Innlent

Kaupa nánast ósökkvandi skip

Slysavarnarfélagið Landbjörg ætlar nú að ráðast í að endurnýja þrjú skip úr fjórtán skipa flota sínum. Skipin sem um ræðir eru þrjú Arun Class björgunarskip frá Englandi sem eru mun hraðskreiðari og öruggari en skipin sem þau leysa af hólmi. Þetta er 43 brúttórúmlesta sérhönnuð björgunarskip sem geta athafnað sig í mjög vondum veðrum. Þau eru smíðuð úr plasti og búinn fullkomnum fjarskipta- og siglingatækjum sem og afar góðum sjúkra- og björgunarbúnaði. Ganghraði skipanna er 18 sjómílur á klukkustund og á myndinni má einmitt sjá slíkt skip á fullri ferð. Skipin eru þannig hönnuð að þau eru því sem næst ósökkvandi. Hvolfi skipinu þá snýr það sér sjálkrafa á réttan kjöl aftur. Auðvitað kostar það skildinginn að festa kaup á slíkum tryllitækjum og því leitar Slysavarnarfélagið Landsbjörg til almennings um aðstoð. Gíróseðlar verða sendir inn á heimili á næstu dögum og almenningur beðinn um aðstoð við að "loka hringnum" eins og átakið er kallað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×