Fleiri fréttir

21 látinn, 34 særðir

Tuttugu og einn týndi lífi og þrjátíu og fjórir særðust í sjálfsmorðsárás í Hilla í Írak í morgun. Tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp, annar þeirra við læknamiðstöð þar sem lögreglumenn fara í læknisskoðun og skömmu síðar sprengdi annar sig upp í hópi lögreglumanna sem safnast höfðu saman til að mómæla lágum launum.

Flugskeytaárás á flóttamannabúðir

Ísraelski herinn skaut flugskeytum á flóttamannabúðir á Gasasvæðinu í morgun þar sem herskáir Palestínumenn undirbjuggu sprengjuárás á nálæga gyðingabyggð. Þrír Palestínumenn særðust í árásinni.

ESB: Óvíst hvað Bretar gera

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku.

Fimm særðust í sprengingu í Kabúl

Fimm særðust þegar sprengja sprakk í vegkanti í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Fólkið sem særðist var í leigubíl á eftir bifreið sem var full af hermönnum frá NATO og er talið að sprengjan hafi verið ætluð þeim.

Kínverjar í hart?

Kínverjar segja að ef ekki takist að leysa deilu þeirra við Bandaríkin og Evrópusambandið um innflutning á vefnaðarvörum muni þeir fara með málið fyrir Alþjóða viðskiptastofnunina.

Harmleikur í Ohio

Sex manns, þar af tvö börn, fundust látin á tveimur sveitabæjum nálægt bænum Bellefontaine í Ohio í gær. Þá fannst kona alvarlega særð að sögn lögreglunnar. Ekki er ljóst hvað gerðist en talið er að einn hinna látnu hafi verið árásarmaðurinn. Málið er í rannsókn.

Ekki áhrif á stækkun ESB

Talsmaður Evrópusambandsins segir að framkvæmdastjórnin vilji ekki að fall stjórnarskrár sambandsins í kosningunum í Frakklandi í gær hafi áhrif á stækkun þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur gefið í skyn að hann kunni að reka Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í kjölfar niðurstöðunnar.

Eiginmaðurinn missti stjórn á sér

Sálfræðingur sagðist í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir hádegi að hann teldi að Magnús Einarsson, sem varð konu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg, hafi ekki undirbúið morðið heldur hafi hann misst stjórn á sér.

Ákvörðunar að vænta frá Bauhaus

Byggingavöruverslanarisinn Bauhaus tekur í næstu viku ákvörðun um hvort byggð verður verslun hér á landi. Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtæk úttekt á íslenskum byggingavörumarkaði og nú munu niðurstöður þeirrar úttektar liggja fyrir.

Kona næsti kanslari Þýskalands?

Kristilegir demókratar í Þýskalandi tilkynntu í dag að Angela Merkel, formaður flokksins, yrði kanslaraefni þeirra í þingkosningunum sem væntanlega verða haldnar í september. Ef flokkurinn fer með sigur af hólmi verður Merkel fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara í Þýskalandi.

Ekki mikil áhrif fyrir Íslendinga

Höfnun Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins hefur engin sérstök áhrif fyrir Íslendinga. Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands.

Sleppti syni sínum úr gíslingu

Faðir fimmtán ára drengs, sem tók hann í gíslingu á barnageðdeild Blekinge-sjúkrahússins í Svíþjóð í gærmorgun og hótaði að kveikja bæði í drengnum og sjálfum sér, hefur nú sleppt syni sínum.

Vilja að R-listinn starfi áfram

Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum.

Þotugnýr yfir Reykjavík

Þotugnýr buldi yfir Reykjavík á tólfa tímanum þegar fallinna Bandaríkjamanna á Íslandi var minnst. Talið er að 239 Bandaríkjamenn hafi fallið við skyldustörf á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni.

Vinna gegn óréttmætum launamun

Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst lýsir vilja til að vinna gegn óréttmætum launamun kynjanna með Samtökum atvinnulífsins og lætur sér í léttu rúmi liggja þótt framkvæmdastjórinn gagnrýni launakönnun háskólans harðlega.

