Fleiri fréttir

Aðeins stafræn sjónvörp árið 2012

Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að öll sjónvarpstæki í ríkjum sambandsins verði stafræn fyrir árið 2012 og ekkert verði eftir af sjónvarpstækjum með svonefndri hliðrænni tækni. Aðgerðin er liður í Lissabon-áætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að auka samkeppnishæfni sambandsins.

119 daga löng ræða

Breskur lögmaður mun í dag ljúka lengstu ræðu sem haldin hefur verið við réttarhöld í landinu. Ræða hans hefur staðið yfir í eitt hundrað og nítján daga. Hann er verjandi Englandsbanka en BCCI-bankinn hefur krafið Englandsbanka um nærri níutíu milljarða króna í bætur vegna mistaka.

Al-Qaida með aðsetur í V-Afríku?

Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa hreiðrað um sig á vesturströnd Afríku. Þessu heldur saksóknari við stríðaglæpadómstólinn vegna Síerra Leóne fram.

Íslendingur með hermannaveiki

Íslendingur liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans með hermannaveiki. Maðurinn kom heim úr fríi á Ítalíu í síðustu viku og er talið að hann hafi smitast af hermannaveiki á hóteli í Róm. Maðurinn nýtur nú meðferðar en hann er sagður þungt haldinn, bæði með lungnabólgu og hermannaveiki.

Veikin gæti breiðst út með Glommu

Hermannaveikin í Noregi gæti breiðst út með stærstu á landsins, Glommu. Þrjátíu og fjórir hafa nú greinst með hermannaveiki í Noregi og voru tveir til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús í nótt.

VG harmar hótanir Alfreðs

Stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs harmar hótanir Alfreðs G. Þorsteinssonar um að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að geta selt rafmagn til stóriðju.

Væntingarnar hvetja til aðhalds

Væntingar um frekari stóriðjuframkvæmdir koma til með að hafa áhrif á aðgerðir í peningamálum á næstunni, samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka í dag. Segir að framkvæmdir þær sem nú sé rætt um, bæði í Helguvík og fyrir norðan, séu af þeirri stærðargráðu að þær hreyfi umtalsvert við hagkerfinu.

Þrír særðust í árásinni

Staðfest hefur verið að þrír hafi særst í sprengjuárásinni í Madríd í morgun. Viðvörun barst dagblaði um þremur stundafjórðungum áður en sprengjan sprakk og því var unnt að rýma svæðið.

Flug milli Póllands og Egilsstaða

Beint flug á milli Póllands og Egilsstaða hefst í haust og nú þegar er komið á flug á milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar og Vilníus í Litháen.

2600 umsóknir í 1200 störf

Um 2600 ungmenni hafa sótt um tólf hundruð sumarstörf í gegnum Vinnumiðlun ungs fólks í Reykjavík. Þegar hafa tæplega níu hundruð ungmenni fengið vinnu.

Indverjar vilja opna sendiráð

Indverjar telja ástæðu til að kanna opnun sendiráðs hér á landi. Ástæðan er lykilstaðsetning landsins. Beint flug milli landanna er líka í kortunum.

Símaskráin komin út

Vinsælasta bók landsmanna, Símaskráin, fyrir árið 2005 er komin út. Skráin er hvorki meira né minna en 1485 blaðsíður og prentuð í 230.000 eintökum. Í skránni eru 335.000 skráningar en sú breyting var gerð í fyrra að skráin var á ný sett í eitt bindi og hefur það mælst vel fyrir.

1000 hermenn í samræmdri aðgerð

Hátt í þúsund írakskir og bandarískir hermenn létu til skarar skríða í vesturhluta Íraks í dag í leit að hryðjuverkamönnum. Leitað hefur verið hús úr húsi í bænum Haditha og hafa margir þegar verið yfirheyrðir.

Ráðherra endurskoði gjaldskrá

<font face="Helv"></font> Umboðsmaður Alþingis hefur í úrskurði sínum beint þeim tilmælum til menntamálaráðherra að endurskoða gjaldskrá fyrir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Lyf gegn ótímabæru sáðláti

Vísindamenn við háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum hafa þróað lyf gegn ótímabæru sáðláti karla. Á milli 10 og 30 prósent allra karla þjást af vandamálinu að sögn sérfræðinga.

Ný reglugerð gegn smitsjúkdómum

Alþjóðaheilbrigðisþingið hefur samþykkt nýja alþjóðaheilbrigðisreglugerð. Markmiðið með henni er að hindra alþjóðlega útbreiðslu smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna án þess að valda ónauðsynlegri röskun á alþjóðlegri umferð og viðskiptum.

