Innlent

Strætó í góðum gír

Strætó ætlar að standa við stóru orðin frá því fyrir tveimur vikum og því verður akstur á tíu mínútna fresti á álagstímum á stofnleiðunum sex alla virka daga. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdarstjóra Strætó bs., hefur tekist að manna alla vaktir. "Við verðum síðan með fullskipað lið á föstudaginn þegar við endurheimtum mannskapinn úr sumarfríium. Við komumst því á fulla ferð þá," sagði hann. Ásgeir sagði að akreinarnar sem borgarbúar hafa séð og eru sérmerktar strætisvögnum hefðu verið samþykktar hjá borgarráði og nú vær beðið eftir samþykkt frá lögreglunni. "Akreinin við Miklubraut á eftir að skipta miklu máli á morgnana þegar umferðin streymir inn í borgina, " sagði hann og taldi að málið ætti að skýrast á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×