Fleiri fréttir

Sir Edward Heath við dauðans dyr

Sir Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú fyrir dauðanum. Sky-fréttastöðin hefur þetta eftir talmanni hans. Heath var forsætisráðherra Breta á árunum 1970 til 1974 og formaður Íhaldsflokksins í áratug, eða frá 1965 til 1975. Hann var mjög umdeildur en áhrifamikill á sínum stjórnmálaferli

Hætta vegna tjöru

Lögreglan í Borgarnesi þurfti um tíma að vakta kafla þjóðvegarins efst í Borgarfirði í fyrrakvöld eftir að klæðning verktaka fyrr um daginn misfórst með þeim afleiðingum að mikið magn tjöru sat á veginum.

Vopnahléinu lokið

Átök hafa haldið áfram á Gaza-svæðinu í dag og vopnahléinu, sem staðið hefur í fimm mánuði, lokið. Einn leiðtogi innan Hamas-samtakanna var skotinn til bana þegar hann reyndi að komast inn í landnemabyggðir gyðinga í suðurhluta Gaza um hádegisbil í dag.

Næsti forsætisráðherra Búlgaríu

Næsti forsætisráðherra Búlgaríu verður að öllum líkindum Sergei Stanishev, formaður Sósíalistaflokksins þar í landi. Sósíalistar unnu sigur í þingkosningunum í Búlgaríu í síðasta mánuði og munu leiða þriggja flokka ríkisstjórn landsins, ef viðræður ganga eftir.

Bindisleysið kostaði hann leigubíl

Bindisleysi varð til þess að Örnólfur Thorlacius var næstum orðinn of seinn til að halda munnlegt stúdentspróf fyrir um fjörutíu árum. Hann rifjar upp söguna í kjölfar fréttar um bindislausa forkolfa íslensks viðskiptalífs. </font /></b />

Óttast pólitík í RÚV

Margrét Sverrisdóttir, formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins, óttast að nýr útvarpsstjóri verði ekki ráðinn á faglegum forsendum heldur pólitískum.

Munkaklaustur rís á Egilsstöðum

"Okkur sýnis að Egilsstaðir komi einna helst til greina eins og staðan er nú en það á þó eftir að koma betur í ljós," segir séra Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar hér á landi.

Íbúar Suðurgötu reiðir Strætó

Með breyttu leiðarkerfi Strætó, sem tekur gildi á laugardag, fjölgar ferðum strætisvagna um Suðurgötu í Reykjavík, íbúum götunnar til sárrar óánægju.

Minni hallarekstur en verið hefur

"Það má segja að þetta sé viðunandi árangur og vel innan skekkjumarka," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga hjá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi.

Vopnahlé í Indónesíu

Ríkisstjórn Indónesíu og baráttusamtök fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs náðu sáttum í dag á fundi sínum í Helsinki í Finnlandi eftir að samtökin drógu úr kröfum sínum. Samtökin hafa barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs síðastliðin þrjátíu ár og hafa rúmlega tólf þúsund manns fallið í átökum þeirra við stjórnarher Indónesíu.

Atvinnulausum fækkar

Atvinnuleysi eykst í höfuðborginni en minnkar úti á landi samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar fyrir síðasta mánuð.

Ullandi á 200 km hraða

Nítján ára piltur var tekinn á 200 kílómetra hraða í Ottawa, höfuðborg Kanada, um helgina. Þegar lögreglumenn spurðu piltinn hvernig honum dytti í hug að stofna lífi og limum fólks í hættu með slíkum ofsaakstri varð fyrst fátt um svör.

Yfirlýsing Össurar sögð heimskuleg

Oddvitar flokkanna sem standa að Reykjavíkurlistanum gefa lítið fyrir þá skoðun Össurar Skarphéðinssonar að Samfylkingin eigi að bjóða fram R-lista hvort sem samstarfsflokkarnir taki þátt í framboðinu eður ei. Árni Þór Sigurðsson segir yfirlýsinguna heimskulega.

Hamas-foringi myrtur

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels sagði í gær að öllum brögðum yrði beitt til að stöðva palestínska uppreisnarmenn. Hann vill tryggja að áætlanir um brottflutning ísrelskra landtökumanna á Gaza gangi sem allra best.

