Erlent

Breskra hermanna minnst

Karl Bretaprins fór í gær fyrir hátíðlegri athöfn til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í síðari heimsstyrjöldinni en það markaði einnig lok hennar. Athöfnin var tileinkuð þeim hermönnum sem börðust fyrir hönd Breta í Austurlöndum fjær. Hundruð uppgjafarhermanna fylgdust með þegar Karl lagði blómsveig að minnismerki um stríðslokin í miðborg Lundúna. Um þrjátíu þúsund breskra hermanna létust í átökum í Austurlöndum fjær í síðari heimsstyrjöldinni og um hundrað þúsund til viðbótar í fangabúðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×