Innlent

Gistu í hellinum

"Við erum að safna pening til þess að eiga fyrir ferð á skátamótið Eurojam sem haldið verður í London dagana 29. júlí til 14. ágúst. Mótið er undirbúningur undir alheimsmót skáta sem verður haldið árið 2007," segir Gunnar Örn Garðarsson sem er einn sjö skáta sem gengu ríflega 40 kílómetra leið frá Skátaheimilinu Víkverja í Njarðvík í Kaldársel á laugardaginn og gistu svo í svonefndum hundrað metra helli. Gunnar segir skátana hafa safnað um 70.000 krónum með göngunni sem gengið hafi einkar vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×