Fleiri fréttir

Heilsa Rainiers fursta versnar enn

Heilsu Rainiers fursta af Mónakó hefur enn farið hrakandi í dag. Jóhannes Páll páfi, sem sjálfur hefur ekki varið varhluta af heilsubresti undanfarin misseri, er á meðal þeirra sem sent hafa furstanum baráttukveðjur í dag.

Þúsund manns heimilislaus

Um þúsund manns eru heimilislaus eftir mikil flóð á Madagaskar-eyju í dag. Gríðarlega rigningarsamt hefur verið þar undanfarna daga og yfirborð sjávar hækkað í kjölfarið. Að minnsta kosti fjögurra er saknað en flóðin gengu á land á sunnanverðri eyjunni.

Bjargað af þaki Péturskirkjunnar

Karlmaður fór út á þak Péturskirkjunnar í Páfagarði í dag og hótaði að stökkva fram af. Heimildir herma að hann hafi sagst ekki láta verða af því ef Jóhannes Páll páfi myndi setja á laggirnar happadrætti til styrktar munaðarlausum börnum.

Fingraför á klámblaði Jacksons

Kviðdómi í réttarhöldunum yfir Michael Jackson var í dag sýnt klámblað sem á eru fingraför poppstjörnunnar og drengsins sem sakar Jackson um kynferðisofbeldi. Verjandi Jacksons segir það ekki sanna að Jackson hafi sýnt drengnum blaðið heldur hafi drengurinn rétt eins getað farið í gegnum eigur Jacksons í leyfisleysi og skoðað það.

Lóðin a.m.k. fimm milljarða virði

Lóðin í Öskjuhlíð sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykjavík er að minnsta kosti fimm milljarða króna virði. 20-30 þúsund manns gætu starfað í Vatnsmýrinni á næstu árum þegar nýtt þekkingarþorp verður að veruleika.

Trúnaðarpappírar á víðavangi

Skjalamöppur með nöfnum fólks sem hefur átt í útistöðum vegna meðlagsmála, faðernismála, skilnaðarmála og forsjármála lágu fyrir hunda og manna fótum á bak við hús Sýslumannsins í Reykjavík. 

Foreldrar Schiavo áfrýja ekki

Foreldrar Terri Schiavo, sem legið hefur heilasködduð í hálfgerðu dái í 15 ár, munu ekki áfrýja niðurstöðu dómara um að taka slöngu sem gefur henni næringu úr sambandi. Schiavo hefur nú verið án næringar í nokkra daga og henni hrakar sífellt.

Þyrlan sótti slasaðan mann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ungan mann sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af svokölluðu átthjóli við Gufuskála, nærri Ólafsvík, um sexleytið í kvöld. Fimm önnur ungmenni voru farþegar á hjólinu og slösuðust þau minna.

Ummæli Fischers verði rannsökuð

Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. 

Bakiyev býður sig fram til forseta

Efnt verður til forsetakosninga í Kirgistan í júní þar sem Kurmanbek Bakiyev, leiðtogi þeirrar stjórnar sem nú er við völd í landinu, tekst á við Ashkar Akayev sem kosinn var forseti landsins fyrir tæpum mánuði.

Páskafrí grunnskólanna ekki stytt

Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. 

Fann18 ára gamalt flöskuskeyti

Grænlenskt fótboltalið sendi flöskuskeyti frá suðurodda Grænlands fyrir átján árum. Kveðjan barst lítilli stúlku úr Kópavogi á skírdag sem fann flöskuna í fjörunni við Straumsvík.

Stjórnarandstaðan tekin við völdum

Stjórnarandstaðan í Kirgistan hefur tilnefnt nýjan forseta og virðist hafa tekið við stjórnartaumunum um allt land. Stjórnarbylting var gerð í Kirgistan í gær þegar andstæðingar forsetans risu upp í miklum mótmælum og hrifsuðu völdin.

Greiðfært um helstu þjóðvegi

Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins. Þó eru hálkublettir á Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og á milli Akureyrar og Ljósavatns.

