Erlent

Almenningur vill dauðadóm

Jalal Talabani, forseti Íraks, lýsti því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær að réttarhöldin yfir Saddam Hussein myndu hefjast innan tveggja mánaðar. "Þorri almennings krefst dauðadóms yfir Saddam verði hann fundinn sekur," sagði Talabani. Fjórir Bandaríkjamenn fórust í flugslysi skammt norður af Bagdad síðdegis í gær. Um svipað leyti týndu fjórir Ítalir lífi í þyrluslysi sunnar í landinu. Þá beið héraðsstjóri hins róstusama Anbar-héraðs bana í átökum bandarískra hermanna og uppreisnarmanna, en hann hafði verið í haldi þeirra síðarnefnu í þrjár vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×