Innlent

Gagnvirkt sjónvarp ekki fyrir alla

Gagnvirkt sjónvarp, sem Síminn er þessa dagana að kynna viðskiptavinum sínum, verður aðeins í boði á Akureyri og Húsavík, utan suðvesturhorns landsins. Undanfarna mánuði hefur Síminn byggt upp dreifikerfi sjónvarps með ADSL-tækni á landsbyggðinni og geta þeir sem nýta sér þá tækni horft á tíu sjónvarpsstöðvar í stafrænum gæðum. Með gagnvirku sjónvarpi verður meðal annars hægt að fjölga sjónvarpsrásum í sextíu og leigja myndir. Síminn segir að ekki sé til staðar nægileg bandbreidd til að bjóða þessa þjónustu. Ekki verði bætt úr því í bili vegna kostnaðar og ekki hægt að segja hvenær það verði mögulegt. Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×