Bindisleysið kostaði hann leigubíl 17. júlí 2005 00:01 Sagt er að vinnuföt dagsins í dag séu spariföt morgundagsins. Í þeim orðum felst að klæðaburður verði sífellt frjálslegri, bæði hversdags og spari. Örnólfur Thorlacius, fyrrum rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og þar áður kennari við Menntaskólann í Reykjavík, man tímana tvenna í þeim efnum. "Þegar ég kenndi í MR á árunum 1960 til 1967 var alvanalegt að kennarar væru í jakkafötum og með bindi," rifjar Örnólfur upp. "Nemendur voru þá líka vel til fara og jafnan í jakkafötum. Það var svo einn daginn að ég var á leið í skólann til að halda munnlegt stúdentspróf í náttúrufræði. Ég var kominn vel áleiðis þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að hnýta á mig hálsbindið." Örnólfur segir að hefði hann verið á leið til hefðbundinnar kennslu hefði hann eflaust haldið áfram för og unnið sín störf bindislaus. Hann var enda í hópi yngri kennara skólans og hefði getað leyft sér slíkt frjálsræði. En þetta var enginn venjulegur dagur; stúdentspróf framundan. "Ég snéri því við og hengdi á mig hálsbindið," segir Örnólfur sem bjó þá í Háaleitinu. "Fyrir vikið var ég að verða of seinn og þetta kostaði mig því leigubíl. Það var ekki annað að gera." Svona var tíðarandinn í þá daga en breyttist fáum árum síðar. Haustið 1967 hóf Örnólfur störf við hinn nýstofnaða MH. "Þar gengu menn helst á tímabili í verksmiðjubleiktum og skellóttum gallabuxum og ég man eftir dreng sem verðlaunaður var ár eftir ár fyrir góðan námsárangur. Alltaf kom hann upp til rektors með sítt og ógreitt hárið og í skellóttu gallabuxunum sínum. Þegar svo leið að útskrift hans upphófst mikið stríð á heimilinu því foreldrar hans ætluðu að þvinga hann til að klæðast smóking við útskriftarathöfnina eins og allir klæddust þá. Eftir talsvert þóf samdist þeim um að strákur færi þó í nýjar gallabuxur." Örnólfur segir "gallabuxnadrenginn" vera virðulegan lækni í útlöndum í dag, "og vafalaust gengur hann með stífaðan flibba og allt hvað eina," segir hann. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sagt er að vinnuföt dagsins í dag séu spariföt morgundagsins. Í þeim orðum felst að klæðaburður verði sífellt frjálslegri, bæði hversdags og spari. Örnólfur Thorlacius, fyrrum rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og þar áður kennari við Menntaskólann í Reykjavík, man tímana tvenna í þeim efnum. "Þegar ég kenndi í MR á árunum 1960 til 1967 var alvanalegt að kennarar væru í jakkafötum og með bindi," rifjar Örnólfur upp. "Nemendur voru þá líka vel til fara og jafnan í jakkafötum. Það var svo einn daginn að ég var á leið í skólann til að halda munnlegt stúdentspróf í náttúrufræði. Ég var kominn vel áleiðis þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að hnýta á mig hálsbindið." Örnólfur segir að hefði hann verið á leið til hefðbundinnar kennslu hefði hann eflaust haldið áfram för og unnið sín störf bindislaus. Hann var enda í hópi yngri kennara skólans og hefði getað leyft sér slíkt frjálsræði. En þetta var enginn venjulegur dagur; stúdentspróf framundan. "Ég snéri því við og hengdi á mig hálsbindið," segir Örnólfur sem bjó þá í Háaleitinu. "Fyrir vikið var ég að verða of seinn og þetta kostaði mig því leigubíl. Það var ekki annað að gera." Svona var tíðarandinn í þá daga en breyttist fáum árum síðar. Haustið 1967 hóf Örnólfur störf við hinn nýstofnaða MH. "Þar gengu menn helst á tímabili í verksmiðjubleiktum og skellóttum gallabuxum og ég man eftir dreng sem verðlaunaður var ár eftir ár fyrir góðan námsárangur. Alltaf kom hann upp til rektors með sítt og ógreitt hárið og í skellóttu gallabuxunum sínum. Þegar svo leið að útskrift hans upphófst mikið stríð á heimilinu því foreldrar hans ætluðu að þvinga hann til að klæðast smóking við útskriftarathöfnina eins og allir klæddust þá. Eftir talsvert þóf samdist þeim um að strákur færi þó í nýjar gallabuxur." Örnólfur segir "gallabuxnadrenginn" vera virðulegan lækni í útlöndum í dag, "og vafalaust gengur hann með stífaðan flibba og allt hvað eina," segir hann.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira