Fleiri fréttir Fundi lauk án árangurs Öllum á óvörum lauk viðræðunefnd R-listaflokkanna fundi sínum nú fyrir fáeinum mínútum, án nokkurs árangurs. Nefndarmenn geta engu svarað um það hvert framhaldið verður. Þrátt fyrir þessi snautlegu lok segir í sameiginlegri yfirlýsingu að vilji sé fyrir áframhaldandi samstarfi. 11.8.2005 00:01 Baugsákærur ekki enn birtar Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku. 11.8.2005 00:01 Vísa tíu meintum öfgamönnum burt Útlendingar í Bretlandi sem hvetja til hryðjuverka og dásama hryðjuverkamenn verða sendir til síns heima. Bresk yfirvöld starfa nú eftir þessari reglu en mannréttindasamtökum lýst ekki vel á hana. 11.8.2005 00:01 Úthlutun standist ekki ákvæði Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. 11.8.2005 00:01 Björguðu bát með snarræði Snarræði bátsverja kom í veg fyrir að hraðfiskibáturinn Eyjólfur Ólafsson GK sykki í nótt. Þeir brunuðu beina leið upp í fjöru. 11.8.2005 00:01 Gríðarlegar breytingar í Sandvík Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust. 11.8.2005 00:01 Var bjargað kátum en köldum Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson kom tveimur mönnum til bjargar klukkan sex í gærmorgun eftir að smábáturinn Eyjólfur Ólafsson hafði strandað við vitann á Straumnesi norðan Aðalvíkur við Ísafjarðardjúp. 11.8.2005 00:01 Kamfýlóbakterbarátta vekur athygli Baráttan við kamfýlóbakter hefur tekist svo vel hér á landi að það hefur vakið athygli víða um heim. 11.8.2005 00:01 Íslandsförum ekki síður sinnt "Við höfum ekki orðið vör við það að danska sendiráðið almennt sinni Íslandsförum síður en öðrum," segir Ásgeir Pétursson skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann undrast þau svör danska sendiráðsins í Moskvu, sem fram komu í Fréttablaðinu í gær, að lengri tíma taki fyrir Íslandsfara en til dæmis Danmerkurfara að fá vegabréfsáritun. 11.8.2005 00:01 Ekkert styðji innflutningsbann Formaður Dýralæknafélags Ísland segir landbúnaðarráðherra beita sjúkdómsvarnarákvæði þar sem það eigi ekki við. Hann segir ekkert styðja þá kenningu ráðherra að banna eigi innflutning á nautakjöti frá Argentínu. 11.8.2005 00:01 Samið við skattaparadísir Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að hefja samningaviðræður nokkrar "skattaparadísir" um gagnkvæm upplýsingaskipti. Hefja á viðræður við þrjár þeirra á næstu misserum en frumkvæðið að viðræðunum er frá þeim komið. 11.8.2005 00:01 Guðni svarar dýralæknum Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa." 11.8.2005 00:01 Kvikmyndahús í Grafarvog Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna kvikmyndahúss sem Sambíóin hyggjast byggja við Egilshöll í Grafarvogi. 11.8.2005 00:01 Margföld flutningsgeta farsíma Bæði Síminn og Og Vodafone hyggjast taka upp nýja tækni í farsímakerfum sínum á þessu ári. Og Vodafone segir í Fréttatilkynningu að flutningshraðinn verði á bilinu 120-238 kílóbæt á sekúndu, en núverandi GPRS-kerfi bjóði upp á 52. 11.8.2005 00:01 R-lista viðræður í strand Nefnd, sem rætt hefur samstarf R-listaflokkana á næsta kjörtímabili, ákvað á fundi í gær að slíta frekari viðræðum og fela flokksfélögunum að taka endanlega ákvörðun um framtíð samstarfsins. Dagur B. Eggertsson ætlar ekki að bjóða sig fram hætti R-listinn við framboð. 11.8.2005 00:01 Slökkvilið Hveragerðis æfir sig Þeir sem ekið hafa fram hjá Hveragerði síðustu klukkutímana hafa nokkrir haft samband við Vísi og greint frá stórbruna efst í byggðinni, en eldur logar í gamla Garðyrkjuskólanum. Þó er engin hætta á ferð þar sem slökkvilið Hveragerðis er þar að æfingum. 11.8.2005 00:01 Viðræðuslit alvaraleg tíðindi Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir R-lista samstarfið á næsta kjörtímabili. "Nefndin sendi málið heim til flokkannna og það er þeirra að stíga næstu skref." 