Innlent

Íbúar Suðurgötu reiðir Strætó

Með breyttu leiðarkerfi Strætó, sem tekur gildi á laugardag, fjölgar ferðum strætisvagna um Suðurgötu í Reykjavík, íbúum götunnar til sárrar óánægju. "Þetta verður hryllilegt," segir Benedikt Stefánsson sem býr við Suðurgötu. Hann segir það skjóta skökku við að nýbúið sé að þrengja götuna og gera hana fína og hleypa svo á hana jafn tíðri umferð strætisvagna og raun ber vitni. Nýja leiðarkerfið gerir ráð fyrir að um Vonarstræti og Suðurgötu verði helsta æð vagnanna út úr miðborginni og hlaupa ferðir þeira þar um á tugum á hverri klukkustund. "Við höfum margsinnis kvartað undan þeirri umferð strætisvagna sem þegar er um götuna," segir Benedikt og vitnar til samþykkta og bréfasendinga húsfélaga og einstaklinga. Ekkert mark hefur verið tekið á þeim umkvörtunum, þvert á móti mun strætisvagnaumferðin þyngjast. Benedikt óttast að þung umferð strætisvagna muni hafa áhrif á fasteignaverð við götuna eins og oft er raunin þar sem umferð er þung.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×