Skattsvikamál fyrir héraðsdómi

Ríkislögreglustjóri hefur krafist refsingar til handa fyrrum eigendum og forsvarsmönnum Allrahanda - Ísferða vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda.

Fuglaflensuveiran er hér

Fuglaflensuveiran er án vafa til staðar í villtum fuglum hér á landi, segir sóttvarnarlæknir. Hann segir þó nær útilokað að hér skapist hætta á að faraldur verði til eða breiðist út. Tiltekin skilyrði þurfi til að slíkt geti gerst. </font /></b />

Mikilvægt að verja fólk og dýr

Beðið er fjárveitingar frá stjórnvöldum til að hægt sé að hefja skimun fyrir fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum hér. Landbúnaðarráðherra segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr. </font /></b />

Leitar að olíu við Færeyjar

Norski olíurisinn Statoil undirbýr nú frekari leit eftir olíu við Færeyjar. Þrjú skip munu stunda rannsóknir á hafsbotninum við eyjarnar í sumar og er eitt þeirra þegar komið á vettvang.

Banna birtingu auglýsinganna

Auglýsingar Umferðarstofu, sem birst hafa í sjónvarpi og blöðum og sýna lítil börn í hættulegum aðstæðum, brjóta í bága við samkeppnislög og hefur birting þeirra verið bönnuð samkvæmt ákvörðun Samkeppnisráðs í dag.

Bozize kjörinn forseti

Jean-Francoise Bozize sigraði í síðari umferð forsetakosninganna í Mið-Afríkulýðveldinu og er því réttkjörinn forseti landsins. Bozize hlaut um 65 prósent atkvæða en helsti keppinautur hans, Martin Ziguele, fékk 35 prósent.

Hefur gefið gagnlegar upplýsingar

Pakistanskir embættismenn greindur frá því í gær að meintur al-Kaída liði, Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var fyrr í mánuðinum, hefði þegar gefið mikilvægar upplýsingar sem leitt hefðu til handtöku um tíu manna.

Hermannaveikin á undanhaldi

Norsk stjórnvöld telja sig hafa komist fyrir frekari útbreiðslu hermannaveikinnar sem kom upp á Østfoldsvæðinu sunnan við Osló um síðustu helgi. Milli 30 og 40 manns hafa sýkst og fimm hafa látist. 

Svíar brjóta gegn barnasáttmála

Hópur sænskra barnalækna heldur því fram að sænsk stjórnvöld brjóti iðulega gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sömuleiðis gegn sænskum útlendingalögum. 

ETA enn við sama heygarðshornið

Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, sprengdu öfluga bílsprengju í Madríd í gær. Átján særðust í tilræðinu en enginn mjög alvarlega. Þetta er sjötta árás ETA síðan forsætisráðherra Spánar sagðist reiðubúinn til að hefja viðræður við samtökin að vissum skilyrðum uppfylltum.

Með 64 tonn af kvikasilfri um borð

Norski sjóherinn hefur staðfest að 64 tonn af kvikasilfri séu um borð í þýsku kafbátsflaki undan ströndum Noregs. Norsk náttúruverndarsamtök hafa krafist þess að kvikasilfrinu verði bjargað úr flakinu.

Óprúttnir aðilar að verki?

Mikið uppnám varð í Moskvu í morgun þegar stór hluti borgarinnar varð rafmagnslaus. Samgöngur lágu meðal annars niðri niðri og kauphöllin varð óstarfhæf en svo virðist sem afleiðingarnar hafi ekki verið stórvægilegar. Pútín forseta grunar að óprúttnir aðilar hafi verið að verki.</font />

Hringdi of oft í neyðarlínuna

Dorothy Densmore, 86 ára gamalli bandarískri konu, var stungið í steininn fyrr í vikunni fyrir að hafa hringt tuttugu sinnum í neyðarlínuna á hálftíma til að kvarta yfir þjónustu pítsustaðar.

Íslendingur með hermannaveiki

Íslenskur karlmaður sem greinst hefur með hermannaveiki liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Að sögn vakthafandi læknis er ástand mannsins stöðugt.

Eldgos í Mexíkó

Mikið eldgos hófst á mánudaginn í Colima-fjalli sem er 690 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg. Enginn er þó talinn í hættu enda er mannabyggð fjarri fjallinu.