11.8.2005 00:01 Áfall ef R-listi býður ekki fram "Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum. 11.8.2005 00:01 Líst ekki á stöðuna "Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar um strand R-lista viðræðna. "Það á eftir að ræða stöðuna á félagsfundum á næstu dögum." 11.8.2005 00:01 Vill hækka fjármagnstekjuskatt "Mér finnst vel koma til greina að hækka skatta á fjármagnstekjur um nokkur prósentustig en það þarf að fara gætilega með hversu mikið skatturinn verður hækkaður því hækkanir mega ekki ýta undir að fjármagn fari úr landi, " segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. 10.8.2005 00:01 Merkja ekki tekjuaukningu "Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 10.8.2005 00:01 Fær hátt í 20 milljónir frá KEA Kaupfélag Eyfirðinga greiðir Andra Teitssyni, fyrrum framkvæmdastjóra KEA, hátt í tuttugu milljónir króna vegna starfsloka hans hjá félaginu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mánaðarlaun hans voru um 1,2 milljónir króna þegar hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. 10.8.2005 00:01 Vilja að Færeyjar fái atkvæðisrétt Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkisráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði. 10.8.2005 00:01 Reykjavík er fjórða dýrasta borgin Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári. 10.8.2005 00:01 Funda aftur á morgun Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. 10.8.2005 00:01 Stórtjón í bruna á bæ í Dýrafirði Stórtjón varð þegar eldur kom upp í nýlegri vélageymslu að bænum Hólum í Dýrafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Engan sakaði í eldinum. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og tókst ekki að bjarga nema einni dráttarvél út úr eldinum en þrjár brunnu inni. 10.8.2005 00:01 Sprenging í verksmiðju í Detroit Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín þegar efnaverksmiðja sprakk í úthverfi Detroit borgar í Bandaríkjunum í morgun. Enginn slasaðist í sprengingunni en björgunarlið hefur átt í erfiðleikum með að nálgast bygginguna vegna gríðarlegs elds og reyks. Þá er enn hætta á frekari sprengingum og felast björgunaraðgerðir nú í því að koma fólki á öruggan stað. 10.8.2005 00:01 Látinn á heimili sínu í níu mánuði 72 ára karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í Osló í gær og telur lögreglann að hann hafi látist fyrir um það bil níu mánuðum. Það var tryggingastofnunin í Osló sem lét lögregluna vita að maðurinn hefði ekki sótt tryggingabætur sínar í níu mánuði. Þegar lögreglan fór inn í íbúðina lá opið dagblað frá 9. október á eldhússborði mannsins. Stutt er síðan að 86 ára kona fannst látin í íbúð sinni í Olsó eftir að hafa legið þar í sjö mánuði. 10.8.2005 00:01 Karfaveiði ekki lélegri í mörg ár Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er einhver sú lélegasta um margra ára skeið og hefur afli á togtíma verið minni en menn þekkja til. Það á bæði við um íslensku og erlendu togarana. Ljóst er að tap hefði orðið af veiðunum ef afurðaverðið hefði ekki rokið upp úr öllu valdi og væri allt að 80 prósentum hærra en á vertíðinni í fyrra. 10.8.2005 00:01 Þjóðvegur lokaður undir miðnætti Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna. 10.8.2005 00:01 Fundu 1,5 tonn af kannabisefnum Franskir tollverðir lögðu hald á eitt og hálft tonn af kannabisefnum fyrr í mánuðinum. Það sem af er ári hafa tollverðir í Frakklandi því lagt hald á yfir 50 tonn af þess konar efnum. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit við landamæri Spánar í vörubíl en að undanförnu hefur átak verið í gangi sem hefur gengið vel eins og fyrrgreindar tölur sýna. Bílstjórinn var handtekinn en hann er 43 ára Íri. 10.8.2005 00:01 Kínverjar einrækta svín Kínverjar hafa klónað sitt fyrsta svín. Svínið fæddist síðastliðinn föstudag í borginni Sanhe og vó það 1,1 kíló. Segjast vísindamennn þar í landi afar ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru þrjú svín klónuð en aðeins eitt lifði. Kínverjar eru sjöunda þjóðin sem klónar svín en Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn, Ástralir, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa einnig gert það. Þetta er þó ekki frumraun Kínverja í klónun því á síðasta ári klónuðu þeir eina kú. 10.8.2005 00:01 Tortrygginn vegna úranauðgunar George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist mjög tortrygginn vegna yfirlýsingar Írana um að vinna væri hafin að nýju í umbreytingaveri þeirra í Isfahan. Í verinu er úrangrýti umbreytt þannig að unnt er að auðga það en úran er meðal annars notað til kjarnorkuvopna- og rafmagnsframleiðslu. 10.8.2005 00:01 Kertum fleytt á Tjörninni í gær Sextíu ár voru voru í gær liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Japönsku borgina Nagasaki sem varð þúsundum að bana, rétt eins og sú sem gerð var á Hiroshima þremur dögum áður árið 1945. Íslendingar minntust atburðanna við Reykjavíkurtjörn í gærkvöld með því að fleyta þar kertum, sem er orðinn árlegur viðburður. 10.8.2005 00:01 Aftur verði ráðist á Lundúnir Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. Hann fullyrðir að hryðjuverkamenn hafi kynnt sér aðstæður með áherslu á frægar byggingar, stórfyrirtæki og merka staði á svæðinu. Tilgangurinn væri að vekja sem mesta athygli, valda sem mestum skaða og sem mestu mannfalli. 10.8.2005 00:01 Ætla með ferðamenn í geiminn 2008 Geimferjur NASA eru í flugbanni og fara því ekki langt á næstunni en það þýðir ekki að geimferðir leggist af. <em>New York Times</em> greinir frá því í dag að einkafyrirtækið Space Adventures muni síðdegis greina frá tímamótasamningi við rússnesk yfirvöld um að koma ferðamönnum í hringferð um tunglið. Nota á rússneskt Soyuz-geimfar til þessa og stýrir rússneskur geimfari förinni. 10.8.2005 00:01 30 drukknuðu á Indlandi Óttast er að 30 manns á Suður-Indlandi hafi drukknað þegar dráttarvélarvagn sem fólkið var á féll ofan í djúpan áveituskurð. Tíu komust lífs af í slysinu en björgunarmenn fundu 15 lík föst undir vagninum. Talið er að vatnsflaumurinn í skurðinum hafi borið lík hinna 15 niður eftir honum og hafa hlerar við enda skurðsins verið dregnir saman svo líkunum skoli ekki á haf út. Fólkið var á leið heim úr brúðkaupi þegar slysið varð. 10.8.2005 00:01 Viðræðum um R-lista haldið áfram Fulltrúum flokkanna sem standa að R-listanum tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt. Ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. 10.8.2005 00:01 Tímaspursmál um árás Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. 10.8.2005 00:01 Rjúfa innsigli á kjarnorkuveri Íranar hafa rofið innsigli á kjarnorkuveri þar sem þeir geta auðgað úran sem nota má til vopnaframleiðslu. Mikil spenna hefur myndast vegna málsins og standa yfir neyðarfundir hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni. 10.8.2005 00:01 Enn engin ákvörðun um mótmælendur Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. 10.8.2005 00:01 Bíða eftir búnaði vegna boltans Ný sjónvarpsstöð, Enski boltinn, fer í loftið nú á föstudaginn og enn bíður fjöldi manns eftir að fá þar til gerðan búnað afgreiddan hjá Símanum til að geta séð stöðina þrátt fyrir að hafa pantað áskrift fyrir talsverðum tíma. Síminn vonast til að allir sem pantað hafi þjónustuna verði komnir með aðgang að stöðinni fyrir helgi. 10.8.2005 00:01 Slapp naumlega í eldsvoða Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. 10.8.2005 00:01 Kona enn þungt haldin eftir slys Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi. 10.8.2005 00:01 10 þús. kvarta til Neytendasamtaka Tæplega 10 þúsund kvartanir bárust Neytendasamtökunum á síðasta ári. Flestir kvarta vegna bifreiða, fasteigna eða tölvubúnaðar. 10.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fundi lauk án árangurs Öllum á óvörum lauk viðræðunefnd R-listaflokkanna fundi sínum nú fyrir fáeinum mínútum, án nokkurs árangurs. Nefndarmenn geta engu svarað um það hvert framhaldið verður. Þrátt fyrir þessi snautlegu lok segir í sameiginlegri yfirlýsingu að vilji sé fyrir áframhaldandi samstarfi. 11.8.2005 00:01
