Innlent

Slökkvilið Hveragerðis æfir sig

Þeir sem ekið hafa fram hjá Hveragerði síðustu klukkutímana hafa nokkrir haft samband við Vísi og greint frá stórbruna efst í byggðinni, en eldur logar í gamla Garðyrkjuskólanum. Þó er engin hætta á ferð þar sem slökkvilið Hveragerðis er þar að æfingum. Langt er síðan húsið var í notkun, en það var upphaflega byggt sem berklahæli áður en það hýsti Garðyrkjuskólann. Húsið var hins vegar orðið ónýtt og því hefur slökkviliðið verið að æfa sig þar síðasta mánuðinn. Þar sem æfa átti reykköfun var kveikt í húsinu í dag og tóku alls 16 slökkviliðsmenn þátt í æfingunni þegar hún stóð sem hæst. Að sögn slökkviliðsstjóra hefur æfingin gengið vel en enn logar í húsinu og mun gera eitthvað fram á kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×