Fleiri fréttir

Khodorkovskí í níu ára fangelsi
Dómsuppkvaðningu yfir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda rússneska olíufyrirtækisins Yukos, var loks lokið í Moskvu í gær, tólf dögum eftir að hún hófst. Var hann dæmdur í níu ára fangelsi og greiðslu hárra sekta. Dómnum verður væntanlega áfrýjað en saksóknari undirbýr nýjar ákærur á hendur Khodorkovskí.
Sex látnir úr hermannaveiki
Sex eru nú látnir úr hermannaveikinni sem upp kom í Noregi fyrir skömmu. Staðfest hefur verið að banamein manns sem lést 19. maí á Austurvold-sjúkrahúsinu í Friðriksstað var hermannaveiki.

Afsögn sveitarstjórans í Ossetíu
Sveitarstjórinn í Ossetíu-héraði í Tsjetsjeníu sagði af sér í dag. Hann hafði legið undir miklu ámæli síðan síðastliðið haust eftir að 330 manns létust í gíslatöku í bænum Beslan sem staðsettur er í héraðinu.

Áhugi á fríverslun við Indland
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og dr. Abdul Kamal Indlandsforseti funduðu í gær í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á fundinum ræddu þeir um nauðsyn þess að finna leiðir til að auka viðskipti milli landanna og minntist Halldór á að áhugi væri fyrir því hér á landi að koma á fríverslun við Indland. Einnig var rætt um möguleg samstarfsverkefni í tengslum við lyfjaiðnað og sjávarútveg. Þá ræddu þeir um aukið samstarf milli vísindamanna, einkum jarðvísindamanna.

Margir staðir komu til greina
"Þarna varð að líta til margra þátta og margir aðrir staðir en Selfoss komu vel til greina," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, en hann hefur ákveðið að fyrirhuguð Landbúnaðarstofnun, sem tekur til starfa á næsta ári, verði staðsett á Selfossi.
Loftferðasamningur við Indland
Samkomulag hefur náðst milli íslenskra og indverskra stjórnvalda um efni loftferðasamnings milli ríkjanna.

Villepin í forsætisráðherrastól
Jacques Chirac Frakklandsforseti skipaði í gær Dominique de Villepin í embætti forsætisráðherra og fól honum að fara fyrir nýrri ríkisstjórn. Með uppstokkuninni brást Chirac við niðurlægjandi ósigri málstaðar forsetans og stjórnarliða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandins.

Halldór andvígur ljósmyndasýningu
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sendi Steinunni V. Óskarsdóttir borgarstjóra í Reykjavík, í gær bréf þar sem hann mótmælir því að Reykjavíkurborg noti Austurvöll undir ljósmyndasýningu á. Halldór setti álíka mótmæli fram í fyrra.

Prófraun ESB-sáttmála í Hollandi
Hollenskir stjórnmálaleiðtogar gerðu í gær lokatilraun til að telja landa sína á að greiða atkvæði með staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. En síðustu skoðanakannanir sem birtar voru fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag bentu til að enn hærra hlutfall hollenskra kjósenda myndi segja "nei" en franskir.

Alvarlega bilun í tölvukerfi LSH
Alvarleg bilun kom upp í tölvukerfi Landsspítalans í dag og lágu öll boðskipti spítalans niðri í fjóra til fimm klukkutíma. Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri segir bilunina hafa haft víðtæk áhrif á starfsemi sjúkrahússins en símakerfi og innra og ytra net lágu niðri. Hann segir bilunina hafa verið í netþjóni sem sendi frá sér boð eins og tölvuhakkarar væru á ferð.
Hópslagsmál í réttarsal í Haifa
Mikil hópslagsmál brutust út í réttarsal í borginni Haifa í Ísrael um helgina. Tvær fjölskyldur slógust með öllu sem hönd á festi.

