Handfrjáls búnaður líka hættulegur 17. júlí 2005 00:01 Fjórum sinnum meiri líkur eru á að ökumaður sem talar í farsíma undir stýri lendi í umferðarslysi en aðrir ökumenn. Virðist þá engu skipta hvort notaður er handfrjáls búnaður. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem birt var í The British Medical Journal fyrr í vikunni. Þar voru teknar saman upplýsingar um umferðarslys sem 456 ástralskir ökumenn höfðu lent í og þær bornar saman við skráð símtöl í og úr farsímum þeirra. Í ljós kom að þeir sem sátu undir stýri og töluðu í síma voru fjórum sinnum líklegri til að lenda í umferðaróhappi. Sérstaklega var athugað hvort notaður var handfrjáls búnaður. Það sýndi sig svo ekki var um villst að engu skipti hvort talað var beint í símtækið eða í gegnum slíkan búnað. Í Ástralíu er ökumönnum skylt að nota handfrjálsan búnað við símamas, líkt og íslenskum ökumönnum. Alþingi samþykkti sérstaka breytingu á umferðalögum árið 2001 á þá leið til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þeir sem stóðu að könnununni í Ástralíu halda því þó fram að slík lagaákvæði veiti fólki falska öryggiskennd. Áhættan felist ekki í því að handfjatla símtækið heldur sé það athyglin sem fer í símtalið sjálft sem geri það að verkum að fólk sé líklegra til að valda og lenda í umferðarslysum. Þeir benda enn fremur á að erfitt geti reynst að banna fólki alfarið að tala í síma undir stýri, enda ótækt fyrir lögreglu að hafa uppi á þeim sem gerðu slíkt í gegnum handfrjálsan búnað. Hægt væri að breyta farsímum á þann veg að ekki sé hægt að nota þá meðan bifreiðar eru á ferð en þeir telja þó litlar líkur að framleiðendur farsíma sjái sér hag í því. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Fjórum sinnum meiri líkur eru á að ökumaður sem talar í farsíma undir stýri lendi í umferðarslysi en aðrir ökumenn. Virðist þá engu skipta hvort notaður er handfrjáls búnaður. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem birt var í The British Medical Journal fyrr í vikunni. Þar voru teknar saman upplýsingar um umferðarslys sem 456 ástralskir ökumenn höfðu lent í og þær bornar saman við skráð símtöl í og úr farsímum þeirra. Í ljós kom að þeir sem sátu undir stýri og töluðu í síma voru fjórum sinnum líklegri til að lenda í umferðaróhappi. Sérstaklega var athugað hvort notaður var handfrjáls búnaður. Það sýndi sig svo ekki var um villst að engu skipti hvort talað var beint í símtækið eða í gegnum slíkan búnað. Í Ástralíu er ökumönnum skylt að nota handfrjálsan búnað við símamas, líkt og íslenskum ökumönnum. Alþingi samþykkti sérstaka breytingu á umferðalögum árið 2001 á þá leið til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þeir sem stóðu að könnununni í Ástralíu halda því þó fram að slík lagaákvæði veiti fólki falska öryggiskennd. Áhættan felist ekki í því að handfjatla símtækið heldur sé það athyglin sem fer í símtalið sjálft sem geri það að verkum að fólk sé líklegra til að valda og lenda í umferðarslysum. Þeir benda enn fremur á að erfitt geti reynst að banna fólki alfarið að tala í síma undir stýri, enda ótækt fyrir lögreglu að hafa uppi á þeim sem gerðu slíkt í gegnum handfrjálsan búnað. Hægt væri að breyta farsímum á þann veg að ekki sé hægt að nota þá meðan bifreiðar eru á ferð en þeir telja þó litlar líkur að framleiðendur farsíma sjái sér hag í því.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira