Erlent

Dönum fer að fækka

Danir eru deyjandi þjóð ef marka má niðurstöður rannsóknar Kaupmannahafnarháskóla. Útreikningarnir sem taka mið af nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur sýna að fjöldi Dana nái að öllum líkindum hámarki þegar á næsta ári og fari eftir það lækkandi eftir því sem fram kemur í blaðinu Berlinske Tidende. Danskir ríkisborgarar eru um 5,14 milljónir í dag en eftir fjörutíu ár er gert ráð fyrir að þeim hafi fækkað um 770 þúsund og séu þeir þá eingöngu 4,37 milljónir. Hingað til hefur verið talið að erlendir innflytjendur myndu bæta upp þessa fækkun danskra ríkisborgara. Hins vegar hefur ströng utanríkisstefna danskra yfirvalda síðustu ár sett strik í reikninginn og erlendir ríkisborgarar eiga orðið mun erfiðara með að fá dvalarleyfi í landinu. Í rannsókninni kemur einnig í ljós að í lok aldarinnar verði afkomendur núverandi ríkisborgara Danmerkur í minnihluta í dönsku samfélagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×