Hrókurinn fær styrk
Samþykkt var á síðasta ríkisstjórnarfundi að veita skákfélaginu Hróknum þrjár milljónir króna í styrk vegna unglingastarfs. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu þótti eðlilegt að styðja við bakið á því góða starfi sem skákfélagið hefur haldið uppi undanfarin ár.
Réttarmeinafræðingur fær styrk
Eva Klonowski, íslenskur réttarmeinafræðingur af pólskum uppruna, hefur fengið tveggja milljóna króna styrk frá ríkisstjórninni vegna starfa sinna í Bosníu. Þar vinnur hún við að bera kennsl á lík fólks sem féll í styrjöldinni á tímabilinu 1992 til 1995.
365 og RÚV buðu í UHF-rásir
Tvö fyrirtæki, 365 ljósvakamiðlar og Ríkisútvarpið, sendu Póst- og fjarskiptastofnun tilboð í UHF-rásir fyrir dreifingu á stafrænu sjónvarpi út um allt land. Í útboði voru gerðar þær kröfur að dreifinet bjóðenda næðu að lágmarki til 40 sveitarfélaga innan árs frá úthlutun réttinda og til 98 prósenta heimila í landinu innan tveggja ára.
Ræddi ekki átök og hótaði engu
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kveðst aldrei hafa hótað stjórnarslitum vegna deilna um eignarhald á Vátryggingafélagi Íslands. S-hópurinn svonefndi átti helminginn í VÍS á móti Landsbankanum en keypti hlut bankans í fyllingu tímans. S-hópurinn og VÍS urðu síðar annar af tveimur bjóðendum í hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

Sparkað í vitni
Sparkað var í Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, þegar hann kom í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær til þess að bera vitni í máli sem höfðað er gegn Jóni Trausta Lútherssyni, fyrir ógnanir og líkamsmeiðingar sem áttu sér stað í höfuðstöðvum DV í Skaftahlíð í fyrra.

Fær góða einkunn fyrir laxeldi
Ísland fær góða einkunn hjá World Wildlife Fund og regnhlífasamtökum laxveiðifélaga fyrir hvernig er staðið að ræktun á eldislaxi. Í nýrri skýrslu þessara tveggja samtaka fær Ísland 9,6 stig af tíu mögulegum fyrir það sem gert er til að koma í veg fyrir að eldislax blandist villtum laxi og mengi stofninn. Meðal annars er minnst á að bannað sé að stunda laxeldi í fjörðum og ám þar sem villtur lax gengur.
Hótaði aldrei stjórnarslitum
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar því algerlega að af greinarflokki Fréttablaðsins um einkavæðingu ríkisbankanna megi ráða að hann og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi handstýrt sölu þeirra til kaupenda sem þeir höfðu velþóknun á.

Aðalmeðferð lýkur í dag
Málflutningi í Dettifossmálinu, sem er umfangsmesta fíkniefnasmyglmál sem komið hefur upp hér á landi, lýkur í dag

Ótti og óvissa á Stöðvarfirði
Ótti og óvissa ríkir á Stöðvarfirði eftir að öllu starfsfólki frystihúss Samherja var sagt þar upp í dag, alls 32. Talsmaður Samherja segist hafa fulla trú á að allir finni vinnu fljótlega, nóg sé að gera á Mið-Austurlandi.

Fundu bílsprengjuverksmiðjur
Írakski herinn hefur handtekið fjölda manna og fundið nokkrar bílsprengjuverksmiðjur í herferð sinni gegn hryðjuverkamönnum í Bagdad. Margir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar.

Samið um flug milli landa
Utanríkisráðuneyti Íslands og Indlands taka upp samstarf og greitt var fyrir flugsamgöngum og vöruflutningum milli landanna með samþykktum sem gerðar voru í opinberri heimsókn Indlandsforseta í dag.
Orkuveitan reisir 600 bústaði
Orkuveita Reykjavíkur ætlar að vera með í félagi um byggingu allt að sex hundruð sumarbústaða í landi Úlfljótsvatns ásamt Íslandsbanka. Hlutafé verður allt að þrjú hundruð milljónir. Framkvæmdir gætu hafist á árinu 2007.
Borgarstjóraefni í áttunda sæti
Vangaveltur eru uppi um að áttunda sæti Reykjavíkurlistans verði skipað borgarstjóraefni listans. Nafn núverandi borgarstjóra hefur verið nefnt en hvorugur borgarfulltrúa hafa ákveðið hvort þau fari fram. Samfylkingin heldur prófkjör við val á fulltrúum sínum.