Óháð rannsókn verði heimiluð

Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hvetja stjórnvöld í Líbanon til að heimila alþjóðlega og óháða rannsókn á því hver myrti Rafik Hariri, forsætisráðherra landsins, í síðasta mánuði. Líbanonsstjórn hefur sjálf rannsakað málið en sú rannsókn þykir gölluð og óáreiðanleg.

Opið á skíðasvæðum fyrir norðan

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag til klukkan fimm. Þar er átta stiga hiti, logn og léttskýjað. Einnig er opið í Tindastóli ofan Sauðárkróks en lokað er í Bláfjöllum og Skálafelli.

Hægt að bjarga tugþúsundum barna

Hægt væri að bjarga lífi tugþúsunda barna í Afríku með því að bólusetja þau fyrir lungnabólgu. Þetta er niðurstaðan í nýrri tilraun sem gerð hefur verið. Það kom nokkuð á óvart hversu mikil áhrif slík bólusetning hefur en bólusetning gegn lungnabólgu og heilahimnubólgu á um 17 þúsund ungabörnum minnkar barnadauða um heil 16%.

Heimilislæknar lesa Passíusálmana

Heimilislæknar lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í tilefni af Föstudeginum langa í Grafarvogskirkju í dag frá klukkan hálf tvö til sjö. Tónlistarumsjón hefur Hörður Bragason organisti, Birgir Bragason leikur á bassa og Hjörleifur Valsson á fiðlu.

Fuglaflensan herjar enn

Tala þeirra sem látist hafa úr fuglaflensu í Víetnam hækkar enn. Í dag var tilkynnt að 17 ára gömul stúlka hafi látist af völdum veirunnar í fyrradag og hafa þá 35 íbúar landsins látist af þeim sökum.

Af hverju þessi áhugi á Fischer?

Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. 

Fischer tók daginn snemma

Bobby Fischer tók daginn snemma og fór í gönguferð, þrátt fyrir að hann væri örþreyttur eftir langt ferðalag frá Japan, en hann kom loksins til landsins með íslenskt vegabréf og íslenskt ríkisfang seint í gærkvöld.

Vilja starfa með nýrri stjórn

Stjórnvöld í Rússlandi segjast reiðubúin að starfa með nýrri stjórn í Kirgistan og jafnframt að fyrrverandi forseti landsins gæti fengið hæli í Rússlandi. 

Fleiri ETA-meðlimir handteknir

Spænska lögreglan handtók þrjá meinta meðlimi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, í morgun. Mennirnir vorui handteknir í borginni San Sebastian og var töluvert magn vopna gert upptækt. Þetta er þriðja handtakan á aðilum sem taldir eru tengjast ETA á jafnmörgum dögum.

Skemmdir á skála eftir skothríð

Tilkynnt var um skemmdir á skála við Djúpavatn, m.a. eftir skothríð, í gær. Höfðu 20 rúður verið brotnar í skálanum auk salernis sem er í úthýsi. Þá höfðu tvær hurðir og tvö salerni verið brotin.

Blóðbaðið heldur áfram

Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar.

Útgöngubann og hervaldi beitt

Þingið í Kirgistan hefur beðið hin nýju stjórnvöld landsins um að lýsa yfir útgöngubanni í höfuðborginni, Bishkek, og jafnvel beita hervaldi vegna þess að fjöldi fólks fer um ruplandi og rænandi í kjölfar byltingarinnar sem gerð var í gær.

Segja Stöð 2 hafa stýrt heimkomu Fischers

Velunnarar Bobbys Fischers fara hörðum orðum um framgöngu Stöðvar 2 við heimkomu skákmeistarans og segja stöðina hafa stolið senunni. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson sendi frá sér segir að lögregla hafi tekið við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 en ekki frá Fischer nefndinni. Ennfremur segir að það hljóti að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina i eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni.

Aldrei fór ég suður lengd

Rokkhátíðin „Aldrei fór ég suður“ hefst fyrr en áætlað var vegna meiri þátttöku tónlistarmanna en áætlað hafði verið. „Þegar farið var að raða niður hljómsveitum kom í ljós að okkur hafði ekki tekist að skera niður eins mikið og við ætluðum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í samtali við fréttavef Bæjarins besta.

