Erlent

Deep Throat gefur sig fram

W. Mark Felt, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur viðurkennt að vera hinn dularfulli Deep Throat. Undir þessu nafni gekk heimildarmaðurinn sem lét blaðamönnum Washington Post þær upplýsingar í té sem leiddu til að Watergate-málið komst í hámæli snemma á áttunda áratugnum, en í kjölfarið sagði Richard Nixon Bandaríkjaforseti af sér embætti. Ýmsar sögur hafa verið á kreiki um hver Deep Throat sé en það er fyrst nú sem hann gefur sig fram. Felt, sem er 91 árs, kveðst ekki stoltur af því sem hann gerði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×