Fleiri fréttir Sakar DV um gróft virðingarleysi Forstjóri Landspítalans sakar DV um að sýna manni, sem sýktist af hermannaveiki, gróft virðingarleysi með því að birta mynd af honum og nafn hans í blaðinu í dag. 26.5.2005 00:01 Skákeinvígi í undirbúningi Unnið er að því að koma á skákeinvígi á Íslandi síðar á árinu þar sem Bobby Fischer myndi tefla opinberlega í fyrsta sinn síðan 1992. Bandarískur auðkýfingur Alex Titomirov er reiðubúinn að leggja fram stórar fjárhæðir í verðlaunafé. 26.5.2005 00:01 Blásið til stórsóknar Íraska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist skera upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu. Að minnsta kosti fimmtán Írakar dóu í árásum gærdagsins. 26.5.2005 00:01 Flóð í Brasilíu Gríðarleg úrkoma var í suðurhluta Brasilíu í vikunni og myndaðist mikill vatnselgur af þeim sökum. 26.5.2005 00:01 Pillan dregur úr kynhvötinni Ný rannsókn vísindamanna við Boston-háskóla í Bandaríkjunum bendir til þess að getnaðarvarnapillan geti dregið varanlega úr kynhvöt kvenna. 26.5.2005 00:01 Gagnvirkt sjónvarp ekki fyrir alla Gagnvirkt sjónvarp, sem Síminn er þessa dagana að kynna viðskiptavinum sínum, verður aðeins í boði á Akureyri og Húsavík, utan suðvesturhorns landsins. 26.5.2005 00:01 Misvísandi fréttir um al-Zarqawi Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak notar gjarnan birtust í gærmorgun fregnir um að nýr yfirmaður samtakanna hefði verið skipaður til bráðabirgða í forföllum Abu Musab al-Zarqawi. 26.5.2005 00:01 Fljótum sofandi að feigðarósi Í stað þess að bregðast við fuglaflensuvánni fljóta ráðamenn heims sofandi að feigðarósi. Áætlanir um útbreiðslu veikinnar eru í besta falli bjartsýnar. Þetta er mat vísindaritsins Nature sem kom út í gær. 26.5.2005 00:01 Afstaðan farin að bera ávöxt Aðeins degi eftir að Íranar lofuðu að hætta auðgun úrans ákvað Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, að hefja á ný viðræður við Írana um aðild að stofnuninni. Formlegar viðræður við Írana áttu sér síðast stað árið 1996 en þeim var þá hætt vegna andstöðu Bandaríkjamanna. 26.5.2005 00:01 Sótt að Barroso Vantrauststillaga hægrisinnaðra Evrópuþingmanna á Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var felld með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu í gær. 26.5.2005 00:01 Fjölmiðlar sýni virðingu Forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss segir í tilkynningu á heimasíðu Landspítalans að DV hafi sýnt sjúklingi, sem dvelur á sjúkrahúsinu og fjölskyldu hans gróft virðingarleysi með myndbirtingu og nafngreiningu á honum. <font face="Helv"></font> 26.5.2005 00:01 SA vilja lækkun vaxtabóta Skiptar skoðanir eru um tillögur Geirs H. Haarde fjármálaráðherra um að til greina komi að endurskoða vaxtabótakerfið hér á landi. Yfirlýsingar ráðherrans koma í kjölfarið á skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um að draga beri úr útgjöldum hins opinbera vegna vaxtabóta. 26.5.2005 00:01 Berlingske skrifar um Hannesarmál Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær alllanga frétt um málaferli ættingja Halldórs Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og þeim deilum sem ævisaga Hannesar hefur vakið. 26.5.2005 00:01 Kanna arðsemi og umhverfisáhrif "Áður en hægt er að taka afstöðu til álvers í Helguvík þarf fyrst að kanna arðsemi jafnt álversins og þeirra jarðvarmavirkjana sem því tengjast. Jafnframt finnst mér ljóst að fara þarf yfir umhverfisþætti málsins," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar 26.5.2005 00:01 Sýna vöðva og tennur Fulltrúar flokkanna þriggja, sem koma að Reykjavíkurlistanum, funduðu í gær um framtíð samstarfsins. 