Khodorkovskí í níu ára fangelsi 31. maí 2005 00:01 Dómsuppkvaðningu yfir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda rússneska olíufyrirtækisins Yukos, var loks lokið í Moskvu í gær, tólf dögum eftir að hún hófst. Var hann dæmdur í níu ára fangelsi. Þar með lauk - í bili - einu umfangsmesta og jafnframt umdeildasta réttarhaldi síðari tíma í Rússlandi, en margir hafa haldið því fram að það sé í raun pólitískt uppgjör Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta við Khodorkovskí, sem á tímabili var auðugasti maður landsins. Gæsluvarðhaldið sem Khodorkovskí hefur verið í síðan hann var handtekinn haustið 2003, alls 583 dagar, dregst frá fangelsisrefsingunni. Khodorkovskí lét sér hvergi bregða er dómsorðið var lesið. Í yfirlýsingu sem einn verjenda hans, Anton Drel, las síðan upp fyrir utan dómsalinn sagði Khodorkovskí að hann hefði ekki viljað gagnrýna dómarann harkalega, vegna þess "þrýstings sem hún hefur verið beitt af upphafsmönnum þessa réttarhalds". "Dómsvaldi hefur verið breytt í beitt vopn stjórnvalda," lýsti hann yfir. Platon Lebedev, fyrrverandi viðskiptafélagi Khodorkovskís sem var ákærður með honum, hlaut einnig dóm fyrir sömu sakir og er gert að sæta sömu refsingu. Þeim Khodorkovskí og Lebedev var ennfremur gert að greiða yfir 17 milljarða rúblna, andvirði um fjögurra milljarða króna, í sektir og vangreidda skatta. Stuðningsmenn Khodorkovskís, þar á meðal skákmeistarinn Garrí Kasparov, halda því fram að allur málatilbúnaðurinn á hendur honum sé hefnd ráðamanna í Kreml fyrir að hann skyldi hafa brotið gegn óskrifuðu samkomulagi um að láta stjórnmál afskiptalaus, en hafði meðal annars veitt stjórnarandstöðuflokkum fjárhagsstuðning. Dómurinn mun halda Khodorkovskí bak við lás og slá vel fram yfir forsetakosningarnar 2008 og jafnvel allt til kosninganna árið 2012. Reiknað er með því að verjendur Khodorkovskís áfrýji dómnum innan þess tíu daga frests sem gefinn er. Saksóknari ítrekaði í gær að verið væri að undirbúa nýjar ákærur á hendur honum. Erlent Fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Dómsuppkvaðningu yfir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda rússneska olíufyrirtækisins Yukos, var loks lokið í Moskvu í gær, tólf dögum eftir að hún hófst. Var hann dæmdur í níu ára fangelsi. Þar með lauk - í bili - einu umfangsmesta og jafnframt umdeildasta réttarhaldi síðari tíma í Rússlandi, en margir hafa haldið því fram að það sé í raun pólitískt uppgjör Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta við Khodorkovskí, sem á tímabili var auðugasti maður landsins. Gæsluvarðhaldið sem Khodorkovskí hefur verið í síðan hann var handtekinn haustið 2003, alls 583 dagar, dregst frá fangelsisrefsingunni. Khodorkovskí lét sér hvergi bregða er dómsorðið var lesið. Í yfirlýsingu sem einn verjenda hans, Anton Drel, las síðan upp fyrir utan dómsalinn sagði Khodorkovskí að hann hefði ekki viljað gagnrýna dómarann harkalega, vegna þess "þrýstings sem hún hefur verið beitt af upphafsmönnum þessa réttarhalds". "Dómsvaldi hefur verið breytt í beitt vopn stjórnvalda," lýsti hann yfir. Platon Lebedev, fyrrverandi viðskiptafélagi Khodorkovskís sem var ákærður með honum, hlaut einnig dóm fyrir sömu sakir og er gert að sæta sömu refsingu. Þeim Khodorkovskí og Lebedev var ennfremur gert að greiða yfir 17 milljarða rúblna, andvirði um fjögurra milljarða króna, í sektir og vangreidda skatta. Stuðningsmenn Khodorkovskís, þar á meðal skákmeistarinn Garrí Kasparov, halda því fram að allur málatilbúnaðurinn á hendur honum sé hefnd ráðamanna í Kreml fyrir að hann skyldi hafa brotið gegn óskrifuðu samkomulagi um að láta stjórnmál afskiptalaus, en hafði meðal annars veitt stjórnarandstöðuflokkum fjárhagsstuðning. Dómurinn mun halda Khodorkovskí bak við lás og slá vel fram yfir forsetakosningarnar 2008 og jafnvel allt til kosninganna árið 2012. Reiknað er með því að verjendur Khodorkovskís áfrýji dómnum innan þess tíu daga frests sem gefinn er. Saksóknari ítrekaði í gær að verið væri að undirbúa nýjar ákærur á hendur honum.
Erlent Fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira