Erlent

Vopnahléinu lokið

Átök hafa haldið áfram á Gaza-svæðinu í dag og vopnahléinu, sem staðið hefur í fimm mánuði, lokið. Einn leiðtogi innan Hamas-samtakanna var skotinn til bana þegar hann reyndi að komast inn í landnemabyggðir gyðinga í suðurhluta Gaza um hádegisbil í dag. Þá særðist að minnsta kosti einn Hamas-liði þegar Ísraelar skutu flugskeytum á bíl með þremur Palestínumönnum innanborðs. Ekki er vitað um afdrif hinna tveggja. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að hann hefði skipað hernum að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir gegn palestínskum hryðjuverkasamtökum. Mikilvægt væri að koma herskáum Palestínumönnum úr umferð, ef friður ætti að nást á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×