26.5.2005 00:01 Barið á egypskum mótmælendum Atkvæðagreiðsla fór fram í fyrradag um endurbætur á kosningalöggjöf Egyptalands og lágu úrslit þeirra fyrir í gær. 26.5.2005 00:01 Palestínumönnum heitið aðstoð George W. Bush Bandaríkjaforseti og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, funduðu í gær í Hvíta húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Abbas sækir Bandaríkjaforseta heim. 26.5.2005 00:01 Actavis undir spám Uppgjörið í takt við væntingar forstjórans sem sér fram á mikinn vöxt á þessu ári. Hagnaðurinn var 11,1 milljón evra eða 900 milljónir króna. 26.5.2005 00:01 Fischer að skákborðinu að nýju Bobby Fischer sest að líkindum við skákborðið á ný á næstunni til þess að taka slembiskák við einn af sterkustu skákmönnum heims. Fornvinur Fischers, Borís Spasskí, kom ásamt rússneskum auðmanni hingað til lands til að sannfæra Fischer um ráðagerðina. 26.5.2005 00:01 Refsa Chirac fyrir efnahagsmálin Á sunnudaginn kemur fella Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu ef að líkum lætur. Nýjustu kannanir benda til þess að fimmtíu og fimm prósent þeirra sem ætla á kjörstað hyggist greiða atkvæði gegn stjórnarskránni. 26.5.2005 00:01 Friðargæslumenn tryggðir Tryggingastofnun ríkisins sem áður hafði synjað friðargæsluliðunum þremur sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl síðasta haust um bætur hefur nú breytt afstöðu sinni og samþykkir nú að um bótaskylt slys hafi verið að ræða. 26.5.2005 00:01 Fyrrum starfsmenn sýknaðir Fjórir fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood International í Hafnarfirði voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af kröfum félagsins sem vildi að þeim yrði bannað að ráða sig í þjónustu keppinautarins, Seafood Union, til júníloka á þessu ári. 26.5.2005 00:01 Tveir af þremur sýknaðir Dómur féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra yfir þremur mönnum sem gert var að sök að hafa lamið þann fjórða það illa á Húsavík í fyrrasumar að hann hlaut sýnilega áverka á höfði. 26.5.2005 00:01 Leikfélagið sýknað Leikfélag Akureyrar hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi leikara félagsins um vangoldin laun vegna ólögmætrar uppsagnar. 26.5.2005 00:01 Nýr dagur slapp við sekt Héraðsdómur Norðurlands eystra ógilti fjárnám Bílastæðasjóðs Akureyrar í bíl fyrirtækisins Nýr dagur sem gert var vegna þess að fyrirtækið neitaði að borga stöðumælasekt. 26.5.2005 00:01 Ætlaði að selja efnin Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem tekinn var með 300 grömm af amfetamíni á heimili sínu í ársbyrjun 2004. 26.5.2005 00:01 Kynferðisbrotsdómur staðfestur Rúmlega tvítugur maður var í Hæstarétti dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa haft kynmök við tólf ára gamla stúlku á heimili sínu á Akureyri árið 2002. 26.5.2005 00:01 Vilhjálmur vill prófkjör Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vill að flokkurinn haldi prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann sækist eftir fyrsta sætinu og lítur ekki á það sem þrýsting á sig þótt Gísli Marteinn Baldursson hafi einnig lýst áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum. 26.5.2005 00:01 Þrjú ár fyrir tæp þrjú kíló Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. 26.5.2005 00:01 Kaupa nánast ósökkvandi skip Slysavarnarfélagið Landbjörg ætlar nú að ráðast í að endurnýja þrjú skip úr fjórtán skipa flota sínum. Skipin sem um ræðir eru þrjú Arun Class björgunarskip frá Englandi sem eru mun hraðskreiðari og öruggari en skipin sem þau leysa af hólmi. 26.5.2005 00:01 Múgæsing í Keflavík Múgæsing hefur, að mati lögreglunnar, gripið um sig í Keflavík vegna tilrauna manns til að lokka börn upp í bíl til sín. Lögreglan mun hugsanlega standa vakt fyrir utan grunnskóla í Reykjanesbæ næstu daga. 26.5.2005 00:01 Endurtaka þarf viðvörun við börn Endurtekin fræðsla þar sem börn eru vöruð við því að fara upp í bíl með ókunnugum er nauðsynleg. Foreldrar verða líka að vera vissir um að börnin skilji það sem við þau er sagt. 26.5.2005 00:01 Út á hvað gengur stjórnarskrá ESB? Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. 26.5.2005 00:01 Óskir um líf og dauða skráðar Guðjón Sigurðsson varð í dag fyrstur Íslendinga til að skrifa undir lífsskrá. Guðjón, sem þjáist af MND- sjúkdómnum, tilgreinir meðal annars í skránni hverjum hann treystir til að taka ákvarðanir sem snerta líf hans og dauða, geti hann ekki lengur tjáð sig. 26.5.2005 00:01 Endurbótum á Engey lokið Engey RE, stærsta skip á Íslandi, liggur við Miðbakkann í Reykjavík og gnæfir þar yfir önnur skip og byggingar. Skipið er í eigu HB Granda en það var keypt um síðustu áramót og hafa breytingar á skipinu staðið yfir síðan. 26.5.2005 00:01 Gefa Frakkar ESB spark? Jacques Chirac, forseti Frakklands, gerði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld lokaáhlaup að því að telja landa sína á að samþykkja stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann á sunnudaginn. Chirac, sem ákvað að eigin frumkvæði að skjóta málinu í þjóðaratkvæði, óttast nú hið versta. 26.5.2005 00:01 Chirac ákallar þjóð sína Jacques Chirac, forseti Frakklands, ákallaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi í gær til að veita stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins samþykki sitt þegar hún gengur til atkvæða um hann á sunnudaginn. 26.5.2005 00:01 Eyjaborgin Reykjavík Sjálfstæðismenn vilja allt að 350 hektara uppfyllingu við sundin, meðal annars frá Örfirisey út í Akurey og byggð í Engey með brú og göngum. Einnig er gert ráð fyrir byggð í Viðey. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti í gær hugmyndir um nýja byggð fyrir 30 þúsund íbúa á eyjunum við sundin 26.5.2005 00:01 Kosningar lögmætar Kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar segir að kosningar í öll embætti á landsfundinum hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins. 26.5.2005 00:01 Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi Í kjölfar 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi tók til starfa aðgerðahópur sem hefur nú lagt fram drög að aðgerðaráætlun og komið henni á framfæri við ráðuneyti dómsmála, félagsmála, menntamála og heilbrigðismála. Boðað er<font color="#ffff00"> </font>til fundar um málefnið á Grand Hótel á morgun. 26.5.2005 00:01 Sprenging í Madríd Bílsprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Fregnir af þessu eru enn mjög takmarkaðar en samkvæmt lögreglu er þó staðfest að einn hafi særst. Sprengjan sprakk þremur stundarfjórðungum eftir að basknesku dagblaði barst tilkynning í nafni ETA, samtökum aðskilnaðarsinnaðra Baska 25.5.2005 00:01 Vatnsæð til Hafnarfjarðar sprakk Önnur af aðalvatnsæðum sem liggja til Hafnarfjarðar sprakk nálægt Smáralindinni í Kópavoginum um áttaleytið í gærkvöld. Sigurður Guðmundsson, vélfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir Hafnfirðinga þó ekki þurfa að óttast vatnsleysi þar sem um varaæð úr Vífilstaðarbrunni er að ræða. 25.5.2005 00:01 Níu látist undanfarinn sólarhring Þrír bandarískir hermenn létu lífið er bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær og hafa því níu hermenn látist á undanförnum sólarhring. Hermaðurinn lést þegar skotið var á hann úr bifreið á ferð og annar er skotið var á hann úr launsátri. Þá létust fjórir hermenn lífið í sprengingu í landinu í gær á fjölfarinni götu. 25.5.2005 00:01 Tvö innbrot í nótt Brotist var inn í tölvuverslun HP við Brautarholt í Reykjavík í nótt og þaðan stolið tveimur fartölvum, samtals að verðmæti um hálf milljón króna. Þá rannsakar lögreglan innbrot í íbúð við Eyjabakka í Breiðholti í nótt. 25.5.2005 00:01 Valdarán í Gíneu-Bissá Valdarán var framið í Gíneu-Bissá í morgun. Það var Kumba Jalla, fyrrverandi leiðtogi landsins, sem rændi völdum. Sjálfum var honum steypt af stóli árið 2003. 25.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sakar DV um gróft virðingarleysi Forstjóri Landspítalans sakar DV um að sýna manni, sem sýktist af hermannaveiki, gróft virðingarleysi með því að birta mynd af honum og nafn hans í blaðinu í dag. 26.5.2005 00:01
Skákeinvígi í undirbúningi Unnið er að því að koma á skákeinvígi á Íslandi síðar á árinu þar sem Bobby Fischer myndi tefla opinberlega í fyrsta sinn síðan 1992. Bandarískur auðkýfingur Alex Titomirov er reiðubúinn að leggja fram stórar fjárhæðir í verðlaunafé. 26.5.2005 00:01
Blásið til stórsóknar Íraska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist skera upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu. Að minnsta kosti fimmtán Írakar dóu í árásum gærdagsins. 26.5.2005 00:01
Flóð í Brasilíu Gríðarleg úrkoma var í suðurhluta Brasilíu í vikunni og myndaðist mikill vatnselgur af þeim sökum. 26.5.2005 00:01
Pillan dregur úr kynhvötinni Ný rannsókn vísindamanna við Boston-háskóla í Bandaríkjunum bendir til þess að getnaðarvarnapillan geti dregið varanlega úr kynhvöt kvenna. 26.5.2005 00:01
Gagnvirkt sjónvarp ekki fyrir alla Gagnvirkt sjónvarp, sem Síminn er þessa dagana að kynna viðskiptavinum sínum, verður aðeins í boði á Akureyri og Húsavík, utan suðvesturhorns landsins. 26.5.2005 00:01
Misvísandi fréttir um al-Zarqawi Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak notar gjarnan birtust í gærmorgun fregnir um að nýr yfirmaður samtakanna hefði verið skipaður til bráðabirgða í forföllum Abu Musab al-Zarqawi. 26.5.2005 00:01
Fljótum sofandi að feigðarósi Í stað þess að bregðast við fuglaflensuvánni fljóta ráðamenn heims sofandi að feigðarósi. Áætlanir um útbreiðslu veikinnar eru í besta falli bjartsýnar. Þetta er mat vísindaritsins Nature sem kom út í gær. 26.5.2005 00:01
Afstaðan farin að bera ávöxt Aðeins degi eftir að Íranar lofuðu að hætta auðgun úrans ákvað Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, að hefja á ný viðræður við Írana um aðild að stofnuninni. Formlegar viðræður við Írana áttu sér síðast stað árið 1996 en þeim var þá hætt vegna andstöðu Bandaríkjamanna. 26.5.2005 00:01
Sótt að Barroso Vantrauststillaga hægrisinnaðra Evrópuþingmanna á Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var felld með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu í gær. 26.5.2005 00:01
Fjölmiðlar sýni virðingu Forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss segir í tilkynningu á heimasíðu Landspítalans að DV hafi sýnt sjúklingi, sem dvelur á sjúkrahúsinu og fjölskyldu hans gróft virðingarleysi með myndbirtingu og nafngreiningu á honum. <font face="Helv"></font> 26.5.2005 00:01
SA vilja lækkun vaxtabóta Skiptar skoðanir eru um tillögur Geirs H. Haarde fjármálaráðherra um að til greina komi að endurskoða vaxtabótakerfið hér á landi. Yfirlýsingar ráðherrans koma í kjölfarið á skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um að draga beri úr útgjöldum hins opinbera vegna vaxtabóta. 26.5.2005 00:01
Berlingske skrifar um Hannesarmál Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær alllanga frétt um málaferli ættingja Halldórs Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og þeim deilum sem ævisaga Hannesar hefur vakið. 26.5.2005 00:01
Kanna arðsemi og umhverfisáhrif "Áður en hægt er að taka afstöðu til álvers í Helguvík þarf fyrst að kanna arðsemi jafnt álversins og þeirra jarðvarmavirkjana sem því tengjast. Jafnframt finnst mér ljóst að fara þarf yfir umhverfisþætti málsins," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar 26.5.2005 00:01
Sýna vöðva og tennur Fulltrúar flokkanna þriggja, sem koma að Reykjavíkurlistanum, funduðu í gær um framtíð samstarfsins. 26.5.2005 00:01
Barið á egypskum mótmælendum Atkvæðagreiðsla fór fram í fyrradag um endurbætur á kosningalöggjöf Egyptalands og lágu úrslit þeirra fyrir í gær. 26.5.2005 00:01
Palestínumönnum heitið aðstoð George W. Bush Bandaríkjaforseti og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, funduðu í gær í Hvíta húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Abbas sækir Bandaríkjaforseta heim. 26.5.2005 00:01
Actavis undir spám Uppgjörið í takt við væntingar forstjórans sem sér fram á mikinn vöxt á þessu ári. Hagnaðurinn var 11,1 milljón evra eða 900 milljónir króna. 26.5.2005 00:01
Fischer að skákborðinu að nýju Bobby Fischer sest að líkindum við skákborðið á ný á næstunni til þess að taka slembiskák við einn af sterkustu skákmönnum heims. Fornvinur Fischers, Borís Spasskí, kom ásamt rússneskum auðmanni hingað til lands til að sannfæra Fischer um ráðagerðina. 26.5.2005 00:01
Refsa Chirac fyrir efnahagsmálin Á sunnudaginn kemur fella Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu ef að líkum lætur. Nýjustu kannanir benda til þess að fimmtíu og fimm prósent þeirra sem ætla á kjörstað hyggist greiða atkvæði gegn stjórnarskránni. 26.5.2005 00:01
Friðargæslumenn tryggðir Tryggingastofnun ríkisins sem áður hafði synjað friðargæsluliðunum þremur sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl síðasta haust um bætur hefur nú breytt afstöðu sinni og samþykkir nú að um bótaskylt slys hafi verið að ræða. 26.5.2005 00:01
Fyrrum starfsmenn sýknaðir Fjórir fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood International í Hafnarfirði voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af kröfum félagsins sem vildi að þeim yrði bannað að ráða sig í þjónustu keppinautarins, Seafood Union, til júníloka á þessu ári. 26.5.2005 00:01
Tveir af þremur sýknaðir Dómur féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra yfir þremur mönnum sem gert var að sök að hafa lamið þann fjórða það illa á Húsavík í fyrrasumar að hann hlaut sýnilega áverka á höfði. 26.5.2005 00:01
Leikfélagið sýknað Leikfélag Akureyrar hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi leikara félagsins um vangoldin laun vegna ólögmætrar uppsagnar. 26.5.2005 00:01
Nýr dagur slapp við sekt Héraðsdómur Norðurlands eystra ógilti fjárnám Bílastæðasjóðs Akureyrar í bíl fyrirtækisins Nýr dagur sem gert var vegna þess að fyrirtækið neitaði að borga stöðumælasekt. 26.5.2005 00:01
Ætlaði að selja efnin Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem tekinn var með 300 grömm af amfetamíni á heimili sínu í ársbyrjun 2004. 26.5.2005 00:01
Kynferðisbrotsdómur staðfestur Rúmlega tvítugur maður var í Hæstarétti dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa haft kynmök við tólf ára gamla stúlku á heimili sínu á Akureyri árið 2002. 26.5.2005 00:01
Vilhjálmur vill prófkjör Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vill að flokkurinn haldi prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann sækist eftir fyrsta sætinu og lítur ekki á það sem þrýsting á sig þótt Gísli Marteinn Baldursson hafi einnig lýst áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum. 26.5.2005 00:01
Þrjú ár fyrir tæp þrjú kíló Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. 26.5.2005 00:01
Kaupa nánast ósökkvandi skip Slysavarnarfélagið Landbjörg ætlar nú að ráðast í að endurnýja þrjú skip úr fjórtán skipa flota sínum. Skipin sem um ræðir eru þrjú Arun Class björgunarskip frá Englandi sem eru mun hraðskreiðari og öruggari en skipin sem þau leysa af hólmi. 26.5.2005 00:01
Múgæsing í Keflavík Múgæsing hefur, að mati lögreglunnar, gripið um sig í Keflavík vegna tilrauna manns til að lokka börn upp í bíl til sín. Lögreglan mun hugsanlega standa vakt fyrir utan grunnskóla í Reykjanesbæ næstu daga. 26.5.2005 00:01
Endurtaka þarf viðvörun við börn Endurtekin fræðsla þar sem börn eru vöruð við því að fara upp í bíl með ókunnugum er nauðsynleg. Foreldrar verða líka að vera vissir um að börnin skilji það sem við þau er sagt. 26.5.2005 00:01
