Innlent

Fær góða einkunn fyrir laxeldi

Ísland fær góða einkunn hjá World Wildlife Fund og regnhlífasamtökum laxveiðifélaga fyrir hvernig er staðið að ræktun á eldislaxi. Í nýrri skýrslu þessara tveggja samtaka fær Ísland 9,6 stig af tíu mögulegum fyrir það sem gert er til að koma í veg fyrir að eldislax blandist villtum laxi og mengi stofninn. Meðal annars er minnst á að bannað sé að stunda laxeldi í fjörðum og ám þar sem villtur lax gengur. Eini mínusinn sem Ísland fær er vegna skorts á reglugerð um veðurþol laxakvía en sagt er að það standi til bóta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×