Skólastjórinn í 2 ára fangelsi

Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og skjalafals á árunum 1994 til 2001 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna. 

Samvinna við Indverja í vísindum

Opinber heimsókn forseta Indlands, dr. Abdul Kalam, hófst í morgun þegar forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Doritt Moussaief, tóku á móti honum á Bessastöðum. Forsetinn lagði áherslu á samvinnu landanna á vísindasviði.

Stöðva ekki kjarnorkuáform Írana

Fyrrverandi yfirmaður ísraelska flughersins segir að ekki verði hægt að stöðva kjarnorkuáform Írana, en það sé hins vegar hægt að seinka því að þeir smíði kjarnorkusprengjur.

Skipin enn að veiðum

Flugvél Landhelgisgæslunnar er komin á svæðið suður af Reykjanesi þar sem sjö sjóræningjaskip fundust á föstudag og mun vélin sveima yfir svæðinu í dag. Skipin eru enn að veiðum.

Vantar heimild fyrir 80 nemendur

Heimildir fyrir 80 nemendur við Menntaskólann á Ísafirði vantar í forsendur fjárlaga að mati Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara. Á vef Bæjarins besta segir að Ólína hafi greint frá þessu á laugardag þegar skólanum var slitið í 35. skipti.

Eldur í húsi að Mánagötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Mánagötu í Reykjavík á fjórða tímanum vegna elds í húsi við götuna. Kona með ungabarn var á heimilinu en þau komust bæði út heil á húfi.

Sýknaður af tilraun til manndráps

Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi í dag sýknaður af ákæru fyrir tilraun til manndráps en dæmdur til öryggisvistar á réttargeðdeildinni að Sogni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið mann þrisvar sinnum með hnífi á heimili sínu í nóvember í fyrra.

Mál hunds til úrskurðanefndar

Lögfræðingur hundsins Taraks, Jón Egilsson, ætlar að kæra niðurstöðu Umhverfisráðs í máli hans til úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Enn vegalaus hjá Geðhjálp

Pólitískur flóttamaður, Aslan Gilaev, dvelur enn í húsnæði Geðhjálpar, ríkisfangslaus og algjörlega vegalaus.

Farþegum fækkaði um 9%

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði úr rúmlega 130 þúsund í apríl 2004 í tæplega 119 þúsund farþega nú, eða um tæp níu prósent. Fækkun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum sjö prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um rúm 16 prósent.

Tólf gæðastyrkir veittir

Tólf gæðastyrkir voru veittir heilbrigðisstarfsmönnum . Það var Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem veitti þá.

Útgerðir verði sviptar veiðileyfum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að útgerðir sem brjóta reglur sambandsins um fiskveiðikvóta verði sviptar veiðileyfum þar sem sektir dugi ekki til þess að halda aftur af þeim.

Fjórða vélin tekin í notkun

Flugfélagið Ernir tekur í dag í notkun fjórðu flugvél félagsins sem keypt var til landsins fyrir nokkrum vikum. Vélin er eins hreyfils af gerðinni Cessna 207 og getur tekið allt að sjö farþega. Fyrir er flugfélagið með þrjár flugvélar í rekstri, þar af tvær níu farþega vélar.

Kviknaði í mjólkurfernu á eldavél

Eldurinn sem kom upp í húsi við Mánagötu á fjórða tímanum í dag kviknaði vegna mjólkurfernu sem var á eldavél. Kona með ungabarn var á heimilinu og komust þau bæði út, heil á húfi.

Með stærstu verkefnum í uppstoppun

Tunglfiskurinn sem flæktist í höfnina í Þorlákshöfn á haustdögum verður til sýnis í ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn á sjómannadaginn, 5. júní næstkomandi. Þetta mun vera eitt stærsta verkefni í uppstoppun sem unnið hefur verið hér á landi þar sem tunglfiskurinn er um tveggja metra langur.

Hollendingar hafni stjórnarskránni

Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni.