Baugsákærur ekki enn birtar Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku. 11.8.2005 00:01
Vísa tíu meintum öfgamönnum burt Útlendingar í Bretlandi sem hvetja til hryðjuverka og dásama hryðjuverkamenn verða sendir til síns heima. Bresk yfirvöld starfa nú eftir þessari reglu en mannréttindasamtökum lýst ekki vel á hana. 11.8.2005 00:01
Úthlutun standist ekki ákvæði Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. 11.8.2005 00:01
Björguðu bát með snarræði Snarræði bátsverja kom í veg fyrir að hraðfiskibáturinn Eyjólfur Ólafsson GK sykki í nótt. Þeir brunuðu beina leið upp í fjöru. 11.8.2005 00:01
Gríðarlegar breytingar í Sandvík Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust. 11.8.2005 00:01
Var bjargað kátum en köldum Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson kom tveimur mönnum til bjargar klukkan sex í gærmorgun eftir að smábáturinn Eyjólfur Ólafsson hafði strandað við vitann á Straumnesi norðan Aðalvíkur við Ísafjarðardjúp. 11.8.2005 00:01
Kamfýlóbakterbarátta vekur athygli Baráttan við kamfýlóbakter hefur tekist svo vel hér á landi að það hefur vakið athygli víða um heim. 11.8.2005 00:01
Íslandsförum ekki síður sinnt "Við höfum ekki orðið vör við það að danska sendiráðið almennt sinni Íslandsförum síður en öðrum," segir Ásgeir Pétursson skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann undrast þau svör danska sendiráðsins í Moskvu, sem fram komu í Fréttablaðinu í gær, að lengri tíma taki fyrir Íslandsfara en til dæmis Danmerkurfara að fá vegabréfsáritun. 11.8.2005 00:01
Ekkert styðji innflutningsbann Formaður Dýralæknafélags Ísland segir landbúnaðarráðherra beita sjúkdómsvarnarákvæði þar sem það eigi ekki við. Hann segir ekkert styðja þá kenningu ráðherra að banna eigi innflutning á nautakjöti frá Argentínu. 11.8.2005 00:01
Samið við skattaparadísir Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að hefja samningaviðræður nokkrar "skattaparadísir" um gagnkvæm upplýsingaskipti. Hefja á viðræður við þrjár þeirra á næstu misserum en frumkvæðið að viðræðunum er frá þeim komið. 11.8.2005 00:01
Guðni svarar dýralæknum Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa." 11.8.2005 00:01
Kvikmyndahús í Grafarvog Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna kvikmyndahúss sem Sambíóin hyggjast byggja við Egilshöll í Grafarvogi. 11.8.2005 00:01
Margföld flutningsgeta farsíma Bæði Síminn og Og Vodafone hyggjast taka upp nýja tækni í farsímakerfum sínum á þessu ári. Og Vodafone segir í Fréttatilkynningu að flutningshraðinn verði á bilinu 120-238 kílóbæt á sekúndu, en núverandi GPRS-kerfi bjóði upp á 52. 11.8.2005 00:01
R-lista viðræður í strand Nefnd, sem rætt hefur samstarf R-listaflokkana á næsta kjörtímabili, ákvað á fundi í gær að slíta frekari viðræðum og fela flokksfélögunum að taka endanlega ákvörðun um framtíð samstarfsins. Dagur B. Eggertsson ætlar ekki að bjóða sig fram hætti R-listinn við framboð. 11.8.2005 00:01
Slökkvilið Hveragerðis æfir sig Þeir sem ekið hafa fram hjá Hveragerði síðustu klukkutímana hafa nokkrir haft samband við Vísi og greint frá stórbruna efst í byggðinni, en eldur logar í gamla Garðyrkjuskólanum. Þó er engin hætta á ferð þar sem slökkvilið Hveragerðis er þar að æfingum. 11.8.2005 00:01
Viðræðuslit alvaraleg tíðindi Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir R-lista samstarfið á næsta kjörtímabili. "Nefndin sendi málið heim til flokkannna og það er þeirra að stíga næstu skref." 11.8.2005 00:01