Friðarvon í Aceh

Ríkisstjórn Indónesíu og uppreisnarmenn frá Aceh-héraði sættust á það í gær að skrifa í næsta mánuði undir formlegt friðarsamkomulag.

Mannskætt flugslys í Afríku

Rússnesk flugvél hrapaði í frumskógum Miðbaugs-Gíneu í gær og létust allir sem voru um borð. Alls voru fleiri en 50 farþegar og áhafnarmeðlimir í vélinni.

17 létust þegar rúta fór út af

Sautján manns létust og þrjátíu og átta slösuðust, þar af átta alvarlega, þegar rúta féll hundrað og tuttugu metra niður dal í suðurhluta Kína í gærkvöld. Alls voru fimmtíu og fimm manns í rútunni en slysið átti sér stað eftir að bílstjóri rútunnar missti stjórn á henni.

R-listinn er að liðast í sundur

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir R-listan vera að liðast í sundur.

Handfrjáls búnaður líka hættulegur

Fjórum sinnum meiri líkur eru á að ökumaður sem talar í farsíma undir stýri lendi í umferðarslysi en aðrir ökumenn. Virðist þá engu skipta hvort notaður er handfrjáls búnaður. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem birt var í <em>The British Medical Journal</em> fyrr í vikunni.

Unnið að viðbragðaáætlun

Unnið er að viðbragðaáætlun vegna hugsanlegra eldsumbrota undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum, jökulhlaupa til sjávar og jafnvel flóðbylgju í kjölfarið.

Mega ekki bera vopn

Öryggisverðir hafa á sér mismikinn búnað eftir því hvar þeir starfa að sögn Snorra Sigurðssonar, þjónustustjóra hjá Securitas. Verðirnir mega ekki bera vopn lögum samkvæmt, en það má einungis lögregla að sögn Snorra.

Flest bendir til tengsla al-Kaída

Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum.

Pakistönum ekki um að kenna

Bretar ættu ekki að saka erlendar þjóðir um að hafa áhrif á árásarmennina í Lundúnum, segir sendiherra Pakistana hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrír af mönnunum sem taldir eru bera ábyrgð á hryðjuverkunum í borginni sjöunda júlí eru af pakistönskum uppruna og einn sótti þar trúarlegan skóla að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Skotið á smyglara

Líbanska lögreglan skiptist á skotum við smyglara meðan sýrlensk yfirvöld handtóku líbanska fiskimenn í nýrri hrinu landamæraátaka ríkjanna tveggja. Bera átökin vott um vaxandi ólgu í samskiptum ríkjanna eftir að Sýrlendingar neyddust til þess að láta af áratugalangri hersetu í Líbanon í apríl.

Flytur sig kannski um set

Talið er hugsanlegt að Árni Magnússon félagsmálaráðherra flytji sig um set og leiði lista framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi í næstu alþingiskosningum að því er fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi.

Kastaðist tólf metra

Tvítugur maður slasaðist alvarlega í bílveltu við Gljúfurfoss, skammt frá Seyðisfirði, aðfaranótt sunnudags. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Reykjavík.<font face="Helv"></font>

Ætluðu ekki að deyja sjálfir

Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

Meðvitundarlaus eftir árás

Tveir menn á þrítugsaldri gengu í skrokk á manni fyrir utan skemmtistaðinn Krúsina í miðbæ Ísafjarðar um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild sjúkrahússins á Ísafirði eftir árásina.<span lang="EN-US" style="COLOR: black; FONT-FAMILY: Helv; mso-ansi-language: EN-US"></span>

Gistu í hellinum

Sjö skátar gengu ríflega 40 kílómetra til að safna peningum fyrir ferð á skátamót í London. Þeir gistu í 100 metra löngum helli.

5 mánaða vopnahléi lokið

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir herinn mega beita öllum brögðum til að koma herskáum Palestínumönnum frá. Það sé nauðsynlegt ef friður eigi að nást. Fimm mánaða vopnahléi er því lokið.

Blóði drifin helgin að baki

Helgin sem nú er á enda var ein sú blóðugasta í Írak frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Í það minnsta 170 manns hafa beðið bana í hryðjuverkaárásum undanfarna viku.

Striplast fyrir ljósmyndara

1.700 manns söfnuðust saman og sviptu sig klæðum í bænum Gateshead við ánna Tyne í Norður-Englandi í gær til að sitja fyrir á ljósmyndum bandaríska ljósmyndarans Spencers Tunick. Margir voru komnir langt að, til dæmis frá Ástralíu og Mexíkó.

Saddam verður ákærður

Saddam Hussein verður ákærður fyrir fjöldamorð gegn sjíum árið 1982. Þetta verður fyrsta dómsmálið sem höfðað verður gegn einræðisherranum fyrrverandi.

Stórveldi með þrjá starfsmenn

Ferskir vindar blása um starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga í upphafi nýrrar aldar og félagið fer ótroðnar slóðir í markmiði sínu að bæta búsetuskilyrði og efla byggð í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Beinn atvinnurekstur KEA heyrir sögunni til en fjárhagslegur styrkur gerir rödd félagsins sterka.

Verið að fara yfir samninginn

Félagsmálaráðherra segir að verið sé að fara yfir lánasamning á milli Íbúðalánsjóðs og bankanna og vel geti verið að þar þurfi að skerpa einhverjar reglur.

Eldur í safni

Eldur kom upp í lisasafni Henie Onstad í Høvikodden í Noregi í vikunni. Um hundrað manns voru í safninu þegar bruninn kom upp í forstofurými safnsins og tókst að koma öllum út á örfáum mínútum.

Sílamávar aflífaðir

Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að aflífa um 40 sílamáva í Sandgerði síðdegis í fyrradag. Sílamávarnir höfðu fengið á sig grút sem óþekkt skip losaði í sjóinn úti fyrir Sandgerði.

Bjórinn kominn í matvöruverslanir

Bjórinn er kominn í matvöruverslanir. Í verslunum Nóatúns er nú hægt að kaupa gasgrill og fylgir bjór í kaupbæti; bjórinn er því ekki seldur heldur er hann gefins. Áfengislögin virðast ekkert segja um gefins bjór.

Díselolía í tönkum við Smáralind

Ríflega fimm þúsund lítrar af díselolíu eru geymdir í tönkum á bílastæði við Smáralindina. Eigandi olíunnar kveðst vita um fleiri samskonar tilvik.

Minningarathöfn um QP-13

Blómsveigar voru lagðir á hafið norður af Horni í morgun til minningar um sjómenn sem fórust með skipalestinni QP-13 í júlí árið 1942.

Kínverska parið fékk dóm í dag

Grunur leikur á að karlmaður frá Filippseyjum hafi stundað að smygla fólki til Bandaríkjanna með viðkomu hér á landi. Kínverskt par var gripið með manninum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og dæmt til fangelsisvistar í dag.

Nokkur erill hjá lögreglunni

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt, aðallega vegna slagsmála og ölvunar. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir slagsmál sinn á hvorum staðnum í miðborginni en voru ekki alvarlega slasaðir.

Sjálfsmorðsárás í Tyrklandi

Að minnsta kosti þrír létust og tíu særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í smárútu í Kusadasi í Tyrklandi í morgun. Ekki er vitað hver ódæðismaðurinn var eða á vegum hverra en uppreisnarmenn Kúrda, öfgasinnaðir íslamstrúarmenn og herskáir vinstri menn hafa staðið að sprengjutilræðum í Tyrklandi.

Innbrot og eldur í bíl

Tveir menn handteknir við innbrot í Lindina, söluskála Esso, við Leiruveg á Akureyri klukkan sex í morgun. Þeir höfðu unnið þó nokkur skemmdarverk og gistu fangageymslur það sem eftir var nætur en rannsókn á málinu stendur yfir.

Grunuð um innbrot á Selfossi

Fimm voru handteknir af lögreglunni á Selfossi í gær. Fyrst voru tvær konur og einn maður handtekin við Litlu kaffistofuna vegna gruns um innbrot í raftækjaverslun á Selfossi skömmu áður. Í bílnum fannst þýfi, þar á meðal símar og sjónvarp og er fólkið grunað um þjófnaði í verslunum í bænum og innbrot í bíla.

Sjá næstu 50 fréttir