Vilja fornleifagarð í stað heimila
Borgaryfirvöld í Jerúsalem vilja rífa 88 hús Palestínumanna og reisa þar stóran fornleifagarð. Íbúarnir mótmæla.

Landsspítalinn sambandslaus
Landsspítali Háskólasjúkrahús var símasambandslaus frá því um ellefuleytið til klukkan þrjú í gær. Einnig lágu öll tölvukerfi Spítalans niðri en bilun kom upp í aðalnetkerfi sjúkrahússins með þeim afleiðingum að innra tölvu- og símkerfið datt að mestu leyti út.

Stjórnarslit hafi ekki verið nærri
Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu.

Erfitt að losna við vonda nágranna
Héraðsdómari segir í úrskurði að breytinga sé þörf á sönnunarfærslu vegna brota á húsfriði. Erfitt er að losna við vonda nágranna þar sem lögregluskýrslur fást ekki afhentar.

Segir DV á gráu svæði
Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir <em>DV</em> á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að <em>DV</em> hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk.

Undrast sakfellingu án nýrra gagna
Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna.

Ekki lengur á bak við eldavélina
„Konan vill ekki lengur vera á bak við eldavélina og fyrst karlmennirnir eru teknir við þeim verkum þarf framkvæmdin að vera einföld.“ Þetta sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra við opnun nýrrar flæðieldunarlínu Matfugls í Mosfellsbæ.
Gæsluþyrlan leitar manns
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld til að svipast um eftir manni sem saknað var á svæðinu í kringum Hafnarfjall. Rólegt var í lögregluumdæmum landsins að öðru leyti í gærkvöld.

Chirac réttir fram sáttahönd
Jacques Chirac Frakklandsforseti rétti þjóð sinni sáttahönd í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni.
Ákvörðunin hafði ekki tekið gildi
Samkeppnisstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki beri að rannsaka kvartanir Landssíma Íslands á hendur 365 - ljósvakamiðlum þar sem ákvörðunin sem kvörtunin nær til hefur ekki tekið gildi.
Deep Throat gefur sig fram
W. Mark Felt, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur viðurkennt að vera hinn dularfulli Deep Throat.

Bush vísar gagnrýni Amnesty á bug
George W. Bush Bandaríkjaforseti vísar gagnrýni mannréttindasamtakanna Amnesty International á bandarísk stjórnvöld á bug og segir hana fáránlega.

Almenningur vill dauðadóm
Jalal Talabani, forseti Íraks, lýsti því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær að réttarhöldin yfir Saddam Hussein myndu hefjast innan tveggja mánaðar.
Flöskuskeytið bjargaði þeim
86 farþegum á skipi sem reikaði stjórnlaust um Karíbahaf var bjargað í vikunni eftir að flöskuskeyti sem þeir köstuðu útbyrðis fannst á nálægri eyju.

Sjíar gengu berserksgang
Múgæsing greip um sig í Karachi, stærstu borg Pakistans, eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í sjíamosku. 12 manns liggja í valnum.
Stjórnvöld óska skýringa
Umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um lekann á geislavirkum vökva í endurvinnslustöðinni í Sellafield í vetur.
1450 prósenta verðmunur á gulrótum
Mjög mikill verðmunur var á milli matvöruverslana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði um land allt miðvikudaginn 25. maí síðastliðinn.

Kæruleysi að hætti Hómers Simpson
Breskir ráðamenn líta lekann á hágeislavirkum efnum í Thorp-kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem uppgötvaðist í apríl mjög alvarlegum augum. Vera má að dagar stöðvarinnar séu taldir.
Geitungastofninn hruninn
Útlit er fyrir að íslenski geitungastofninn hafi hrunið síðastliðið sumar að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
21 milljarður í landfyllingar
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti hugmyndir sínar um framtíðarskipulag í Reykjavík á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt tillögunum er kveðið á um 350 hektara landfyllingu milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í áttina að Engey.

Frakkar höfnuðu stjórnarskránni
Frakkar höfnuðu nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær með fimmtíu og fimm prósent atkvæða. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar niðustöður voru tilkynntar.