Innlent

Margföld flutningsgeta farsíma

Bæði Síminn og Og Vodafone hyggjast taka upp nýja tækni í farsímakerfum sínum á þessu ári. Og Vodafone segir í Fréttatilkynningu að flutningshraðinn verði á bilinu 120-238 kílóbæt á sekúndu, en núverandi GPRS-kerfi bjóði upp á 52. Tæknin gerir því farsímanotendum mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á allt að þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×