Innlent

Loftferðasamningur við Indland

Samkomulag hefur náðst milli íslenskra og indverskra stjórnvalda um efni loftferðasamnings milli ríkjanna. Samningurinn þykir mjög hagstæður, en samkvæmt honum mega íslensk flugfélög fljúga allt að fjórtán ferðir í viku milli landanna með tengingum við annað flug, mega stunda fraktflug eftir þörfum og í honum er víðtæk heimild til ferðamannaflugs. Formlegur samningur verður undirritaður síðar á árinu, en bókun um efni samkomulagsins var undirrituð í ráðherrabústaðnum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×