Út á hvað gengur stjórnarskrá ESB? Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. 26.5.2005 00:01
Óskir um líf og dauða skráðar Guðjón Sigurðsson varð í dag fyrstur Íslendinga til að skrifa undir lífsskrá. Guðjón, sem þjáist af MND- sjúkdómnum, tilgreinir meðal annars í skránni hverjum hann treystir til að taka ákvarðanir sem snerta líf hans og dauða, geti hann ekki lengur tjáð sig. 26.5.2005 00:01
Endurbótum á Engey lokið Engey RE, stærsta skip á Íslandi, liggur við Miðbakkann í Reykjavík og gnæfir þar yfir önnur skip og byggingar. Skipið er í eigu HB Granda en það var keypt um síðustu áramót og hafa breytingar á skipinu staðið yfir síðan. 26.5.2005 00:01
Gefa Frakkar ESB spark? Jacques Chirac, forseti Frakklands, gerði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld lokaáhlaup að því að telja landa sína á að samþykkja stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann á sunnudaginn. Chirac, sem ákvað að eigin frumkvæði að skjóta málinu í þjóðaratkvæði, óttast nú hið versta. 26.5.2005 00:01
Chirac ákallar þjóð sína Jacques Chirac, forseti Frakklands, ákallaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi í gær til að veita stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins samþykki sitt þegar hún gengur til atkvæða um hann á sunnudaginn. 26.5.2005 00:01
Eyjaborgin Reykjavík Sjálfstæðismenn vilja allt að 350 hektara uppfyllingu við sundin, meðal annars frá Örfirisey út í Akurey og byggð í Engey með brú og göngum. Einnig er gert ráð fyrir byggð í Viðey. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti í gær hugmyndir um nýja byggð fyrir 30 þúsund íbúa á eyjunum við sundin 26.5.2005 00:01
Kosningar lögmætar Kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar segir að kosningar í öll embætti á landsfundinum hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins. 26.5.2005 00:01
Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi Í kjölfar 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi tók til starfa aðgerðahópur sem hefur nú lagt fram drög að aðgerðaráætlun og komið henni á framfæri við ráðuneyti dómsmála, félagsmála, menntamála og heilbrigðismála. Boðað er<font color="#ffff00"> </font>til fundar um málefnið á Grand Hótel á morgun. 26.5.2005 00:01
Sprenging í Madríd Bílsprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Fregnir af þessu eru enn mjög takmarkaðar en samkvæmt lögreglu er þó staðfest að einn hafi særst. Sprengjan sprakk þremur stundarfjórðungum eftir að basknesku dagblaði barst tilkynning í nafni ETA, samtökum aðskilnaðarsinnaðra Baska 25.5.2005 00:01
Vatnsæð til Hafnarfjarðar sprakk Önnur af aðalvatnsæðum sem liggja til Hafnarfjarðar sprakk nálægt Smáralindinni í Kópavoginum um áttaleytið í gærkvöld. Sigurður Guðmundsson, vélfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir Hafnfirðinga þó ekki þurfa að óttast vatnsleysi þar sem um varaæð úr Vífilstaðarbrunni er að ræða. 25.5.2005 00:01
Níu látist undanfarinn sólarhring Þrír bandarískir hermenn létu lífið er bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær og hafa því níu hermenn látist á undanförnum sólarhring. Hermaðurinn lést þegar skotið var á hann úr bifreið á ferð og annar er skotið var á hann úr launsátri. Þá létust fjórir hermenn lífið í sprengingu í landinu í gær á fjölfarinni götu. 25.5.2005 00:01
Tvö innbrot í nótt Brotist var inn í tölvuverslun HP við Brautarholt í Reykjavík í nótt og þaðan stolið tveimur fartölvum, samtals að verðmæti um hálf milljón króna. Þá rannsakar lögreglan innbrot í íbúð við Eyjabakka í Breiðholti í nótt. 25.5.2005 00:01
Valdarán í Gíneu-Bissá Valdarán var framið í Gíneu-Bissá í morgun. Það var Kumba Jalla, fyrrverandi leiðtogi landsins, sem rændi völdum. Sjálfum var honum steypt af stóli árið 2003. 25.5.2005 00:01