Hóta hryðjuverkum í Frakklandi

Bréf þar sem hótað er hryðjuverkum hafa borist Jacques Chirac, forseta Frakklands, og innanríkisráðuneyti landsins. Að sögn franskra yfirvalda vou bréfin send í gær og er þar farið fram á peningagreiðslu; að öðrum kosti muni eitthvað miður ánægjulegt eiga sér stað í maímánuði.

Fjarðaál fær leyfi fyrir byggingu

Fjarðaál hefur fengið tímabundið leyfi frá umhverfisnefnd Fjarðabyggðar til að reisa þjónustu- og upplýsingamiðstöð við gamla þjóðveginn, vestan við Sómastaði. Um er að ræða upplýsingamiðstöð fyrir framkvæmdir á álverslóð og fyrir ferðaþjónustu í Fjarðabyggð.

Tekur ekki þátt í skáklífinu

Bobby Fischer ætlar ekki að taka neinn þátt í skáklífinu hér á landi, hvorki að tefla við aðra íslenska skákmenn né koma að skákkennslu. Hann vill frekar halda áfram þróun sinni á annarri útfærslu skákíþróttarinnar, svokallaðri „random chess“, þar sem meðal annars er önnur uppröðun skákmannanna en gengur og gerist.

Stýrði ekki atburðarásinni

Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer.

Krossfestir líkt og Kristur

Kristnir menn víða um heim minntust þjáningar Krists í dag og píslargöngu á Föstudaginn langa. Á Filippseyjum fengu spilltir og latir lögreglumenn tækifæri til aflausnar með því að endurleika píslargönguna og ellefu menn létu krossfesta sig.

Íslendingar algerlega skákóðir

Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir.

Undrast ákvörðun Kópavogsbæjar

Forsvarsmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi hafa í bréfi óskað eftir því að bæjaryfirvöld skoði skipulag Dalvegar í heild sinni.

Segist ekki hafa stýrt atburðarás

Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, segir í yfirlýsingu að hann hafi ekki stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli við komu Bobby Fischers eins og stuðningsmenn Bobby Fischer hafa sagt.

Olsen bræður næstum til Kiev

Íslandsvinirnir dönsku, Olsen-bræður, náðu ekki að koma lagi sínu Little Yellow Radio að í Eurovision í ár. Þeir urðu í öðru sæti í dönsku forkeppninni á eftir Jakob Sveistrup sem flytur lagið Tænder På Dig í forkeppninni í Úkraínu 19. maí.

Stjórvöld stjórna mannréttindum

Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum.

Segist ennþá forseti Kirgistans

Forseti Kirgistans segist ekki hafa sagt af sér embætti og flúið land; hann sé aðeins fjarverandi tímabundið. Stjórnarandstaðan, sem rændi völdum í gær, hefur hins vegar tekið við stjórnartaumunum, tilnefnt nýjan forseta og boðað til kosninga. 

Stórskothríð á veiðihús

Þrír menn um tvítugt úr Grindavík brutu tuttugu rúður í veiðiskála og salerni sem stendur í útihýsi við Djúpavatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga.

Lögreglufréttir

Tíu ökumenn voru teknir á of miklum hraða á Vesturlandsvegi við Borgarnes á fimmtudag. Voru ökumennirnir á 110 til 125 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi sagði ökumenn hafa verið rólegri í gær en umferð heldur mikla.

Fischer bjartsýnn á framtíð sína

Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag.

Liggur banaleguna

Rainier III fursti í Mónakó liggur nú á sóttarsæng á sjúkrahúsi í furstadæmi sínu og er vart hugað líf. Í gærkvöldi var hann í öndunarvél og voru læknar fámálir um batahorfur hans.

Mikill viðbúnaður

Bresk lögregluyfirvöld vinna nú myrkranna á milli við að skipuleggja öryggisgæslu við brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles sem fram fer í næsta mánuði.

Ráðist gegn ókeypis leikskóla

Formanni borgarráðs, Alfreð Þorsteinssyni, líst illa á hugmyndir fjármálaráðherra um að fasteignagjöld af opinberum byggingum renni í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna.

Sjá næstu 50 fréttir