Erlent

Kínverjar ná stjórn á svínaveiki

Yfirvöld í Kína segjast hafa náð stjórn á sjúkdómi sem dregið hefur 38 til dauða í suðvesturhluta landsins. Sjúkdómurinn sem barst frá svínum olli nokkrum heilabrotum þegar hann kom fyrst fram. Talið er að baktería af streptókokkaætt hafi orsakað sýkingarnar en fyrir utan þá sem létust sýktust um 200 af bakteríunni. Í öllum tilfellum var hægt að rekja sjúkdóminn til þess að fólk hafði umgengist veik svín eða hrátt svínakjöt. Ekkert dæmi er um að veikin hafi borist á milli manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×