Erlent

Þyrla hafi ekki verið skotin niður

Rannsókn á tildrögum þess að þyrla með sautján spænska friðargæsluliða innanborðs hrapaði í Afganistan á þriðjudaginn hefur leitt í ljós að útilokað er að hún hafi verið skotin niður. Allir sem um borð voru létust og var útför þeirra gerð í Madríd í gær. Háttsettur talibanaleiðtogi hafði áður lýst því yfir að skæruliðar talibana hefðu grandað þyrlunni en gat ekkert sýnt því til sönnunar. Þetta er annað stórslysið sem spænska friðargæslan lendir í en flugvél með 62 spænska friðargæsluliða fórst í Tyrklandi þegar þeir voru á leið heim fyrir tveimur árum. Spænsk stjórnvöld hafa samt ákveðið að senda 24 menn til Afganistans í stað þeirra sem létust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×