Innlent

1450 prósenta verðmunur á gulrótum

Mjög mikill verðmunur var á milli matvöruverslana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði um land allt miðvikudaginn 25. maí síðastliðinn. Mestur var munurinn á hæsta og lægsta verði á kílói af gulrótum, rúmlega 1.450 prósent. Hæsta gulrótaverðið var 698 krónur fyrir kílóið, en lægst var verðið 45 krónur kílóið. Meira en 100 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði allra vara í könnuninni. Kannað var verð í 63 verslunum um land allt og var meðal annars farið í keðjuverslanir sem eru með útibú víða á nokkrum stöðum á landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×