Þingið gengur gegn vilja Bush

George W. Bush gæti beitt neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn samþykki Bandaríkjaþing að afnema takmarkanir á opinberum fjárframlögum til stofnfrumurannsókna. Fulltrúadeildin hefur fyrir sitt leyti lagt blessun sína yfir það.

Meint kosningasvindl rannsakað

"Fyrsti fundur framkvæmdastjórnar fer fram á mánudaginn kemur og þá verður þetta mál skoðað og ákvörðun tekin," segir Gunnar Svavarsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.

Draga úr þróun kjarnorkuvopna

Íranar munu halda áfram að draga úr þróun kjarnorkuvopna að sögn Jack Straw, utanríkisáðherra Bretlands. Straw lýsti þessu yfir í dag eftir að hafa setið þriggja tíma fund með forsvarsmönnum kjarnorkumála í Íran, ásamt utanríkisráðherrum Þýskalands og Frakklands, þar sem málið var rætt ítarlega.

Átti að skjóta vélina niður

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, gaf hernum leyfi til að skjóta niður Cessnu-vél sem flaug yfir Washingtonborg þann 11. maí síðastliðinn. <em>Washington Post</em> greinir frá þessu í dag.

Löglega staðið að uppsögn

Leikfélag Akureyrar var í gær sýknað af kröfum Aðalsteins Bergdal, leikara, sem gert hafði kröfur um skaðabætur vegna uppsagnar sinnar en honum var sagt upp störfum eftir að hafa neitað samvisku sinnar vegna að taka þátt í uppsetningu leikrits.

Samkeppnisráð: VÍS sæti skilyrðum

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Vátrygginafélagi Íslands sé heimilt að eiga ráðandi hlut í nýju tryggingafélagi. Félagið verður til við sameiningu Íslandstryggingar sem VÍS keypti og tryggingafélagsins Varðar sem VÍS átti fyrir.

Fimm látnir úr veikinni í Noregi

Í Noregi fjölgar hermannaveikitilfellum ennþá. Þar hafa nú þrjátíu og fimm greinst með veikina, þar af einn í dag. Fimm eru látnir.

Barnaauglýsingar bannaðar

Auglýsingar Umferðarstofu þar sem börn verða fyrir slysum voru úrskurðaðar ólöglegar af samkeppnisráði.

156 milljónir í girðingar

Langt er nú liðið á sauðburð í sveitum landsins og ökumenn hafa nokkuð orðið varir við sauðfé á vegum landsins síðustu daga. Á síðustu fimm árum hefur að meðaltali verið tilkynnt um 225 slys vegna sauðfjár til lögreglu og þau eru 17% af öllum slysum verða í dreifbýli. Búast má við að óhöppin séu fleiri en ekki sé tilkynnt um þau öll. 

Alið á ótta og óöryggi

Í fréttatilkynningu vegna birtingar ársskýrslu Amnesty International segir: "Ríkisstjórnir hafa ekki staðið við loforð sín um að virða mannréttindi og hættuleg stefnubreyting hefur orðið í þróun mannréttinda."

Fleiri Palestínumenn deyja

Í ársskýrslu Amnesty kemur fram að ísraelskar hersveitir hafi fellt að minnsta kosti 700 Palestínumenn á síðasta ári og þar af að minnsta kosti 150 börn. Í skýrslunni segir að lunginn af þessu mannfalli hafi orðið í gálausum skotárásum og loftárásum á íbúðabyggðir óbreyttra borgara.

Bandaríkin fá skömm í hattinn

Bandarísk stjórnvöld fá skömm í hattinn í nýrri skýrslu Amnesty International fyrir árið 2004. Þar eru sérstaklega tiltekin mannréttindabrot á föngum í Guantanamo-flóa á Kúbu sem þar er haldið án dóms og laga.

Jaxlinn í banni í Vesturbyggð

Hafnarstjórn Vesturbyggðar hefur ákveðið að hætta að þjónusta strandferðaskipið Jaxlinn, sem er í eigu Sæskipa ehf., vegna skulda útgerðarfélagsins við hafnir.

Reynir að lokka börn í bíl sinn

Karlmaður í Reykjanesbæ hefur sést utan við grunnskóla í bænum þar sem hann hefur reynt að lokka börn í bílinn til sín með sælgæti. Lögreglan í Keflavík beinir því til foreldra að þau brýni fyrir börnum sínum að þau fari ekki upp í bifreið hjá ókunnugu fólki.

Sjá næstu 50 fréttir