Aldrei fleiri sótt um í HR

Aldrei hafa fleiri sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík en nú. Þegar miðað er við heildarfjölda umsókna í Háskólann í Reykjavík og Tækniháskólann í fyrra eru umsóknirnar um 70 prósent fleiri í ár.

Nágranni heyrði skerandi óp

Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart.

Hunsi kosningar um gervifrjóvgun

Benedikt XVI páfi hefur hvatt ítalska kjósendur til þess að hunsa kosningar um hvort eigi að leyfa gervifrjóvganir í landinu.

Allir skólar grænir á Hvanneyri

Svo mikil vakning er í umhverfismálum á Hvanneyri að það hefur komið alþjóðlegu umhverfisstofnuninni, Foundation for Environmental Education in Europe, í koll. Samtökin veita meðal annars grunn- og leikskólum sem hafa tileinkað sér vistvæn og lýðræðisleg vinnubrögð svokallaðan Grænfána í viðurkenningarskyni.

Bíður dóms fyrir sælgætissmygl

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur stefnt Árna Emanúelssyni til greiðslu sjö þúsund og fimm hundruð króna sektar vegna brota á tollalögum þegar hann hafði með sér um 25 kíló af sælgæti og gosdrykkjum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar síðla árs 2004. Telst slíkt brot á tollalögum og var Árna boðið að ljúka málinu með sátt hjá Tollstjóranum á Seyðisfirði sem hann hafnaði.

Barist um sæti Vinstri-grænna

Búist er við því að fleiri en núverandi borgarfulltrúar Vinstri-grænna í Reykjavík munu blanda sér í slaginn ef flokkurinn efnir til prófkjörs í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Deilt um sameiningu

Tuttugu manns sátu íbúahreppsfund í Skorradalshreppi sem fram fór í fyrrakvöld í húsi Skógræktarfélags ríkisins í Hvammi. Þar voru ræddir kostir og gallar sameiningar hreppsins og nágrannasveitarfélaganna en Skorrdælingar kjósa um málið næsta laugardag.

Landbúnaðarstofnunin á Selfossi

Hin nýja 500 milljóna króna landbúnaðarstofnun verður staðsett á Selfossi, í kjördæmi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Hann segir stofnunina veita landbúnaðinum meira öryggi.

Telur framhjá sér gengið

Tekið var fyrir í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem séra Sigríður Guðmarsdóttir höfðar gegn Biskupsstofu. Hún telur hafa verið framhjá sér gengið þegar ráðið var í stöðu sendiráðsprests í London.

Heyrði kvalafullt öskur

Nágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á henni á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Uppreisn í Gallaþorpinu

Höfnun öruggs meirihluta frönsku þjóðarinnar á stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins hefur valdið pólitískum landskjálfta í Frakklandi og sambandinu öllu. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru niðurlægjandi fyrir Chirac og mikill skellur fyrir ríkisstjórn hans. Úrslitin setja líka framtíð Evrópusamstarfsins í talsvert uppnám.

Uppstokkun boðuð í Frakklandi

Jacques Chirac Frakklandsforseti sat í gær á rökstólum með ríkisstjórn sinni eftir að öruggur meirihluti franskra kjósenda hafnaði stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Var fastlega búist við því að forsætisráðherrann Jean-Pierre Raffarin yrði látinn víkja.

Stórsigur Saad Hariri

Flokkur Saad Hariri, sonar Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra, vann yfirburðasigur í fyrsta hluta líbönsku þingkosninganna í fyrradag og hreppti öll þingsætin sem í boði voru. Saad fékk sjálfur fimmfalt fleiri atkvæði en andstæðingur hans í kosningunum.

Tvöföld sjálfsmorðssprengjuárás

Allt að þrjátíu manns týndu lífi í sjálfsmorðssprengjuárás í bænum Hillah í Írak í gær. Á meðan handtóku bandarískar hersveitir háttsettan stjórnmálamann úr hópi súnnía í misgripum.

Sjá næstu 50 fréttir