokkurra átaka kom milli landnema og ísraelskra hermanna í dag, þegar þeir síðarnefndu hófu að rýma síðustu landnemabyggðir gyðinga á Gasaströndinni og Vesturbakkanum, sem ríkisstjórn Ariels Sharons hefur ákveðið að skuli víkja. Húsin verða rifin áður en Palestínumenn fá yfirráð yfir landinu en þeir mega nýta byggingarefnið sem eftir verður. 21.8.2005 00:01
Fimm í röð hjá Hannesi Hlífari <font face="Helv"> Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni. </font> 21.8.2005 00:01
Prammar fluttir vegna mikils brims Flytja þurfti landgönguprammana sem notaðir eru í Hollywood-kvikmyndina <em>Flags of Our Fathers</em> í var í gær vegna mikils brims við ströndina í Sandvík. Prammarnir og flotbryggja sem notuð hefur verið var komið fyrir í var við Ósa rétt við Hafnir á Reykjanesi. Prammarnir skemmdust ekki í briminu og urðu engar tafir á tökum kvikmyndarinnar þrátt fyrir þetta. 21.8.2005 00:01
Strætó í góðum gír Strætó ætlar að standa við stóru orðin frá því fyrir tveimur vikum og því verður akstur á tíu mínútna fresti á álagstímum á stofnleiðunum sex alla virka daga. 21.8.2005 00:01
Ástandið slæmt eftir Menningarnótt Piltur á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið í nótt. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir ástandið í miðborginni hafa verið mjög slæmt eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. 21.8.2005 00:01
Unnið verði að endurskoðun Það þarf að skoða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ástand eins og skapaðist í miðborginni eftir flugeldasýninguna í gærkvöldi. Þetta segja borgarstjóri og yfirlögregluþjónn í Reykjavík. 21.8.2005 00:01
Ísland jafnhreint og S-Argentína Ísland er jafnhreint og Suður-Argentína þegar kemur að gin- og klaufaveiki, segir dýralæknir í stjórn Dýralæknafélags Íslands. Þrátt fyrir það telur landbúnaðarráðherra áhættuna of mikla við að flytja inn argentínskt nautakjöt til landsins. 21.8.2005 00:01
Mun líklegri til sjálfsmorðs Sam- og tvíkynhneigðir eru sex sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð en gagnkynheigðir. Aukin fræðsla og stuðningur gæti dregið úr þessu að mati sérfræðings á Akureyri sem flytur erindi á ráðstefnu í Færeyjum á morgun en ráðstefnan er undanfari fyrstu Gay Pride hátíðarinnar þar í landi. 21.8.2005 00:01
Á brattann að sækja fyrir Benedikt Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Þýskalands lauk í dag með útimessu fyrir framan um eina milljón ungmenna sem komin voru alls staðar að úr heiminum til að berja nýja páfann augum. Honum þótti takast ágætlega upp, en það er mál manna að það sé á brattann að sækja fyrir Benedikt að ávinna sér viðlíka vinsældir meðal æskunnar og forveri hans Jóhannes Páll annar naut. 21.8.2005 00:01
Kynslóðaskipti í skipulagsmálum Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum má þakka kynslóðaskiptum í skipulagsmálum borgarinnar. Þetta segir Trausti Valsson sem kynnti hugmyndir að flugvelli á þessum stað fyrir nákvæmlega 30 árum. 21.8.2005 00:01
Tóku öflugan jarðbor í gagnið Öflugur jarðbor var tekinn í notkun við Miðfellsvatn í dag, en tryllitækið getur borað 150 metra á klukkustund í gegnum urð og grjót án þess að raska yfirborðinu. 21.8.2005 00:01
Fimmti sigurinn í röð Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font /> 21.8.2005 00:01
Ástarvikan hafin í Bolungarvík Ástarvikan hófst í Bolungarvík í dag. Megintilgangurinn er að fjölga Bolvíkingum og það er að mörgu að huga. Bolvíkingar hvetja nú hvern annan til að borða egg og sjávarfang, náttúruleg frjósemislyf. 21.8.2005 00:01
Landhelgisgæslan skömmuð "Þeir voru víst alveg foxillir yfir þessu í Warnes Bros," segir Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni en hann tók myndir af Óðni og Tý á tökustað myndarinnar Flags of our fathers við Stór-Sandvík á Reykjanesi. Morgunblaðið birti myndirnar á forsíðu sinni 13. ágúst síðastliðinn og voru aðstandendur myndarinnar afar ósáttir við það. 21.8.2005 00:01
Synti yfir þrjá firði Listamaðurinn og sundkappinn Benedikt Sigurðsson, betur þekkktur með eftirnafninu Lafleur, hóf Vestfjarðasund sitt í gær þegar hann synti yfir þrjá firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann tók daginn snemma og lagði yfir Gilsfjörð, Króksfjörð og því næst Berufjörð og lauk hann sundinu fyrir klukkan þrjú í gærdag. </font /> 21.8.2005 00:01
Fjárhundarnir slógu í gegn Landbúnaðarsýningin í Svaðastaðahöll í Skagafirði tókst frábærlega, að sögn Ingimars Ingimarssonar umsjónarmanns hennar. "Sýningagestir hafa líklega verið um 1.500 yfir helgina ef allt er talið og veðrið lék við okkur," segir hann. 21.8.2005 00:01
Seljum landið ekki bröskurum "Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. 21.8.2005 00:01
Fjórða manninum sleppt úr haldi Maður sem handtekinn var síðdegis í fyrradag, vegna rannsóknar á tildrögum þess að tvítugur maður var stunginn til bana á Hverfisgötu 58 á laugardagsmorgun, var látinn laus síðdegis í gær. 21.8.2005 00:01
Kínverjar ná stjórn á svínaveiki Yfirvöld í Kína segjast hafa náð stjórn á sjúkdómi sem dregið hefur 38 til dauða í suðvesturhluta landsins. 21.8.2005 00:01
Dönum fer að fækka Danir eru deyjandi þjóð ef marka má niðurstöður rannsóknar Kaupmannahafnarháskóla. Útreikningarnir sem taka mið af nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur sýna að fjöldi Dana nái að öllum líkindum hámarki þegar á næsta ári 21.8.2005 00:01
Breskra hermanna minnst Karl Bretaprins fór í gær fyrir hátíðlegri athöfn til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í síðari heimsstyrjöldinni en það markaði einnig lok hennar. Athöfnin var tileinkuð þeim hermönnum sem börðust fyrir hönd Breta í Austurlöndum fjær. 21.8.2005 00:01