Áfall ef R-listi býður ekki fram "Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum. 11.8.2005 00:01
Líst ekki á stöðuna "Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar um strand R-lista viðræðna. "Það á eftir að ræða stöðuna á félagsfundum á næstu dögum." 11.8.2005 00:01
Vill hækka fjármagnstekjuskatt "Mér finnst vel koma til greina að hækka skatta á fjármagnstekjur um nokkur prósentustig en það þarf að fara gætilega með hversu mikið skatturinn verður hækkaður því hækkanir mega ekki ýta undir að fjármagn fari úr landi, " segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. 10.8.2005 00:01
Merkja ekki tekjuaukningu "Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 10.8.2005 00:01
Fær hátt í 20 milljónir frá KEA Kaupfélag Eyfirðinga greiðir Andra Teitssyni, fyrrum framkvæmdastjóra KEA, hátt í tuttugu milljónir króna vegna starfsloka hans hjá félaginu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mánaðarlaun hans voru um 1,2 milljónir króna þegar hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. 10.8.2005 00:01
Vilja að Færeyjar fái atkvæðisrétt Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkisráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði. 10.8.2005 00:01
Reykjavík er fjórða dýrasta borgin Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári. 10.8.2005 00:01
Funda aftur á morgun Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. 10.8.2005 00:01
Stórtjón í bruna á bæ í Dýrafirði Stórtjón varð þegar eldur kom upp í nýlegri vélageymslu að bænum Hólum í Dýrafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Engan sakaði í eldinum. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og tókst ekki að bjarga nema einni dráttarvél út úr eldinum en þrjár brunnu inni. 10.8.2005 00:01
Sprenging í verksmiðju í Detroit Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín þegar efnaverksmiðja sprakk í úthverfi Detroit borgar í Bandaríkjunum í morgun. Enginn slasaðist í sprengingunni en björgunarlið hefur átt í erfiðleikum með að nálgast bygginguna vegna gríðarlegs elds og reyks. Þá er enn hætta á frekari sprengingum og felast björgunaraðgerðir nú í því að koma fólki á öruggan stað. 10.8.2005 00:01
Látinn á heimili sínu í níu mánuði 72 ára karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í Osló í gær og telur lögreglann að hann hafi látist fyrir um það bil níu mánuðum. Það var tryggingastofnunin í Osló sem lét lögregluna vita að maðurinn hefði ekki sótt tryggingabætur sínar í níu mánuði. Þegar lögreglan fór inn í íbúðina lá opið dagblað frá 9. október á eldhússborði mannsins. Stutt er síðan að 86 ára kona fannst látin í íbúð sinni í Olsó eftir að hafa legið þar í sjö mánuði. 10.8.2005 00:01
Karfaveiði ekki lélegri í mörg ár Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er einhver sú lélegasta um margra ára skeið og hefur afli á togtíma verið minni en menn þekkja til. Það á bæði við um íslensku og erlendu togarana. Ljóst er að tap hefði orðið af veiðunum ef afurðaverðið hefði ekki rokið upp úr öllu valdi og væri allt að 80 prósentum hærra en á vertíðinni í fyrra. 10.8.2005 00:01
Þjóðvegur lokaður undir miðnætti Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna. 10.8.2005 00:01
Fundu 1,5 tonn af kannabisefnum Franskir tollverðir lögðu hald á eitt og hálft tonn af kannabisefnum fyrr í mánuðinum. Það sem af er ári hafa tollverðir í Frakklandi því lagt hald á yfir 50 tonn af þess konar efnum. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit við landamæri Spánar í vörubíl en að undanförnu hefur átak verið í gangi sem hefur gengið vel eins og fyrrgreindar tölur sýna. Bílstjórinn var handtekinn en hann er 43 ára Íri. 10.8.2005 00:01
