Innlent

Prammar fluttir vegna mikils brims

Flytja þurfti landgönguprammana sem notaðir eru í Hollywood-kvikmyndina Flags of Our Fathers í var í gær vegna mikils brims við ströndina í Sandvík. Prammarnir og flotbryggja sem notuð hefur verið var komið fyrir í var við Ósa rétt við Hafnir á Reykjanesi. Prammarnir skemmdust ekki í briminu og urðu engar tafir á tökum kvikmyndarinnar þrátt fyrir þetta. Á næstunni verður haldið til Krísuvíkur þar sem eitt af aðalatriðum myndarinnar verður tekið upp, þegar hermenn reistu bandaríska fánann á toppi eldfjallaeyjunnar Iwo Jima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×