Innlent

Vatnsæð til Hafnarfjarðar sprakk

Önnur af aðalvatnsæðum sem liggja til Hafnarfjarðar sprakk nálægt Smáralindinni í Kópavoginum um áttaleytið í gærkvöld. Sigurður Guðmundsson, vélfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir Hafnfirðinga þó ekki þurfa að óttast vatnsleysi þar sem um varaæð úr Vífilstaðarbrunni er að ræða en aðalæðin, sem liggur frá Reynisvatnsheiði, er mun nýrri og í góðu lagi. Æðin sem sprakk var yfir 25 ára gömul og verður hafist strax handa við að laga rörið. Talsvert flóð myndaðist en Sigurður segir þó tjónið af völdum vatnsins ekki mikið. Sigurður segist ekki geta sagt til um hvenær rörið verði tilbúið að nýju eða hver kostnaðurinn sé en Orkuveitan ber allan kostnað af verkinu og því tjóni sem hugsanlega hefur myndast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×