Kínverjar einrækta svín Kínverjar hafa klónað sitt fyrsta svín. Svínið fæddist síðastliðinn föstudag í borginni Sanhe og vó það 1,1 kíló. Segjast vísindamennn þar í landi afar ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru þrjú svín klónuð en aðeins eitt lifði. Kínverjar eru sjöunda þjóðin sem klónar svín en Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn, Ástralir, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa einnig gert það. Þetta er þó ekki frumraun Kínverja í klónun því á síðasta ári klónuðu þeir eina kú. 10.8.2005 00:01
Tortrygginn vegna úranauðgunar George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist mjög tortrygginn vegna yfirlýsingar Írana um að vinna væri hafin að nýju í umbreytingaveri þeirra í Isfahan. Í verinu er úrangrýti umbreytt þannig að unnt er að auðga það en úran er meðal annars notað til kjarnorkuvopna- og rafmagnsframleiðslu. 10.8.2005 00:01
Kertum fleytt á Tjörninni í gær Sextíu ár voru voru í gær liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Japönsku borgina Nagasaki sem varð þúsundum að bana, rétt eins og sú sem gerð var á Hiroshima þremur dögum áður árið 1945. Íslendingar minntust atburðanna við Reykjavíkurtjörn í gærkvöld með því að fleyta þar kertum, sem er orðinn árlegur viðburður. 10.8.2005 00:01
Aftur verði ráðist á Lundúnir Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. Hann fullyrðir að hryðjuverkamenn hafi kynnt sér aðstæður með áherslu á frægar byggingar, stórfyrirtæki og merka staði á svæðinu. Tilgangurinn væri að vekja sem mesta athygli, valda sem mestum skaða og sem mestu mannfalli. 10.8.2005 00:01
Ætla með ferðamenn í geiminn 2008 Geimferjur NASA eru í flugbanni og fara því ekki langt á næstunni en það þýðir ekki að geimferðir leggist af. <em>New York Times</em> greinir frá því í dag að einkafyrirtækið Space Adventures muni síðdegis greina frá tímamótasamningi við rússnesk yfirvöld um að koma ferðamönnum í hringferð um tunglið. Nota á rússneskt Soyuz-geimfar til þessa og stýrir rússneskur geimfari förinni. 10.8.2005 00:01
30 drukknuðu á Indlandi Óttast er að 30 manns á Suður-Indlandi hafi drukknað þegar dráttarvélarvagn sem fólkið var á féll ofan í djúpan áveituskurð. Tíu komust lífs af í slysinu en björgunarmenn fundu 15 lík föst undir vagninum. Talið er að vatnsflaumurinn í skurðinum hafi borið lík hinna 15 niður eftir honum og hafa hlerar við enda skurðsins verið dregnir saman svo líkunum skoli ekki á haf út. Fólkið var á leið heim úr brúðkaupi þegar slysið varð. 10.8.2005 00:01
Viðræðum um R-lista haldið áfram Fulltrúum flokkanna sem standa að R-listanum tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt. Ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. 10.8.2005 00:01
Tímaspursmál um árás Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. 10.8.2005 00:01
Rjúfa innsigli á kjarnorkuveri Íranar hafa rofið innsigli á kjarnorkuveri þar sem þeir geta auðgað úran sem nota má til vopnaframleiðslu. Mikil spenna hefur myndast vegna málsins og standa yfir neyðarfundir hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni. 10.8.2005 00:01
Enn engin ákvörðun um mótmælendur Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. 10.8.2005 00:01
Bíða eftir búnaði vegna boltans Ný sjónvarpsstöð, Enski boltinn, fer í loftið nú á föstudaginn og enn bíður fjöldi manns eftir að fá þar til gerðan búnað afgreiddan hjá Símanum til að geta séð stöðina þrátt fyrir að hafa pantað áskrift fyrir talsverðum tíma. Síminn vonast til að allir sem pantað hafi þjónustuna verði komnir með aðgang að stöðinni fyrir helgi. 10.8.2005 00:01
Slapp naumlega í eldsvoða Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. 10.8.2005 00:01
Kona enn þungt haldin eftir slys Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi. 10.8.2005 00:01
10 þús. kvarta til Neytendasamtaka Tæplega 10 þúsund kvartanir bárust Neytendasamtökunum á síðasta ári. Flestir kvarta vegna bifreiða, fasteigna eða tölvubúnaðar. 10.8.2005 00:01