Erlent

Fundu lík við leit að strák

Breska lögreglan, sem leitað hefur 11 ára skosks drengs síðustu daga, greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík án þess þó að tilgreina hvort það væri af drengnum. Rory Blackhall hvarf á fimmtudagsmorgun eftir að móðir hans hafði keyrt hann í skólann og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit á því svæði sem hann sást síðast, en hann býr í Livingstone. Ekki liggur fyrir hvort einhver liggur undir grun um að hafa numið Blackhall á brott.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×