Erlent

Flöskuskeytið bjargaði þeim

86 farþegum á skipi sem reikaði stjórnlaust um Karíbahaf var bjargað í vikunni eftir að flöskuskeyti sem þeir köstuðu útbyrðis fannst á nálægri eyju. Farþegarnir á skipinu voru að stærstum hluta táningar frá Ekvador og Perú sem smyglarar höfðu tekið að sér að flytja til Gvatemala, en þaðan ætluðu þeir til Mexíkó. Þegar skipið bilaði nærri Kókoseyju eyðilögðu smyglararnir fjarskiptabúnað þess en sigldu svo á brott í eina björgunarbátnum. Táningarnir dóu hins vegar ekki ráðalausir og skrifuðu flöskuskeyti sem eyjarskeggjar á Kókoseyju fundu nokkrum dögum síðar. Ekkert amaði af unga fólkinu þegar því var bjargað annað en sjóveiki og þorsti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×